Leik lokið: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Hjörvar Ólafsson skrifar 24. janúar 2025 21:00 ÍR vann sinn sjöunda sigur á tímabilinu í kvöld og jafnaði Þór Þ. og fleiri lið að stigum. ÍR jafnaði Þór Þorlákshöfn að stigum með dramatískum eins stigs sigri í 15. umferð Bónus deildar karla í körfubolta í Icelandic Glacial-höllinni í Þorlákshöfn í kvöld. Lokatölur í Þorlákshöfn 94-95 eftir að Zarko Jukic blakaði boltanum ofan í fyrir ÍR með rétt rúma sekúndu eftir af leiknum. ÍR-ingar hófu leikinn af miklum krafti og voru með frumkvæðið allan fyrsta leikhlutann en staðan var 24-32 gestunum í vil að loknum fyrsta fjórðungi. Heimamenn vöknuðu hins vegar til lífsins í öðrum leikhluta en Nik Tomsick, Jordan Sample og Steeve Ho You Fat, sem gekk til liðs við Þór frá Haukum í vikunni, fóru fyrir liðinu sem komst yfir í fyrsta skipti í leiknum undir lok hálfleiksins. Ólafur Björn Gunnlaugsson, sem átti kraftmikla innkomu af varamannabekknum sá síðan til þess að Þór var með þriggja stiga forskot, 51-48, þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik. Jafnræði var með liðunum í þriðja leikhluta en Oscar Jorgensen batt fallegan endahnút á fjórðunginn þegar hann setti niður sniðskot og kem gestunum úr Breiðholti 75-76 yfir í þann mund sem flautan gall. Sama spenna hélt áfram í fjórða leikhluta en forystan sveiflaðist á milli liðanna. Það var því í takt við leikinn að úrslitin skyldu ráðast á lokaandartaki leiksins. Jukic blakaði þá boltanum ofan í þegar 1,2 sekúnda var eftir. Þórsarar héldu í lokasókn sína og létu boltann í hendurnar á Nik Tomsick eins og búist var við. Tomsick ætlaði að ráðast að körfunni en boltinn var sleginn úr höndunum á honum. Þórsarar vildu meina að um villu væri að ræða en dómarar leiksins voru ekki á sama máli og sigur ÍR-inga því staðreynd. Atvik leiksins Stjörnur og skúrkar Dómarar leiksins Dómarar leiksins, Sigmundur Már Herbertsson, Bjarki Þór Davíðsson og Daníel Steingrímsson, Stemming og umgjörð Bónus-deild karla Þór Þorlákshöfn ÍR
ÍR jafnaði Þór Þorlákshöfn að stigum með dramatískum eins stigs sigri í 15. umferð Bónus deildar karla í körfubolta í Icelandic Glacial-höllinni í Þorlákshöfn í kvöld. Lokatölur í Þorlákshöfn 94-95 eftir að Zarko Jukic blakaði boltanum ofan í fyrir ÍR með rétt rúma sekúndu eftir af leiknum. ÍR-ingar hófu leikinn af miklum krafti og voru með frumkvæðið allan fyrsta leikhlutann en staðan var 24-32 gestunum í vil að loknum fyrsta fjórðungi. Heimamenn vöknuðu hins vegar til lífsins í öðrum leikhluta en Nik Tomsick, Jordan Sample og Steeve Ho You Fat, sem gekk til liðs við Þór frá Haukum í vikunni, fóru fyrir liðinu sem komst yfir í fyrsta skipti í leiknum undir lok hálfleiksins. Ólafur Björn Gunnlaugsson, sem átti kraftmikla innkomu af varamannabekknum sá síðan til þess að Þór var með þriggja stiga forskot, 51-48, þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik. Jafnræði var með liðunum í þriðja leikhluta en Oscar Jorgensen batt fallegan endahnút á fjórðunginn þegar hann setti niður sniðskot og kem gestunum úr Breiðholti 75-76 yfir í þann mund sem flautan gall. Sama spenna hélt áfram í fjórða leikhluta en forystan sveiflaðist á milli liðanna. Það var því í takt við leikinn að úrslitin skyldu ráðast á lokaandartaki leiksins. Jukic blakaði þá boltanum ofan í þegar 1,2 sekúnda var eftir. Þórsarar héldu í lokasókn sína og létu boltann í hendurnar á Nik Tomsick eins og búist var við. Tomsick ætlaði að ráðast að körfunni en boltinn var sleginn úr höndunum á honum. Þórsarar vildu meina að um villu væri að ræða en dómarar leiksins voru ekki á sama máli og sigur ÍR-inga því staðreynd. Atvik leiksins Stjörnur og skúrkar Dómarar leiksins Dómarar leiksins, Sigmundur Már Herbertsson, Bjarki Þór Davíðsson og Daníel Steingrímsson, Stemming og umgjörð