Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar 24. janúar 2025 09:01 Íþróttahreyfingin á sér djúpar rætur í íslensku samfélagi og gegnir mikilvægu hlutverki í lífi fólks á öllum aldri. Hún er samofin skólastarfi og almennri tómstundaiðkun og spannar fjölbreytt svið, hvort sem markmiðið er keppni, félagslegt samneyti eða afþreying. Íþróttir veita börnum, ungmennum og fullorðnum vettvang til að efla líkamlega og andlega vellíðan, styrkja félagsleg tengsl og skapa sameiginlegar minningar. Rekstur íþróttahreyfingarinnar: Almannaheill og sjálfboðastarf Íþróttahreyfingin á Íslandi er almennt rekin án þess að hagnaðarsjónarmið séu höfð að leiðarljósi. Flest íþróttafélög landsins uppfylla skilyrði til að flokkast sem félög til almannaheilla, þar sem áherslan er á samfélagslegt framlag frekar en fjárhagslegan ávinning. Rekstur félaganna byggir að stórum hluta á eljusemi sjálfboðaliða og stuðningi bakhjarla, enda er fjárhagsleg sjálfbærni íþróttafélaga undantekning fremur en regla. Sjálfboðaliðar gegna lykilhlutverki í þessu samhengi. Þeir sinna fjölbreyttum verkefnum, allt frá sölu á fjáröflunarvörum til stjórnarstarfa í félögunum. Slík störf eru í flestum tilvikum unnin án endurgjalds, sem undirstrikar mikilvægi sjálfboðastarfsins fyrir starfsemi íþróttafélaga og hreyfingarinnar í heild sinni. Ábyrgð og áskoranir í skattamálum Skattalegt regluverk í tengslum við íþróttafélög hefur verið til umfjöllunar á síðustu mánuðum. Í leiðbeiningum Skattsins sem upphaflega voru birtar árið 2004 en uppfærðar í febrúar 2024 er áréttað að forsvarsmenn íþróttafélaga beri ábyrgð á staðgreiðslu skatta og tryggingagjalds. Ef brotið er gegn þessum skyldum, geta íþróttafélög og forsvarsmenn þeirra sætt refsiábyrgð. Í leiðbeiningunum er lögð áhersla á að íþróttamenn og þjálfarar, sem fá greiðslur frá íþróttafélögum, séu skilgreindir sem launþegar fremur en verktakar. Þetta atriði hefur vakið talsverða athygli innan íþróttahreyfingarinnar, enda hefur verið staðfest misbrestur á skilum staðgreiðslu og tryggingagjalda í nokkrum félögum. Í kjölfarið hefur ríkisskattstjóri tilkynnt um fyrirætlanir sínar að fylgjast reglubundið með þessum málum á næstu árum. Fræðilega séð eru skilin milli launþegasambands og verktakasambands skýr og sjónarmið Skattsins í þessum efnum almennt óumdeild. Raunveruleikin er þó marbreytilegur og ekki ljóst að almenningur átti sig á þessum eðlismun. Þó blasir við að leiðrétting á þessum misbresti mun kalla á aukinn fjárstuðning hins opinbera eða skattalegar ívilnanir til íþróttahreyfingarinnar, þar sem umtalsverður kostnaðarauki mun lenda á íþróttafélögunum við breytingarnar. Eitt af umdeildustu atriðum í erindi Skattsins er möguleg refsiábyrgð þeirra sjálfboðaliða sem sitja í stjórnum íþróttafélaga, komi til brota á skattalögum. Gildandi skattalöggjöf kveður á um að sjálfboðaliði sem hefur engan fjárhagslegan ávinning af starfi sínu, geti borið refsiábyrgð sé misbrestur við framkvæmd upplýsinga- og greiðsluskyldu til skattyfirvalda. Þó er hægt að fagna því að Skatturinn leggi áherslu á skýra framkvæmd, en ábendingin um refsiábyrgð gæti að sama skapi talist ónærgætin, í ljósi þess mikilvæga hlutverks sem sjálfboðaliðar gegna í rekstri íþróttafélaga. Ábendingin hefur valdið óróleika innan íþróttahreyfingarinnar. Sambönd innan hreyfingarinnar hafa haldið fundi til að ræða áhrif og afleiðingar þess að sjálfboðaliðar gætu sætt refsingu fyrir misbresti íþróttafélaga á skattskilum. Þetta vekur áleitnar spurningar um framtíðina: Hver mun vilja taka að sér endurgjaldslaust stjórnunarhlutverk í íþróttafélögum, ef refsiábyrgð er veruleiki? Framtíð íþróttahreyfingarinnar í ljósi aukins eftirlits Íþróttahreyfingin stendur á tímamótum þar sem aukið eftirlit og skýrari reglur um skattamál kalla á breytingar í starfseminni. Þótt mikilvægi skýrs og sanngjarns regluverks sé óumdeilt, er nauðsynlegt að tryggja að þær skyldur sem yfirvöld leggja á herðar forsvarsmanna skerði ekki hvata til þátttöku sjálfboðaliða, sem eru burðarás hreyfingarinnar. Jafnframt má velta því upp hvort áherslan eigi frekar að vera á að skapa hvata og stuðning fyrir íþróttastarfsemi, frekar en að leggja áherslu á refsiaðgerðir. Fyrirmyndir má sækja til ýmissa ríkja innan Evrópusambandsins, þar sem skattalegir hvatar og beinn fjárhagslegur stuðningur styðja við íþróttahreyfingar. Slíkar aðgerðir gætu einnig eflt íþróttastarf á Íslandi og létt af fjárhagslegri byrði íþróttafélaga, sem nú standa frammi fyrir miklum áskorunum. Ef áherslan verður of þung á eftirlit, refsiábyrgð og lagalegar skyldur, gæti það grafið undan grundvelli hreyfingarinnar og skapað óvissu um framtíð hennar. Íþróttahreyfingin, sem hefur verið ein af grunnstoðum íslensks samfélags, þarf stuðning og hvata fremur en hindranir, svo hún geti áfram þrifist og blómstrað til hagsbóta fyrir alla þjóðina. Á Skattafróðleik KPMG, sem fram fer 30. janúar næstkomandi, verður ítarlega fjallað um skattaleg mál sem tengjast íþróttahreyfingunni. Á viðburðinum verður meðal annars varpað ljósi á skattaleg málefni sem hafa áhrif á rekstur íþróttafélaga, þar á meðal skilgreiningu launþega og verktaka, framtal auglýsingatekna og mögulegar afleiðingar skattalegra brota. Skattafróðleikur KPMG mun því veita forsvarsmönnum íþróttafélaga og öðrum hagsmunaaðilum tækifæri til að dýpka skilning sinn á þessu mikilvæga málefni. Höfundur er lögmaður og eigandi hjá KPMG Law. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skattar og tollar Félagasamtök Mest lesið Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Katrín eða Bjarni Svandís Svavarsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Íþróttahreyfingin á sér djúpar rætur í íslensku samfélagi og gegnir mikilvægu hlutverki í lífi fólks á öllum aldri. Hún er samofin skólastarfi og almennri tómstundaiðkun og spannar fjölbreytt svið, hvort sem markmiðið er keppni, félagslegt samneyti eða afþreying. Íþróttir veita börnum, ungmennum og fullorðnum vettvang til að efla líkamlega og andlega vellíðan, styrkja félagsleg tengsl og skapa sameiginlegar minningar. Rekstur íþróttahreyfingarinnar: Almannaheill og sjálfboðastarf Íþróttahreyfingin á Íslandi er almennt rekin án þess að hagnaðarsjónarmið séu höfð að leiðarljósi. Flest íþróttafélög landsins uppfylla skilyrði til að flokkast sem félög til almannaheilla, þar sem áherslan er á samfélagslegt framlag frekar en fjárhagslegan ávinning. Rekstur félaganna byggir að stórum hluta á eljusemi sjálfboðaliða og stuðningi bakhjarla, enda er fjárhagsleg sjálfbærni íþróttafélaga undantekning fremur en regla. Sjálfboðaliðar gegna lykilhlutverki í þessu samhengi. Þeir sinna fjölbreyttum verkefnum, allt frá sölu á fjáröflunarvörum til stjórnarstarfa í félögunum. Slík störf eru í flestum tilvikum unnin án endurgjalds, sem undirstrikar mikilvægi sjálfboðastarfsins fyrir starfsemi íþróttafélaga og hreyfingarinnar í heild sinni. Ábyrgð og áskoranir í skattamálum Skattalegt regluverk í tengslum við íþróttafélög hefur verið til umfjöllunar á síðustu mánuðum. Í leiðbeiningum Skattsins sem upphaflega voru birtar árið 2004 en uppfærðar í febrúar 2024 er áréttað að forsvarsmenn íþróttafélaga beri ábyrgð á staðgreiðslu skatta og tryggingagjalds. Ef brotið er gegn þessum skyldum, geta íþróttafélög og forsvarsmenn þeirra sætt refsiábyrgð. Í leiðbeiningunum er lögð áhersla á að íþróttamenn og þjálfarar, sem fá greiðslur frá íþróttafélögum, séu skilgreindir sem launþegar fremur en verktakar. Þetta atriði hefur vakið talsverða athygli innan íþróttahreyfingarinnar, enda hefur verið staðfest misbrestur á skilum staðgreiðslu og tryggingagjalda í nokkrum félögum. Í kjölfarið hefur ríkisskattstjóri tilkynnt um fyrirætlanir sínar að fylgjast reglubundið með þessum málum á næstu árum. Fræðilega séð eru skilin milli launþegasambands og verktakasambands skýr og sjónarmið Skattsins í þessum efnum almennt óumdeild. Raunveruleikin er þó marbreytilegur og ekki ljóst að almenningur átti sig á þessum eðlismun. Þó blasir við að leiðrétting á þessum misbresti mun kalla á aukinn fjárstuðning hins opinbera eða skattalegar ívilnanir til íþróttahreyfingarinnar, þar sem umtalsverður kostnaðarauki mun lenda á íþróttafélögunum við breytingarnar. Eitt af umdeildustu atriðum í erindi Skattsins er möguleg refsiábyrgð þeirra sjálfboðaliða sem sitja í stjórnum íþróttafélaga, komi til brota á skattalögum. Gildandi skattalöggjöf kveður á um að sjálfboðaliði sem hefur engan fjárhagslegan ávinning af starfi sínu, geti borið refsiábyrgð sé misbrestur við framkvæmd upplýsinga- og greiðsluskyldu til skattyfirvalda. Þó er hægt að fagna því að Skatturinn leggi áherslu á skýra framkvæmd, en ábendingin um refsiábyrgð gæti að sama skapi talist ónærgætin, í ljósi þess mikilvæga hlutverks sem sjálfboðaliðar gegna í rekstri íþróttafélaga. Ábendingin hefur valdið óróleika innan íþróttahreyfingarinnar. Sambönd innan hreyfingarinnar hafa haldið fundi til að ræða áhrif og afleiðingar þess að sjálfboðaliðar gætu sætt refsingu fyrir misbresti íþróttafélaga á skattskilum. Þetta vekur áleitnar spurningar um framtíðina: Hver mun vilja taka að sér endurgjaldslaust stjórnunarhlutverk í íþróttafélögum, ef refsiábyrgð er veruleiki? Framtíð íþróttahreyfingarinnar í ljósi aukins eftirlits Íþróttahreyfingin stendur á tímamótum þar sem aukið eftirlit og skýrari reglur um skattamál kalla á breytingar í starfseminni. Þótt mikilvægi skýrs og sanngjarns regluverks sé óumdeilt, er nauðsynlegt að tryggja að þær skyldur sem yfirvöld leggja á herðar forsvarsmanna skerði ekki hvata til þátttöku sjálfboðaliða, sem eru burðarás hreyfingarinnar. Jafnframt má velta því upp hvort áherslan eigi frekar að vera á að skapa hvata og stuðning fyrir íþróttastarfsemi, frekar en að leggja áherslu á refsiaðgerðir. Fyrirmyndir má sækja til ýmissa ríkja innan Evrópusambandsins, þar sem skattalegir hvatar og beinn fjárhagslegur stuðningur styðja við íþróttahreyfingar. Slíkar aðgerðir gætu einnig eflt íþróttastarf á Íslandi og létt af fjárhagslegri byrði íþróttafélaga, sem nú standa frammi fyrir miklum áskorunum. Ef áherslan verður of þung á eftirlit, refsiábyrgð og lagalegar skyldur, gæti það grafið undan grundvelli hreyfingarinnar og skapað óvissu um framtíð hennar. Íþróttahreyfingin, sem hefur verið ein af grunnstoðum íslensks samfélags, þarf stuðning og hvata fremur en hindranir, svo hún geti áfram þrifist og blómstrað til hagsbóta fyrir alla þjóðina. Á Skattafróðleik KPMG, sem fram fer 30. janúar næstkomandi, verður ítarlega fjallað um skattaleg mál sem tengjast íþróttahreyfingunni. Á viðburðinum verður meðal annars varpað ljósi á skattaleg málefni sem hafa áhrif á rekstur íþróttafélaga, þar á meðal skilgreiningu launþega og verktaka, framtal auglýsingatekna og mögulegar afleiðingar skattalegra brota. Skattafróðleikur KPMG mun því veita forsvarsmönnum íþróttafélaga og öðrum hagsmunaaðilum tækifæri til að dýpka skilning sinn á þessu mikilvæga málefni. Höfundur er lögmaður og eigandi hjá KPMG Law.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar