Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 25. janúar 2025 17:25 Nýjar reglur á skíðasvæðum höfuðborgarsvæðisins, í Árbæ og Grafarvogi, hafa tekið gildi. Skiptar skoðanir eru meðal íbúa Árbæjar með breytinguna. Steinþór Carl Karlsson Reykjavíkurborg hefur tekið þá ákvörðun að banna umferð sleða á skíðasvæðum borgarinnar meðan á opnun skíðalyftanna stendur. Iðkandi til margra ára er forviða á reglunum og lýsir leiðinlegri upplifun á skíðasvæðinu í Ártúnsbrekku er honum var tjáð um breytinguna. Greint var frá nýju reglunni á Facebooksíðunni Skíðasvæðin í borginni á fimmtudag. Þar segir að undanfarin ár hafi umferð ýmiss konar sleða færst í aukana á skíðasvæðunum. Þeirri umferð hafi verið beint í jaðar brekknanna en það fyrirkomulag ekki tekist nægilega vel. „Umferð bretta, skíða og sleða á ekki samleið í skíðabrekkum. Hefur því verið ákveðið að öll umferð sleða sé óheimil á opnunartíma svæðanna,“ segir í færslunni. Utan opnunartíma sé umferð sleða heimil en brekkurnar eru opnar milli klukkan fimm og átta á virkum dögum og ellefu og fimm um helgar. Hótaði að stöðva lyftuna og hringja á lögreglu Steinþóri Carli Karlssyni, Árbæingi og iðkanda í brekkunni þar til margra ára, er verulega brugðið vegna nýju reglnanna. Hann segir frá atvikum dagsins í samtali við fréttastofu en hann mætti einu sinni sem oftar með börnunum sínum í Ártúnsbrekkuna í dag ómeðvitaður um nýju reglurnar. Starfsmaður hafi komið á eftir þeim upp í brekkuna og sagt þeim að þau mættu ekki renna sér á sleða. „Hann sagði að við þyrftum að fara hinu megin við skíðalyftuna. Af því að það væri svo mikil slysahætta og þessi svæði væru ekki tryggð. Þannig að borgin er að reyna að minnka þessa slysahættu,“ segir Steinþór. „Hann hótaði að hringja í lögregluna og hann hótaði að stoppa lyftuna. Þetta er starfsmaður sem er búinn að vinna í lyftunni í mörg.“ Hann segist ekki vita til neinna slysa í brekkunni af völdum þess að iðkendur séu ýmist að renna sér á skíðum eða sleða, í þau skipti sem hann hefur mætt í brekkuna. „Manni leið eins og maður væri ekki velkominn,“ segir Steinþór. „Þetta var ekki skemmtileg upplifun.“ Ekki skíðasvæði heldur hverfisbrekka Steinþór segist skilja reglur af þessu tagi á skíðasvæðum eins og Bláfjöllum eða Skálafelli, sem séu sérstaklega hugsuð sem skíðasvæði. „Þar er meiri hraði og meiri hlutinn fer þangað til að fara á skíði. En þetta eru hverfisbrekkurnar sem fólk sækir í, allir eru saman hvort sem Siggi kemur á skíðum eða Gunna á sleða,“ segir Steinþór. „Það er oftar sem maður fer [í Ártúnsbrekkuna] á sleða en á skíði upp í Bláfjöll.“ Steinþór segist trúa því að reglunum verði breytt aftur svo sleðaiðkendur fái líka að renna sér á opnunartíma. „Ég vil ekki trúa því að þetta þurfi að vera svona. Við búum í betra samfélagi en þessu.“ Skíðasvæði Reykjavík Börn og uppeldi Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Fleiri fréttir Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Sjá meira
Greint var frá nýju reglunni á Facebooksíðunni Skíðasvæðin í borginni á fimmtudag. Þar segir að undanfarin ár hafi umferð ýmiss konar sleða færst í aukana á skíðasvæðunum. Þeirri umferð hafi verið beint í jaðar brekknanna en það fyrirkomulag ekki tekist nægilega vel. „Umferð bretta, skíða og sleða á ekki samleið í skíðabrekkum. Hefur því verið ákveðið að öll umferð sleða sé óheimil á opnunartíma svæðanna,“ segir í færslunni. Utan opnunartíma sé umferð sleða heimil en brekkurnar eru opnar milli klukkan fimm og átta á virkum dögum og ellefu og fimm um helgar. Hótaði að stöðva lyftuna og hringja á lögreglu Steinþóri Carli Karlssyni, Árbæingi og iðkanda í brekkunni þar til margra ára, er verulega brugðið vegna nýju reglnanna. Hann segir frá atvikum dagsins í samtali við fréttastofu en hann mætti einu sinni sem oftar með börnunum sínum í Ártúnsbrekkuna í dag ómeðvitaður um nýju reglurnar. Starfsmaður hafi komið á eftir þeim upp í brekkuna og sagt þeim að þau mættu ekki renna sér á sleða. „Hann sagði að við þyrftum að fara hinu megin við skíðalyftuna. Af því að það væri svo mikil slysahætta og þessi svæði væru ekki tryggð. Þannig að borgin er að reyna að minnka þessa slysahættu,“ segir Steinþór. „Hann hótaði að hringja í lögregluna og hann hótaði að stoppa lyftuna. Þetta er starfsmaður sem er búinn að vinna í lyftunni í mörg.“ Hann segist ekki vita til neinna slysa í brekkunni af völdum þess að iðkendur séu ýmist að renna sér á skíðum eða sleða, í þau skipti sem hann hefur mætt í brekkuna. „Manni leið eins og maður væri ekki velkominn,“ segir Steinþór. „Þetta var ekki skemmtileg upplifun.“ Ekki skíðasvæði heldur hverfisbrekka Steinþór segist skilja reglur af þessu tagi á skíðasvæðum eins og Bláfjöllum eða Skálafelli, sem séu sérstaklega hugsuð sem skíðasvæði. „Þar er meiri hraði og meiri hlutinn fer þangað til að fara á skíði. En þetta eru hverfisbrekkurnar sem fólk sækir í, allir eru saman hvort sem Siggi kemur á skíðum eða Gunna á sleða,“ segir Steinþór. „Það er oftar sem maður fer [í Ártúnsbrekkuna] á sleða en á skíði upp í Bláfjöll.“ Steinþór segist trúa því að reglunum verði breytt aftur svo sleðaiðkendur fái líka að renna sér á opnunartíma. „Ég vil ekki trúa því að þetta þurfi að vera svona. Við búum í betra samfélagi en þessu.“
Skíðasvæði Reykjavík Börn og uppeldi Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Fleiri fréttir Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Sjá meira