Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Samúel Karl Ólason skrifar 29. janúar 2025 22:51 DeepSeek hefur valdið miklum usla frá því gervigreindin var kynnt í síðustu viku. AP/Andy Wong Starfsmenn Microsoft og OpenAI rannsaka hvort að DeepSeek, kínversk gervigreind sem olli usla á mörkuðum vestanhafs í vikunni, byggi á gögnum ChatGPT, gervigreindar OpenAI. Kínverska gervigreindin er sögð standa jafnfætis ChatGPT en á að hafa verið mun ódýrari í þróun og notkun. Bloomberg hefur eftir heimildarmönnum sínum innan Microsoft að starfsmenn fyrirtækisins hafi í haust greint umfangsmikla nettraffík sem gaf til kynna að menn, sem taldir eru tengjast kínverska fyrirtækinu DeepSeek, hafi sótt mikið af gögnum úr kerfi ChatGPT. Í mjög einföldu máli sagt er hér átt við að nota stóra og vel þjálfaða gervigreind, ef svo má segja, til að kenna minni gervigreind að svara fyrirspurnum og leita upplýsinga. Slíkt er bannað samkvæmt notendaskilmálum gervigreindarinnar. Sjá einnig: Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Microsoft er langstærsti fjárfestirinn í OpenAI og hefur dælt milljörðum dala í fyrirtækið. Hingað til hefur verið talið að ekki sé hægt að framleiða gervigreind eins og ChatGPT án gífurlegs tilkostnaðar í gagnaverum, vefþjónum, öflugum tölvuflögum og fleiru. Kynning DeepSeek á nýrri og ódýrari gervigreind í síðustu viku kollvarpaði þessum þankagangi á mjög skömmum tíma. Bloomberg hefur eftir David Sacks, sem Donald Trump hefur gert að sérstökum ráðgjafa sínum hvað varðar málefni gervigreindar, að nokkuð sterkar vísbendingar bendi til þess að gervigreind DeepSeek hafi verið fædd á gögnum úr kerfi ChatGPT. Kínverjarnir hafi stuðst við gögn úr bandarísku gervigreindinni við þróun gervigreindar þeirra. Mögulega hafi verið notast við sérstaka tækni til að láta DeepSeek gervigreindina læra af ChatGPT. Þetta sagði Sacks í viðtali á Fox í gær en í kjölfarið sendi OpenAI út yfirlýsingu um að ýmsir hópar í Kína væru að reyna að nota þessa tækni til að þróa þeirra eigin útgáfur af gervigreind bandaríska fyrirtækisins. Forsvarsmenn fyrirtækisins væru meðvitaðir um og að skoða vísbendingar um að DeepSeek hafi gert þetta og að meira yrði gefið út þegar frekari upplýsingar lægju fyrir. Sjálfir sakaðir um þjófnað Forsvarsmenn OpenAI hafa lengi sjálfir verið sakaðir um þjófnað enda hefur ChatGPT gervigreindin ítrekað verið þjálfuð með höfundarréttarvörðu efni af internetinu. Fjölmargir rithöfundar, fjölmiðlar og aðrir aðilar hafa höfða mál gegn OpenAI vegna þessa. Forsvarsmenn DeepSeek hafa enn sem komið er ekki svarað fyrirspurnum fjölmiðla vestanhafs um málið. Gervigreind Bandaríkin Kína Tengdar fréttir Enn deila Musk og Altman Elon Musk og Sam Altman, forstjóri OpenAI sem gerir út ChatGPT, eru enn að deila. Altman sakaði Musk um að segja ósatt eftir að Musk hélt því fram að nýtt fyrirtæki sem á að reisa gagnaver fyrir gervigreind OpenAI skorti fjármagn. 23. janúar 2025 12:14 Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Baráttan í Hollywood er hörð í aðdraganda Óskarsverðlaunanna. Á fimmtudaginn verða tilnefningar til verðlaunanna kynntar, en núna í undanfaranum hefur mikil umræða farið fram um notkun gervigreindar í kvikmyndum, þar á meðal í tveimur kvikmyndum sem þykja líklegar til að verða tilnefndar. 21. janúar 2025 15:38 Mikilvægt að íslenskan sé hluti af hverri tæknibyltinguu Menningar- og viðskiptaráðherra skrifaði í gær undir nýjan samning við sjálfseignarstofnunina Almannaróm um að gegna hlutverki miðstöðvar máltækni á Íslandi til ársins 2027. Almannarómur var eini aðilinn sem lýsti yfir áhuga á verkefninu. 3. október 2024 09:57 Eigi ekki eftir að eyðileggja menntakerfið Gervigreindartól á borð við ChatGPT, Gemini og CoPilot hafa komið eins og stormsveipur inn í íslenskt menntakerfi og vakið upp spurningar um áhrif þeirra á kennslustarfið. Framhaldsskólakennari sem vildi í fyrstu banna notkun þeirra hefur nú tekið þau í sátt. Hann telur nýju tólin komin til að vera og nýtir þau með virkum hætti í kennslunni. 20. ágúst 2024 07:01 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Sjá meira
Bloomberg hefur eftir heimildarmönnum sínum innan Microsoft að starfsmenn fyrirtækisins hafi í haust greint umfangsmikla nettraffík sem gaf til kynna að menn, sem taldir eru tengjast kínverska fyrirtækinu DeepSeek, hafi sótt mikið af gögnum úr kerfi ChatGPT. Í mjög einföldu máli sagt er hér átt við að nota stóra og vel þjálfaða gervigreind, ef svo má segja, til að kenna minni gervigreind að svara fyrirspurnum og leita upplýsinga. Slíkt er bannað samkvæmt notendaskilmálum gervigreindarinnar. Sjá einnig: Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Microsoft er langstærsti fjárfestirinn í OpenAI og hefur dælt milljörðum dala í fyrirtækið. Hingað til hefur verið talið að ekki sé hægt að framleiða gervigreind eins og ChatGPT án gífurlegs tilkostnaðar í gagnaverum, vefþjónum, öflugum tölvuflögum og fleiru. Kynning DeepSeek á nýrri og ódýrari gervigreind í síðustu viku kollvarpaði þessum þankagangi á mjög skömmum tíma. Bloomberg hefur eftir David Sacks, sem Donald Trump hefur gert að sérstökum ráðgjafa sínum hvað varðar málefni gervigreindar, að nokkuð sterkar vísbendingar bendi til þess að gervigreind DeepSeek hafi verið fædd á gögnum úr kerfi ChatGPT. Kínverjarnir hafi stuðst við gögn úr bandarísku gervigreindinni við þróun gervigreindar þeirra. Mögulega hafi verið notast við sérstaka tækni til að láta DeepSeek gervigreindina læra af ChatGPT. Þetta sagði Sacks í viðtali á Fox í gær en í kjölfarið sendi OpenAI út yfirlýsingu um að ýmsir hópar í Kína væru að reyna að nota þessa tækni til að þróa þeirra eigin útgáfur af gervigreind bandaríska fyrirtækisins. Forsvarsmenn fyrirtækisins væru meðvitaðir um og að skoða vísbendingar um að DeepSeek hafi gert þetta og að meira yrði gefið út þegar frekari upplýsingar lægju fyrir. Sjálfir sakaðir um þjófnað Forsvarsmenn OpenAI hafa lengi sjálfir verið sakaðir um þjófnað enda hefur ChatGPT gervigreindin ítrekað verið þjálfuð með höfundarréttarvörðu efni af internetinu. Fjölmargir rithöfundar, fjölmiðlar og aðrir aðilar hafa höfða mál gegn OpenAI vegna þessa. Forsvarsmenn DeepSeek hafa enn sem komið er ekki svarað fyrirspurnum fjölmiðla vestanhafs um málið.
Gervigreind Bandaríkin Kína Tengdar fréttir Enn deila Musk og Altman Elon Musk og Sam Altman, forstjóri OpenAI sem gerir út ChatGPT, eru enn að deila. Altman sakaði Musk um að segja ósatt eftir að Musk hélt því fram að nýtt fyrirtæki sem á að reisa gagnaver fyrir gervigreind OpenAI skorti fjármagn. 23. janúar 2025 12:14 Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Baráttan í Hollywood er hörð í aðdraganda Óskarsverðlaunanna. Á fimmtudaginn verða tilnefningar til verðlaunanna kynntar, en núna í undanfaranum hefur mikil umræða farið fram um notkun gervigreindar í kvikmyndum, þar á meðal í tveimur kvikmyndum sem þykja líklegar til að verða tilnefndar. 21. janúar 2025 15:38 Mikilvægt að íslenskan sé hluti af hverri tæknibyltinguu Menningar- og viðskiptaráðherra skrifaði í gær undir nýjan samning við sjálfseignarstofnunina Almannaróm um að gegna hlutverki miðstöðvar máltækni á Íslandi til ársins 2027. Almannarómur var eini aðilinn sem lýsti yfir áhuga á verkefninu. 3. október 2024 09:57 Eigi ekki eftir að eyðileggja menntakerfið Gervigreindartól á borð við ChatGPT, Gemini og CoPilot hafa komið eins og stormsveipur inn í íslenskt menntakerfi og vakið upp spurningar um áhrif þeirra á kennslustarfið. Framhaldsskólakennari sem vildi í fyrstu banna notkun þeirra hefur nú tekið þau í sátt. Hann telur nýju tólin komin til að vera og nýtir þau með virkum hætti í kennslunni. 20. ágúst 2024 07:01 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Sjá meira
Enn deila Musk og Altman Elon Musk og Sam Altman, forstjóri OpenAI sem gerir út ChatGPT, eru enn að deila. Altman sakaði Musk um að segja ósatt eftir að Musk hélt því fram að nýtt fyrirtæki sem á að reisa gagnaver fyrir gervigreind OpenAI skorti fjármagn. 23. janúar 2025 12:14
Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Baráttan í Hollywood er hörð í aðdraganda Óskarsverðlaunanna. Á fimmtudaginn verða tilnefningar til verðlaunanna kynntar, en núna í undanfaranum hefur mikil umræða farið fram um notkun gervigreindar í kvikmyndum, þar á meðal í tveimur kvikmyndum sem þykja líklegar til að verða tilnefndar. 21. janúar 2025 15:38
Mikilvægt að íslenskan sé hluti af hverri tæknibyltinguu Menningar- og viðskiptaráðherra skrifaði í gær undir nýjan samning við sjálfseignarstofnunina Almannaróm um að gegna hlutverki miðstöðvar máltækni á Íslandi til ársins 2027. Almannarómur var eini aðilinn sem lýsti yfir áhuga á verkefninu. 3. október 2024 09:57
Eigi ekki eftir að eyðileggja menntakerfið Gervigreindartól á borð við ChatGPT, Gemini og CoPilot hafa komið eins og stormsveipur inn í íslenskt menntakerfi og vakið upp spurningar um áhrif þeirra á kennslustarfið. Framhaldsskólakennari sem vildi í fyrstu banna notkun þeirra hefur nú tekið þau í sátt. Hann telur nýju tólin komin til að vera og nýtir þau með virkum hætti í kennslunni. 20. ágúst 2024 07:01