Þjóðaröryggisráðgjafi skildi gögnin sín ítrekað eftir á glámbekk Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 27. janúar 2025 20:08 Landerholm og Ulf Kristersson forsætisráðherra Svíþjóðar eru vinir til margra ára og var tilnefning Landerholm í embættið því umdeild. EPA Henrik Landerholm, þjóðaröryggisráðgjafi Svíþjóðar, hefur sagt starfi sínu lausu eftir að lögregla opnaði rannsókn á hugsanlegum brotum hans í starfi. Landerholm er sagður hafa skilið háleynileg gögn eftir á hóteli og ítrekað gleymt gögnum á glámbekk í starfi sínu. Landerholm var tilnefndur í embættið fyrir tveimur árum en tilnefningin þótti umdeild vegna margra ára vináttu hans við Ulf Kristersson forsætisráðherra Svíþjóðar. Sænskir miðlar hafa undanfarnar vikur fjallað um hrakfarir Landerholm í starfi þjóðaröryggisráðgjafa. Honum er að auki gefið að sök að hafa skilið stílabók eftir í húsakynnum útvarpsstöðvar eftir að hann veitti viðtal. Þá er hann sagður hafa skilið farsímann sinn eftir í ungverska sendiráðinu í Svíþjóð í sólarhring. Atvikunum er lýst sem sérlega vandræðalegum fyrir Landerholm, sé litið á starfsvettvang hans. Ræstingarfólk fann gögnin Í umfjöllun Guardian um málið segir að Landerholm hafi skilið trúnaðargögn eftir í öryggisskáp á hóteli þar sem ráðstefna fór fram í mars 2023. Samkvæmt heimildum sænska miðilsins Dagens Nyheter hnaut ræstingarfólk hótelsins um gögnin eftir að Landerholm hafði yfirgefið svæðið og sá samstarfsmaður hans um að sækja þau á hótelið. Sami miðill greindi frá því að í desember 2022 hafi Landerholm gleymt farsíma sínum í ungverska sendiráðinu og síminn verið þar heila nótt. Á þeim tíma stóð Svíþjóð í aðildarviðræðum að Atlantshafsbandalaginu en yfirvöld í Ungverjalandi voru treg til að heimila inngöngu Svía í bandalagið. Síminn sendur með leigubíl á kaffihús Þá er Landerholm sagður hafa gleymt stílabók í húsakynnum sænska ríkisútvarpsins eftir að hann veitti stöðinni viðtal. Í það skipti kom enginn að sækja símann heldur var honum komið fyrir í plastpoka og pokinn sendur á kaffihús í Stokkhólmi með leigubíl, samkvæmt umfjöllun SR. Landerholm sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hann sagðist meðvitaður um að lögreglurannsókn hefði verið opnuð vegna atviksins á hótelinu. „Ég hef greint forsætisráðherra frá þessu og við erum sammála um að í ljósi aðstæðna get ég ekki lengur sinnt skyldum mínum og því segi ég af mér sem þjóðaröryggisráðgjafi,“ segir í yfirlýsingu Landerholm. Svíþjóð Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Landerholm var tilnefndur í embættið fyrir tveimur árum en tilnefningin þótti umdeild vegna margra ára vináttu hans við Ulf Kristersson forsætisráðherra Svíþjóðar. Sænskir miðlar hafa undanfarnar vikur fjallað um hrakfarir Landerholm í starfi þjóðaröryggisráðgjafa. Honum er að auki gefið að sök að hafa skilið stílabók eftir í húsakynnum útvarpsstöðvar eftir að hann veitti viðtal. Þá er hann sagður hafa skilið farsímann sinn eftir í ungverska sendiráðinu í Svíþjóð í sólarhring. Atvikunum er lýst sem sérlega vandræðalegum fyrir Landerholm, sé litið á starfsvettvang hans. Ræstingarfólk fann gögnin Í umfjöllun Guardian um málið segir að Landerholm hafi skilið trúnaðargögn eftir í öryggisskáp á hóteli þar sem ráðstefna fór fram í mars 2023. Samkvæmt heimildum sænska miðilsins Dagens Nyheter hnaut ræstingarfólk hótelsins um gögnin eftir að Landerholm hafði yfirgefið svæðið og sá samstarfsmaður hans um að sækja þau á hótelið. Sami miðill greindi frá því að í desember 2022 hafi Landerholm gleymt farsíma sínum í ungverska sendiráðinu og síminn verið þar heila nótt. Á þeim tíma stóð Svíþjóð í aðildarviðræðum að Atlantshafsbandalaginu en yfirvöld í Ungverjalandi voru treg til að heimila inngöngu Svía í bandalagið. Síminn sendur með leigubíl á kaffihús Þá er Landerholm sagður hafa gleymt stílabók í húsakynnum sænska ríkisútvarpsins eftir að hann veitti stöðinni viðtal. Í það skipti kom enginn að sækja símann heldur var honum komið fyrir í plastpoka og pokinn sendur á kaffihús í Stokkhólmi með leigubíl, samkvæmt umfjöllun SR. Landerholm sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hann sagðist meðvitaður um að lögreglurannsókn hefði verið opnuð vegna atviksins á hótelinu. „Ég hef greint forsætisráðherra frá þessu og við erum sammála um að í ljósi aðstæðna get ég ekki lengur sinnt skyldum mínum og því segi ég af mér sem þjóðaröryggisráðgjafi,“ segir í yfirlýsingu Landerholm.
Svíþjóð Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira