Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Sindri Sverrisson skrifar 23. janúar 2025 09:57 Joshua Jefferson er að komast aftur á ferðina eftir erfið meiðsli. Vísir / Hulda Margrét Í nýjasta þætti GAZins rýna þeir Pavel Ermoliskij og Helgi Magnússon í nýjustu viðbótina við leikmannahóp Íslandsmeistara Vals en öllum að óvörum spilaði bandaríski leikmaðurinn Joshua Jefferson í leik liðsins í 8-liða úrslitum VÍS bikarsins gegn Sindra. Joshua spilaði með liðinu á síðasta tímabili en varð fyrir því óláni að slíta fremra krossband í leik með liðinu í febrúar fyrir tæpu ári síðan. Nú er hann allt í einu mættur aftur í Valsliðið. Joshua lék 14 mínútur í bikarleiknum á Höfn á mánudag en Valsmenn eru auðvitað fyrir með annan Bandaríkjamann, Sherif Kenney, sem spilaði 28 mínútur. Reglur KKÍ leyfa aðeins einn bandarískan leikmann á vellinum hverju sinni og miðað við þennan mínútufjölda, sem skráður er í skýrslu á vef KKÍ, gengur það ekki alveg upp en ætla má að sú skráning sé ekki alveg rétt. „Ég myndi halda að þeir (Valsmenn) vilji skipta um amerískan leikmann eða vilji að minnsta kosti skoða Joshua. Þeir þekkja til hans, hafa góða reynslu af honum og vita hvað hann getur,” sagði Helgi í GAZinu en hægt er að hlusta á þáttinn á hlaðvarpsveitum. „Hann er að koma aftur úr meiðslum þannig ég ætla að ímynda mér að þeir séu að skoða hann, sjá hvernig hann er og hvernig hann lítur út. Þeir láta eflaust sjúkraþjálfara og eitthvað teymi skoða standið á honum. Ef þeim líst á þetta þá myndi ég giska á að hann verði ameríski leikmaður þeirra í vetur,“ sagði Helgi. Báðir voru þeir Pavel sammála um að þeim þætti ólíklegt að Valur ætlaði sér að vera með tvo bandaríska leikmenn. „Hafandi gengið í gegnum slíkt sjálfur þá held ég að það sé ekki málið,“ sagði Pavel og hélt áfram: „Þetta er skrýtin staða. Það er ekki verið að taka ákvörðun hér, það er verið að þreifa á einhverju. Það er verið að skoða einhverja hluti þegar það eru átta umferðir eftir af tímabilinu.“ „Hvað ætlar þú að segja við hann ef þetta gengur ekki upp með Joshua? Við vorum bara að grínast, meintum ekkert með þessu. Þú ert okkar maður.“ Í þættinum rýna þeir félagar í 8-liða úrslit VÍS bikarsins sem lauk á mánudaginn ásamt komandi 15. umferð Bónus-deildarinnar sem hefst í kvöld. Bónus-deild karla VÍS-bikarinn Valur Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir KR - Grindavík 93-69 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Leik lokið: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Sjá meira
Joshua spilaði með liðinu á síðasta tímabili en varð fyrir því óláni að slíta fremra krossband í leik með liðinu í febrúar fyrir tæpu ári síðan. Nú er hann allt í einu mættur aftur í Valsliðið. Joshua lék 14 mínútur í bikarleiknum á Höfn á mánudag en Valsmenn eru auðvitað fyrir með annan Bandaríkjamann, Sherif Kenney, sem spilaði 28 mínútur. Reglur KKÍ leyfa aðeins einn bandarískan leikmann á vellinum hverju sinni og miðað við þennan mínútufjölda, sem skráður er í skýrslu á vef KKÍ, gengur það ekki alveg upp en ætla má að sú skráning sé ekki alveg rétt. „Ég myndi halda að þeir (Valsmenn) vilji skipta um amerískan leikmann eða vilji að minnsta kosti skoða Joshua. Þeir þekkja til hans, hafa góða reynslu af honum og vita hvað hann getur,” sagði Helgi í GAZinu en hægt er að hlusta á þáttinn á hlaðvarpsveitum. „Hann er að koma aftur úr meiðslum þannig ég ætla að ímynda mér að þeir séu að skoða hann, sjá hvernig hann er og hvernig hann lítur út. Þeir láta eflaust sjúkraþjálfara og eitthvað teymi skoða standið á honum. Ef þeim líst á þetta þá myndi ég giska á að hann verði ameríski leikmaður þeirra í vetur,“ sagði Helgi. Báðir voru þeir Pavel sammála um að þeim þætti ólíklegt að Valur ætlaði sér að vera með tvo bandaríska leikmenn. „Hafandi gengið í gegnum slíkt sjálfur þá held ég að það sé ekki málið,“ sagði Pavel og hélt áfram: „Þetta er skrýtin staða. Það er ekki verið að taka ákvörðun hér, það er verið að þreifa á einhverju. Það er verið að skoða einhverja hluti þegar það eru átta umferðir eftir af tímabilinu.“ „Hvað ætlar þú að segja við hann ef þetta gengur ekki upp með Joshua? Við vorum bara að grínast, meintum ekkert með þessu. Þú ert okkar maður.“ Í þættinum rýna þeir félagar í 8-liða úrslit VÍS bikarsins sem lauk á mánudaginn ásamt komandi 15. umferð Bónus-deildarinnar sem hefst í kvöld.
Bónus-deild karla VÍS-bikarinn Valur Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir KR - Grindavík 93-69 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Leik lokið: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Sjá meira