Ef Instagram færslurnar birtast ekki er ráð að endurhlaða (e. refresh) síðunni.
Þorrablót víða um land
Landsmenn blótuðu þorran víðs vegar um land. Þar á meðal í Kópvogi, Garðabæ og Mosfellsbæ. Kópavogsbúar héldu stærsta þorrablót landsins í Kórnum á föstudagskvöldið og mættu um 2.500 manns.
Kópavogsmærin og skemmtikrafturinn Eva Ruza Miljevic lét sig ekki vanta á Kópavogsblótið og stýrðu hátíðarhöldunum ásamt Sigurði Þorra Gunnarssyni útvarpsmanni.
Brynja Dan Gunnarsdóttir, varaþingmaður Framsóknarflokksins og eigandi Extraloppunnar, skemmti sér á þorrablóti Stjörnunnar.
Bóndadagur
Samfélagsmiðlar fylltust af ást á föstudaginn þegar bóndadags færslurnar fóru á flug.
Katrín Edda Þorsteinsdóttir, verkfræðingur og áhrifavaldur, birti hjartnæma færslu um eiginmann sinn, Markus Wasserbaech í tilefni dagsins.
Tónlistarkonan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir birti fallega mynd af sér og kærasta sínum Ólafi Friðrik Ólafssyni í tilefni dagsins.

Leikkonan Aldís Amah leikkona er ánægð með sinn bónda, Kolbein Arnbjörnsson leikara.
Vetrarparadís
Snjó kyngdi niður alla helgina á höfðuðborgarsvæðinu. Fjölmargir nýttu helgina í göngutúr þar sem veðriðvar stillt og fallegt. Helgi Ómarsson var einn þeirra sem fór út að leika í snjónum.
Elísabet Gunnarsdóttir, tískudrottning og hlaðvarpsstjórnandi, fór í göngutúr um miðbæinn ásamt fjölskyldu sinni.
Camilla Rut Rúnarsdóttir klæddist pels og derhúfu í snjónum.
Athafnakonan Andrea Magnúsdóttir fór í göngutúr með hundinn.
Lilja Gísladóttir förðurnarfræðingur fékk sér drykk á Kjarval.
Magnea Björg Jónsdóttir raunveruleikastjarna var smart í snjónum.
Babyshower
Áhrifavaldurinn Sunneva Einars mætti í Baby shower hjá vinkonu sinni Birtu Líf Ólafsdóttur um helgina.
Sól og sæla erlendis
Fjöldi Íslendinga flýja vetrarkuldann á þessum tíma árs á heitari slóðir.
Brynja Bjarna og Lil Curly slökuðu á í sólinni á Tenerife í vikunni.
Fyrirsætan Birta Abiba spókaði sig um i bleiku bikiní-i erlendis.
Hlaupadrottningin Mari Jaersk nýtur sólarinnar á Tenerife með góðum vinum.
Undanfarnar vikur hefur tónlistarmaðurinn Aron Can Gultekin notið veðurblíðunnar í Taílandi með sinni heittelskuðu, Ernu Maríu Björnsdóttur, og syni þeirra.
Ungar konur í framlínu
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tilkynnti í gær á blaðamannafundi á Nasa að hún ætlaði að bjóða sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins.
Nýtt demo
Tónlistarkonan Bríet Isis segist vera spennt fyrir nýju lagi.