Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Jón Þór Stefánsson skrifar 25. janúar 2025 10:43 Árásin sem málið varðar átti sér stað á skemmtistaðnum Lúx. Vísir/Vilhelm Mál þar sem litáískur maður lést eftir að hafa hlotið eitt lófahögg á skemmtistaðnum Lúx í Austurstræti í Reykjavík í júní í hitteðfyrra var óvenjulegt að mati Héraðsdóms Reykjavíkur, sem dæmdi í málinu. Greint var frá því í vikunni að íslenskur karlmaður á þrítugsaldri hefði hlotið tveggja ára fangelsisdóm, skilorðsbundinn til þriggja ára í málinu, fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða. „Málið er um margt óvenjulegt þar sem ákærði veitti brotaþola eitt lófahögg með þeim hörmulegu afleiðingum að brotaþoli lét lífið,“ segir í dómnum, sem hefur nú verið birtur á vef héraðsdómstólanna. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Þar kemur fram að sakborningurinn hafi játað sök, og þótti játning hans og önnur gögn málsins sanna að hann hefði gerst sekur um þá háttsemi sem honum var gefið að sök. Þá segir að málið hafi verið honum þungbært, en hann hafi glímt við einkenni alvarlegs kvíða, þynglyndis og áfallastreitu í kjölfarið. Dómurinn sagðist þó ekki líta fram hjá því hversu alvarlegar afleiðingar hlutust af brotinu. Ekki er talið að framkoma hins látna hafi gefið tilefni til árásarinnar. Fram kemur að samkvæmt myndefni úr öryggismyndavél hafi árásin verið fyrirvaralaus. Einnig leit dómurinn til þess að maðurinn hefði ekki haft ásetning til að vinna hinum látna slíkt tjón sem í raun varð, en afleiðingarnar urðu mun alvarlegri en höggið gaf tilefni til. Það var metið honum til gáleysis. Manninum var einnig gert að greiða móður hins látna um 2,9 milljónir í skaða- og miskabætur. Í dómnum segir að ekki þurfi að velkjast í vafa um að andleg þjáning móður sé mikil við að missa barn sitt. Látinn eftir líkamsárás á LÚX Dómsmál Reykjavík Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Greint var frá því í vikunni að íslenskur karlmaður á þrítugsaldri hefði hlotið tveggja ára fangelsisdóm, skilorðsbundinn til þriggja ára í málinu, fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða. „Málið er um margt óvenjulegt þar sem ákærði veitti brotaþola eitt lófahögg með þeim hörmulegu afleiðingum að brotaþoli lét lífið,“ segir í dómnum, sem hefur nú verið birtur á vef héraðsdómstólanna. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Þar kemur fram að sakborningurinn hafi játað sök, og þótti játning hans og önnur gögn málsins sanna að hann hefði gerst sekur um þá háttsemi sem honum var gefið að sök. Þá segir að málið hafi verið honum þungbært, en hann hafi glímt við einkenni alvarlegs kvíða, þynglyndis og áfallastreitu í kjölfarið. Dómurinn sagðist þó ekki líta fram hjá því hversu alvarlegar afleiðingar hlutust af brotinu. Ekki er talið að framkoma hins látna hafi gefið tilefni til árásarinnar. Fram kemur að samkvæmt myndefni úr öryggismyndavél hafi árásin verið fyrirvaralaus. Einnig leit dómurinn til þess að maðurinn hefði ekki haft ásetning til að vinna hinum látna slíkt tjón sem í raun varð, en afleiðingarnar urðu mun alvarlegri en höggið gaf tilefni til. Það var metið honum til gáleysis. Manninum var einnig gert að greiða móður hins látna um 2,9 milljónir í skaða- og miskabætur. Í dómnum segir að ekki þurfi að velkjast í vafa um að andleg þjáning móður sé mikil við að missa barn sitt.
Látinn eftir líkamsárás á LÚX Dómsmál Reykjavík Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira