Lífið

Bellingham kominn með banda­ríska kærustu

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Jude Bellingham hefur verið að slá sér upp með Ashlyn Castro upp á síðkastið.
Jude Bellingham hefur verið að slá sér upp með Ashlyn Castro upp á síðkastið.

Enski fótboltamaðurinn Jude Bellingham virðist vera kominn með nýja kærustu, bandarískan áhrifavald Ashlyn Castro að nafni, sem er sex árum eldri en kappinn.

Parið ku hafa náð saman eftir að hafa átt í samskiptum gegnum samfélagsmiðla á síðasta ári. Nú virðist komin alvara í sambandið þar sem sést hefur til áhrifavaldsins með enska landsliðsmanninum og fjölskyldu hans í Madríd.

Papparassar náðu myndum af hinum 21 árs Bellingham með hinni 27 ára Castro í Madrídarborg á fimmtudag þar sem þau fengu sér saman hádegismat. 

Bellingham var klæddur í gráan jogging-fatnað og hélt á Louis Vuitton-buddu meðan Castro klæddist hörkuflottum brúnum leddara og bar Fendi-handtösku á öxlinni.

Kvöldið áður fylgdist Castro með Bellingham og félögum í Real Madrid vinna stórsigur á þýska liðinu RB Leipzig í fjölskyldustúku spænska liðsins. Þar var hún með foreldrum Jude, hinni 56 ára Denise og hinum 48 ára gamla Mark. Þá vakti athygli að Denie og Ashlyn föðmuðust innilega í fagnaðarlátunum.

Castro er frá Los Angeles og er með 170 þúsund fylgjendur á Instagram. Bellingham er hins vegar frá Birmingham og er talinn einn besti miðjumaður heims í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.