Þjóðaröryggisráðgjafi skildi gögnin sín ítrekað eftir á glámbekk Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 27. janúar 2025 20:08 Landerholm og Ulf Kristersson forsætisráðherra Svíþjóðar eru vinir til margra ára og var tilnefning Landerholm í embættið því umdeild. EPA Henrik Landerholm, þjóðaröryggisráðgjafi Svíþjóðar, hefur sagt starfi sínu lausu eftir að lögregla opnaði rannsókn á hugsanlegum brotum hans í starfi. Landerholm er sagður hafa skilið háleynileg gögn eftir á hóteli og ítrekað gleymt gögnum á glámbekk í starfi sínu. Landerholm var tilnefndur í embættið fyrir tveimur árum en tilnefningin þótti umdeild vegna margra ára vináttu hans við Ulf Kristersson forsætisráðherra Svíþjóðar. Sænskir miðlar hafa undanfarnar vikur fjallað um hrakfarir Landerholm í starfi þjóðaröryggisráðgjafa. Honum er að auki gefið að sök að hafa skilið stílabók eftir í húsakynnum útvarpsstöðvar eftir að hann veitti viðtal. Þá er hann sagður hafa skilið farsímann sinn eftir í ungverska sendiráðinu í Svíþjóð í sólarhring. Atvikunum er lýst sem sérlega vandræðalegum fyrir Landerholm, sé litið á starfsvettvang hans. Ræstingarfólk fann gögnin Í umfjöllun Guardian um málið segir að Landerholm hafi skilið trúnaðargögn eftir í öryggisskáp á hóteli þar sem ráðstefna fór fram í mars 2023. Samkvæmt heimildum sænska miðilsins Dagens Nyheter hnaut ræstingarfólk hótelsins um gögnin eftir að Landerholm hafði yfirgefið svæðið og sá samstarfsmaður hans um að sækja þau á hótelið. Sami miðill greindi frá því að í desember 2022 hafi Landerholm gleymt farsíma sínum í ungverska sendiráðinu og síminn verið þar heila nótt. Á þeim tíma stóð Svíþjóð í aðildarviðræðum að Atlantshafsbandalaginu en yfirvöld í Ungverjalandi voru treg til að heimila inngöngu Svía í bandalagið. Síminn sendur með leigubíl á kaffihús Þá er Landerholm sagður hafa gleymt stílabók í húsakynnum sænska ríkisútvarpsins eftir að hann veitti stöðinni viðtal. Í það skipti kom enginn að sækja símann heldur var honum komið fyrir í plastpoka og pokinn sendur á kaffihús í Stokkhólmi með leigubíl, samkvæmt umfjöllun SR. Landerholm sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hann sagðist meðvitaður um að lögreglurannsókn hefði verið opnuð vegna atviksins á hótelinu. „Ég hef greint forsætisráðherra frá þessu og við erum sammála um að í ljósi aðstæðna get ég ekki lengur sinnt skyldum mínum og því segi ég af mér sem þjóðaröryggisráðgjafi,“ segir í yfirlýsingu Landerholm. Svíþjóð Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Dómsdagsklukkan færð fram Erlent Fleiri fréttir Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Sjá meira
Landerholm var tilnefndur í embættið fyrir tveimur árum en tilnefningin þótti umdeild vegna margra ára vináttu hans við Ulf Kristersson forsætisráðherra Svíþjóðar. Sænskir miðlar hafa undanfarnar vikur fjallað um hrakfarir Landerholm í starfi þjóðaröryggisráðgjafa. Honum er að auki gefið að sök að hafa skilið stílabók eftir í húsakynnum útvarpsstöðvar eftir að hann veitti viðtal. Þá er hann sagður hafa skilið farsímann sinn eftir í ungverska sendiráðinu í Svíþjóð í sólarhring. Atvikunum er lýst sem sérlega vandræðalegum fyrir Landerholm, sé litið á starfsvettvang hans. Ræstingarfólk fann gögnin Í umfjöllun Guardian um málið segir að Landerholm hafi skilið trúnaðargögn eftir í öryggisskáp á hóteli þar sem ráðstefna fór fram í mars 2023. Samkvæmt heimildum sænska miðilsins Dagens Nyheter hnaut ræstingarfólk hótelsins um gögnin eftir að Landerholm hafði yfirgefið svæðið og sá samstarfsmaður hans um að sækja þau á hótelið. Sami miðill greindi frá því að í desember 2022 hafi Landerholm gleymt farsíma sínum í ungverska sendiráðinu og síminn verið þar heila nótt. Á þeim tíma stóð Svíþjóð í aðildarviðræðum að Atlantshafsbandalaginu en yfirvöld í Ungverjalandi voru treg til að heimila inngöngu Svía í bandalagið. Síminn sendur með leigubíl á kaffihús Þá er Landerholm sagður hafa gleymt stílabók í húsakynnum sænska ríkisútvarpsins eftir að hann veitti stöðinni viðtal. Í það skipti kom enginn að sækja símann heldur var honum komið fyrir í plastpoka og pokinn sendur á kaffihús í Stokkhólmi með leigubíl, samkvæmt umfjöllun SR. Landerholm sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hann sagðist meðvitaður um að lögreglurannsókn hefði verið opnuð vegna atviksins á hótelinu. „Ég hef greint forsætisráðherra frá þessu og við erum sammála um að í ljósi aðstæðna get ég ekki lengur sinnt skyldum mínum og því segi ég af mér sem þjóðaröryggisráðgjafi,“ segir í yfirlýsingu Landerholm.
Svíþjóð Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Dómsdagsklukkan færð fram Erlent Fleiri fréttir Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Sjá meira