Trump enn iðinn við kolann: Beinir sjónum að hernum og alþjóðasamvinnu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. janúar 2025 06:42 Trump ræðir við blaðamenn um borð í Air Force One. AP/Mark Schiefelbein Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið iðinn við kolann frá því að hann sór embættiseiðinn fyrir rúmri viku síðan en í gær undirritaði hann nokkrar forsetatilskipanir til viðbótar þeim tugum sem hann gaf út í síðustu viku. Tilskipanirnar varða meðal annars afnám allra DEI aðgerða í hernum, það er að segja aðgerðir er varða fjölbreytni, jafnrétti og inngildingu, eins og hefur verið gert í stjórnkerfinu öllu. Þá fjallaði ein tilskipunin um útrýmingu „kynjaöfgahyggju“ innan hersins. Tilskipunin hefur ekki verið birt en er talin varða trans fólk. Trump lýsti því yfir í fyrri forsetatíð sinni að hann hygðist banna trans fólk innan hersins; fókusinn þyrfti að vera á „ákveðnum og afdráttarlausum sigri“ án íþyngjandi lækniskostnaðar og annars álags vegna trans hermanna. Þá fyrirskipaði forsetinn í gær að allir þeir hermenn sem voru látnir fjúka fyrir að neita að gangast undir bólusetningu gegn Covid-19 fái stöður sínar á ný. Alþjóðasamvinna í uppnámi En stjórnvöld vestanhafs gerðu annað og meira en að setja hernum þrengri skorður í gær. Starfsmönnum sóttvarnastofnunarinnar (CDC) var meðal annars fyrirskipað að hætta samstundis öllu samstarfi við Alþjóðaheilbrigðisstofnunina. Ákvörðunin er sögð munu setja fjölda verkefna á erlendri grundu í uppnám, sem meðal annars varða útbreiðslu hættulegra sjúkdóma í Afríku. Öll erlend neyðaraðstoð er einnig í uppnámi en fjöldi starfsmanna U.S.Aid var settur í leyfi í gær, vegna gruns um að þeir hefðu unnið að því að komast framhjá tilskipun forsetans um stöðvun verkefna. Þá var fjölda saksóknara sagt upp, sem eiga það sameiginlegt að hafa unnið að rannsókn mála gegn Trump í stjórnartíð Joe Biden. Sögðu yfirvöld að umræddum einstaklingum væri ekki treystandi til að fylgja eftir stefnu núverandi forseta. Bandaríkin Donald Trump Málefni trans fólks Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Sjá meira
Tilskipanirnar varða meðal annars afnám allra DEI aðgerða í hernum, það er að segja aðgerðir er varða fjölbreytni, jafnrétti og inngildingu, eins og hefur verið gert í stjórnkerfinu öllu. Þá fjallaði ein tilskipunin um útrýmingu „kynjaöfgahyggju“ innan hersins. Tilskipunin hefur ekki verið birt en er talin varða trans fólk. Trump lýsti því yfir í fyrri forsetatíð sinni að hann hygðist banna trans fólk innan hersins; fókusinn þyrfti að vera á „ákveðnum og afdráttarlausum sigri“ án íþyngjandi lækniskostnaðar og annars álags vegna trans hermanna. Þá fyrirskipaði forsetinn í gær að allir þeir hermenn sem voru látnir fjúka fyrir að neita að gangast undir bólusetningu gegn Covid-19 fái stöður sínar á ný. Alþjóðasamvinna í uppnámi En stjórnvöld vestanhafs gerðu annað og meira en að setja hernum þrengri skorður í gær. Starfsmönnum sóttvarnastofnunarinnar (CDC) var meðal annars fyrirskipað að hætta samstundis öllu samstarfi við Alþjóðaheilbrigðisstofnunina. Ákvörðunin er sögð munu setja fjölda verkefna á erlendri grundu í uppnám, sem meðal annars varða útbreiðslu hættulegra sjúkdóma í Afríku. Öll erlend neyðaraðstoð er einnig í uppnámi en fjöldi starfsmanna U.S.Aid var settur í leyfi í gær, vegna gruns um að þeir hefðu unnið að því að komast framhjá tilskipun forsetans um stöðvun verkefna. Þá var fjölda saksóknara sagt upp, sem eiga það sameiginlegt að hafa unnið að rannsókn mála gegn Trump í stjórnartíð Joe Biden. Sögðu yfirvöld að umræddum einstaklingum væri ekki treystandi til að fylgja eftir stefnu núverandi forseta.
Bandaríkin Donald Trump Málefni trans fólks Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Sjá meira