Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar 29. janúar 2025 17:00 Þegar kerfið bregst, neyðast þolendur til að bíða en gerendur ganga lausir. Það getur ekki talist réttlæti. Nýlega hafa einstaklingar tekið sig saman til að afhjúpa meinta barnaníðinga á samfélagsmiðlum, meðal annars í svokölluðum tálbeituhópum. Þessi þróun er hættuleg og afhjúpar alvarlegar brotalamir í réttarkerfinu. Þegar lögreglan og dómskerfið sinna ekki skyldu sinni að vernda brotaþola, verður reiði almennings skiljanleg en einnig vísbending um djúpstæðan vanda. Skiljanlegt er að samfélagið bregðist við með þessum hætti þegar yfirvöld gera lítið eða ekkert, en það er óásættanlegt að brotaþolar og aðstandendur þeirra upplifi að eina leiðin til réttlætis sé að grípa sjálfir til aðgerða. Þetta sýnir hvernig réttarkerfið hefur ítrekað brugðist brotaþolum með vanrækslu og skorti á viðbrögðum. Dómsmál frá 2012 sýnir skýrt hvernig kerfið bregst. Árið 2003 tilkynnti frænka barns um kynferðisofbeldi sem það hafði trúað henni fyrir. Lögreglan gerði ekkert í málinu. Árið 2010 kærði annar brotaþoli sama mann. Þá fyrst hafði lögreglan samband við frænkuna og kom þá í ljós að skýrsla hennar hafði legið gleymd í skúffu í sjö ár. Frænkan, sem ekki var tekin trúanleg árið 2003, var nú kölluð til sem vitni í máli drengs sem hún ekki þekkti. Á meðan hafði gerandinn gengið laus og framið fleiri brot. Hefði lögreglan hlustað á frænkuna árið 2003, hefði verið hægt að koma í veg fyrir sjö ár af áframhaldandi misnotkun. Af hverju þurfti annar brotaþoli að kæra til að málið yrði tekið alvarlega? Hversu oft hefur slíkt gerst áður? Hversu mörg brot mætti koma í veg fyrir ef yfirvöld tækju allar frásagnir alvarlega strax? Ríkisvaldið getur ekki lengur vikist undan ábyrgð. Það þarf tafarlausar umbætur í meðferð kynferðisbrotamála – áður en fleiri brotaþolar neyðast til að þegja eða almenningur til að grípa til sinna ráða. Við þurfum breytingar strax. Við getum ekki horft aðgerðalaus á meðan fleiri börn falla í sömu gildru. Höfundur er frænkan sem tilkynnti árið 2003 – en enginn hlustaði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Þegar kerfið bregst, neyðast þolendur til að bíða en gerendur ganga lausir. Það getur ekki talist réttlæti. Nýlega hafa einstaklingar tekið sig saman til að afhjúpa meinta barnaníðinga á samfélagsmiðlum, meðal annars í svokölluðum tálbeituhópum. Þessi þróun er hættuleg og afhjúpar alvarlegar brotalamir í réttarkerfinu. Þegar lögreglan og dómskerfið sinna ekki skyldu sinni að vernda brotaþola, verður reiði almennings skiljanleg en einnig vísbending um djúpstæðan vanda. Skiljanlegt er að samfélagið bregðist við með þessum hætti þegar yfirvöld gera lítið eða ekkert, en það er óásættanlegt að brotaþolar og aðstandendur þeirra upplifi að eina leiðin til réttlætis sé að grípa sjálfir til aðgerða. Þetta sýnir hvernig réttarkerfið hefur ítrekað brugðist brotaþolum með vanrækslu og skorti á viðbrögðum. Dómsmál frá 2012 sýnir skýrt hvernig kerfið bregst. Árið 2003 tilkynnti frænka barns um kynferðisofbeldi sem það hafði trúað henni fyrir. Lögreglan gerði ekkert í málinu. Árið 2010 kærði annar brotaþoli sama mann. Þá fyrst hafði lögreglan samband við frænkuna og kom þá í ljós að skýrsla hennar hafði legið gleymd í skúffu í sjö ár. Frænkan, sem ekki var tekin trúanleg árið 2003, var nú kölluð til sem vitni í máli drengs sem hún ekki þekkti. Á meðan hafði gerandinn gengið laus og framið fleiri brot. Hefði lögreglan hlustað á frænkuna árið 2003, hefði verið hægt að koma í veg fyrir sjö ár af áframhaldandi misnotkun. Af hverju þurfti annar brotaþoli að kæra til að málið yrði tekið alvarlega? Hversu oft hefur slíkt gerst áður? Hversu mörg brot mætti koma í veg fyrir ef yfirvöld tækju allar frásagnir alvarlega strax? Ríkisvaldið getur ekki lengur vikist undan ábyrgð. Það þarf tafarlausar umbætur í meðferð kynferðisbrotamála – áður en fleiri brotaþolar neyðast til að þegja eða almenningur til að grípa til sinna ráða. Við þurfum breytingar strax. Við getum ekki horft aðgerðalaus á meðan fleiri börn falla í sömu gildru. Höfundur er frænkan sem tilkynnti árið 2003 – en enginn hlustaði
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar