Óvæntur afrakstur ástarævintýris á Grund gerði allt vitlaust Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. janúar 2025 08:02 Jón fuglahvíslari segir allt hafa orðið vitlaust á Grund þegar unginn kom í heiminn. Páfagaukapar á dvalarheimilinu Grund eignaðist óvænt unga fyrir áramót, heimilisfólki til ómældrar gleði. Sérstakur fuglahirðir Grundar segir dýr ómetanlegan félagsskap á dvalarheimilum. Grundarparið Kókó og Kíkí, tveir glaðlegir gárar, eignuðust unga á dögunum. Kyn ungans var ekki komið í ljós þegar fréttastofu bar að garði en honum svipar til föður síns, er blár að lit, og nú er svo komið að hann er við það að fljúga úr hreiðrinu. Jón Ólafur Þorsteinsson sérstakur fuglahirðir Grundar var kallaður út til viðtals um málið, það er, eftir að hann lauk við harmonikkuleik á söngstund í hátíðarsalnum, eins og sýnt er í spilaranum hér fyrir neðan. En aftur að unganum. Þegar kvisaðist út að Kókó og Kíkí ættu von á afkvæmi greip um sig mikil spenna meðal heimilisfólks. „Það var verið að keyra fólk hérna niður til að fylgjast með, þetta var mikið, mikið, mikið, mikið gaman,“ segir Jón. Unginn klaktist svo loks úr egginu undir lok síðasta árs. „Það barst um allt hús, fólkið kom úr þessu og hinu húsinu til að fá að sjá, og allir að bíða eftir að hann ræki höfuðið út um lúguna.“ Dýr geta semsagt skipt svolítið sköpum á stöðum sem þessum? „Já, [þetta er] ótrúlegt, ótrúlegt,“ segir Jón. Mögulegt „dudd“ í gangi á nóttunni Unginn skreið svo loks úr varpkassanum 19. desember og nú í janúar tók hjúkrunarfræðingur á Grund hann að sér. Jón telur að foreldrarnir séu strax farnir að huga að sköpun nýs afkvæmis. „Maður hefur ekkert séð til þeirra svosem en það gæti vel verið að þau séu að dudda á nóttunni,“ segir Jón glettinn. Og þá verður ekki hjá því komist að veita athygli stærðarinnar húðflúri af fugli, sem fuglahvíslarinn Jón fékk sér á höndina sem ungur sjómaður. Sjómannatattú af gamla skólanum? „Já, maður þakkar bara fyrir að þetta hafi ekki farið á ennið á manni!“ segir Jón og hlær. Dýr Eldri borgarar Reykjavík Fuglar Mest lesið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Lífið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Fleiri fréttir Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Sjá meira
Grundarparið Kókó og Kíkí, tveir glaðlegir gárar, eignuðust unga á dögunum. Kyn ungans var ekki komið í ljós þegar fréttastofu bar að garði en honum svipar til föður síns, er blár að lit, og nú er svo komið að hann er við það að fljúga úr hreiðrinu. Jón Ólafur Þorsteinsson sérstakur fuglahirðir Grundar var kallaður út til viðtals um málið, það er, eftir að hann lauk við harmonikkuleik á söngstund í hátíðarsalnum, eins og sýnt er í spilaranum hér fyrir neðan. En aftur að unganum. Þegar kvisaðist út að Kókó og Kíkí ættu von á afkvæmi greip um sig mikil spenna meðal heimilisfólks. „Það var verið að keyra fólk hérna niður til að fylgjast með, þetta var mikið, mikið, mikið, mikið gaman,“ segir Jón. Unginn klaktist svo loks úr egginu undir lok síðasta árs. „Það barst um allt hús, fólkið kom úr þessu og hinu húsinu til að fá að sjá, og allir að bíða eftir að hann ræki höfuðið út um lúguna.“ Dýr geta semsagt skipt svolítið sköpum á stöðum sem þessum? „Já, [þetta er] ótrúlegt, ótrúlegt,“ segir Jón. Mögulegt „dudd“ í gangi á nóttunni Unginn skreið svo loks úr varpkassanum 19. desember og nú í janúar tók hjúkrunarfræðingur á Grund hann að sér. Jón telur að foreldrarnir séu strax farnir að huga að sköpun nýs afkvæmis. „Maður hefur ekkert séð til þeirra svosem en það gæti vel verið að þau séu að dudda á nóttunni,“ segir Jón glettinn. Og þá verður ekki hjá því komist að veita athygli stærðarinnar húðflúri af fugli, sem fuglahvíslarinn Jón fékk sér á höndina sem ungur sjómaður. Sjómannatattú af gamla skólanum? „Já, maður þakkar bara fyrir að þetta hafi ekki farið á ennið á manni!“ segir Jón og hlær.
Dýr Eldri borgarar Reykjavík Fuglar Mest lesið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Lífið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Fleiri fréttir Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Sjá meira