Eldingar á Íslandi Gunnar Sigvaldason skrifar 28. janúar 2025 16:31 Í frétt á Vísi í síðastliðinni viku var sagt frá eldingu sem laust niður í íbúðarhús í Dyrhólahverfi rétt við Vík í Mýrdal. Íbúar hússins urðu fyrir því tjóni að rafmagnstaflan í húsinu eyðilagðist og má segja að hún hafi sprungið sökum eldingarinnar. Leiða má að því líkum að engar eldingavarnir hafi verið til staðar í húsinu, en það hefur verið lenskan hérlendis. Tíðni eldinga á Íslandi er frekar lág miðað við önnur lönd en hættan er þó til staðar. Það sem hefur gerst í Dyrhólahverfinu er að eldingin hefur losað um gríðarlega mikla orku á örskömmum tíma og getur rafstraumur í einni eldingu verið á bilinu 10.000 til 400.000 A (amper). Til að setja þennan rafstraum í samhengi þá er dæmigerð heimilisryksuga að nota um 8 A. Hitastigið í eldingunni getur náð allt að 30.000°C, til samanburðar er vert að minna á að yfirborðshiti Sólarinnar er um 5.500°C. Þessi orka hefur á einhvern hátt fundið leið inn í raflögn hússins og farið beint inn í rafmagnstöfluna, hjarta rafkerfis byggingarinnar. Svona atburðir eru vissulega ekki algengir á Íslandi en þeim verður að gefa gaum, því þeir eru þó það algengir og tjón sem af þeim hlýst er oftast mjög mikið. Sérstaklega á þetta við um umrætt landsvæði allt frá Eyjafjöllum og austur að Höfn og sömuleiðis á Reykjanesi og Snæfellsnesi. Mýmörg dæmi má nefna, m.a. frá Rauðuskriðum í Fljótshlíð/Landeyjum, eins úr Álftaveri þar sem eldingum sló niður í mannvirki og olli miklu tjóni á búnaði og fólki.Atvikið í Áftaveri var þannig að maður hlaut talsverða áverka eftir eldingu sem sló niður í símalögn á sama tíma og viðkomandi var að tala í síma og eldinginn hljóp því að hluta til í gegnum hann. Hægt er að lágmarka áhættu á að eldingar valdi tjóni á rafkerfum bygginga með ýmsum aðferðum. Í sumum tilvikum er ekki um mjög kostnaðarsamar aðgerðir að ræða. Ein aðferðin gerngur út á að „grípa“ eldinguna og koma henni örugglega til jarðar, framhjá rafkerfi byggingarinnar og mannfólki. Að auki er oft nauðsynlegt að vera með yfirspennuvarnir við rafmagnsinntök sem getur varið búnað fyrir háum spennum. Þá gildir það hvort sem yfirspenna komi frá eldingum eða spennuflökkti í rafkerfi. Maður sem er að nota viðkomandi búnað fær auk þess vörn og hefði klárað sitt símtal í næði, ólíkt ábúanda Álftavers. Þeir sem vilja verja sig gagnvart þessum vágesti, sérstaklega þeir sem búa á fyrrnefndum svæðum hafa eins og fram hefur komið ýmis ráð til þess. Hægt er að leita sér aðstoðar hjá kunnáttufólki, og eru verkfræðistofur og rafverktakar þar augljósir kostir. Mikilvægt er að kynna sér hvaða varnir eru til staðar í rafmagnstöflum viðkomandi bygginga og ganga úr skugga um hvort búnaðurinn sé varinn því oft á tíðum með einföldum lausnum er hægt að koma í veg fyrir fjárhaglegt tjón, jafnvel líkamlegt, með tiltölulega litlum tilkostnaði. Með þessu greinarkorni er ætlunin að hvetja fólk til þess að skoða þessi mál á sínum starfstöðvum og heimilum, láta kanna hvort það þurfi að gera ráðstafanir og leita til þar til bærra aðila ef sú er niðurstaðan. Höfundur er raforkuverkfræðingur hjá Lotu ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Veður Mest lesið Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Nokkur orð um leikminjar Halldór Halldórsson Bakþankar Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Milljarður evra til Pútíns á hverjum degi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kæri Lars Agnar Tómas Möller Skoðun Gal(in) keppni þingmanna flokks fólksins Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Í frétt á Vísi í síðastliðinni viku var sagt frá eldingu sem laust niður í íbúðarhús í Dyrhólahverfi rétt við Vík í Mýrdal. Íbúar hússins urðu fyrir því tjóni að rafmagnstaflan í húsinu eyðilagðist og má segja að hún hafi sprungið sökum eldingarinnar. Leiða má að því líkum að engar eldingavarnir hafi verið til staðar í húsinu, en það hefur verið lenskan hérlendis. Tíðni eldinga á Íslandi er frekar lág miðað við önnur lönd en hættan er þó til staðar. Það sem hefur gerst í Dyrhólahverfinu er að eldingin hefur losað um gríðarlega mikla orku á örskömmum tíma og getur rafstraumur í einni eldingu verið á bilinu 10.000 til 400.000 A (amper). Til að setja þennan rafstraum í samhengi þá er dæmigerð heimilisryksuga að nota um 8 A. Hitastigið í eldingunni getur náð allt að 30.000°C, til samanburðar er vert að minna á að yfirborðshiti Sólarinnar er um 5.500°C. Þessi orka hefur á einhvern hátt fundið leið inn í raflögn hússins og farið beint inn í rafmagnstöfluna, hjarta rafkerfis byggingarinnar. Svona atburðir eru vissulega ekki algengir á Íslandi en þeim verður að gefa gaum, því þeir eru þó það algengir og tjón sem af þeim hlýst er oftast mjög mikið. Sérstaklega á þetta við um umrætt landsvæði allt frá Eyjafjöllum og austur að Höfn og sömuleiðis á Reykjanesi og Snæfellsnesi. Mýmörg dæmi má nefna, m.a. frá Rauðuskriðum í Fljótshlíð/Landeyjum, eins úr Álftaveri þar sem eldingum sló niður í mannvirki og olli miklu tjóni á búnaði og fólki.Atvikið í Áftaveri var þannig að maður hlaut talsverða áverka eftir eldingu sem sló niður í símalögn á sama tíma og viðkomandi var að tala í síma og eldinginn hljóp því að hluta til í gegnum hann. Hægt er að lágmarka áhættu á að eldingar valdi tjóni á rafkerfum bygginga með ýmsum aðferðum. Í sumum tilvikum er ekki um mjög kostnaðarsamar aðgerðir að ræða. Ein aðferðin gerngur út á að „grípa“ eldinguna og koma henni örugglega til jarðar, framhjá rafkerfi byggingarinnar og mannfólki. Að auki er oft nauðsynlegt að vera með yfirspennuvarnir við rafmagnsinntök sem getur varið búnað fyrir háum spennum. Þá gildir það hvort sem yfirspenna komi frá eldingum eða spennuflökkti í rafkerfi. Maður sem er að nota viðkomandi búnað fær auk þess vörn og hefði klárað sitt símtal í næði, ólíkt ábúanda Álftavers. Þeir sem vilja verja sig gagnvart þessum vágesti, sérstaklega þeir sem búa á fyrrnefndum svæðum hafa eins og fram hefur komið ýmis ráð til þess. Hægt er að leita sér aðstoðar hjá kunnáttufólki, og eru verkfræðistofur og rafverktakar þar augljósir kostir. Mikilvægt er að kynna sér hvaða varnir eru til staðar í rafmagnstöflum viðkomandi bygginga og ganga úr skugga um hvort búnaðurinn sé varinn því oft á tíðum með einföldum lausnum er hægt að koma í veg fyrir fjárhaglegt tjón, jafnvel líkamlegt, með tiltölulega litlum tilkostnaði. Með þessu greinarkorni er ætlunin að hvetja fólk til þess að skoða þessi mál á sínum starfstöðvum og heimilum, láta kanna hvort það þurfi að gera ráðstafanir og leita til þar til bærra aðila ef sú er niðurstaðan. Höfundur er raforkuverkfræðingur hjá Lotu ehf.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun