Þýskaland lagði Túnis með tólf mörkum í kvöld, lokatölur 31-19. Marko Grgić var markahæstur með 11 mörk.
Lærisveinar Alfreðs lenda því í 2. sæti milliriðils I og mæta liðinu sem vinnur milliriðil III. Verður það annað hvort Portúgal eða Spánn.
Frakkland vann Norður-Makedóníu með sjö mörkum í milliriðli II, lokatölur 32-25. Dika Mem var markahæstur hjá Frökkum með átta mörk en Frakkland hafði þegar tryggt sér sigur í milliriðlinum.
Frakkar mæta því liðinu sem lendir í 2. sæti í milliriðli Íslands. Sem stendur eiga strákarnir okkar ekki mikla möguleika en Króatía mætir Slóveníu og Egyptaland mætir Grænhöfðaeyjum.