Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Árni Sæberg skrifar 23. janúar 2025 15:51 Talsvert magn af hvítu dufti fannst í íbúð mannanna. Þessi mynd er úr safni. Vísir/Vilhelm Tveir karlmenn hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna gruns um stórfellt fíkniefnalagabrot. Lögregla hafði fylgst með öðrum þeirra um nokkurt skeið áður en hún fann tæp sjö kíló af amfetamíni og tæpt kíló af kókaíni í íbúð sem mennirnir höfðu til umráða. Þetta kemur fram í úrskurðum Landsréttar í málum mannanna, sem kveðnir voru upp þann 13. janúar síðastliðinn. Niðurstaða Landsréttar var að staðfesta úrskurði héraðsdóms um að mennirnir skuli sæta gæsluvarðhaldi til hádegis þann 4. febrúar. Í staðfestum úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur segir að Héraðssaksóknari hafi haft annan manninn undir grun um fíkniefnamisferli um nokkurt skeið. Í því skyni hafi lögregla haft eftirlit með ferðum hans í kjölfar komu hans hingað til lands þann 9. nóvember síðastliðinn. Meðal þess sem lögregla hafi orðið vitni að við eftirlit sitt hafi verið að þann 13. nóvember síðastliðinn hafi maðurinn komið úr lyftu íbúðarhúsnæðisins að þar sem hann hefði haldið til í íbúð frá því að hann kom hingað til lands. Hann hafi verið í för með öðrum karlmanni, hinum sem úrskurðaður í gæsluvarðhald. Þeir hafi farið sem leið lá að verslun, þar sem þeir hafi keypt matvörur og í aðra verslun, þar sem þeir hafi keypt meðal annars svokallaða nitril plasthanska, sem oft séu notaðir við meðhöndlun ávana-og fíkniefna. Ætluðu að koma fyrir búnaði en fundu fíkniefni Á sama tíma og mennirnir yfirgáfu íbúðina hafi lögreglumenn farið inn í íbúðina, í þeim tilgangi að koma þar fyrir eftirlitsbúnaði, sem lögregla hefði áður aflað heimildar til hjá héraðsdómi til að koma fyrir í íbúðinni og við hana. „Er lögregla kom inn í íbúðina blasti við talsvert magn af hvítum efnum í duftformi.“ Efnin hafi verið í tveimur hvítum bölum, sem lögregla hafði séð annan manninn kaupa daginn áður, og á víð og dreif um íbúðina. Tæpar þrjár milljónir króna í náttborðsskúffu Mennirnir tveir hafi verið handteknir þegar þeir höfðu lokið verslunarleiðangrinum og gengið inn í íbúðina, þar sem lögreglumenn hafi beðið þeirra. Rannsókn tæknideildar lögreglu hafi leitt í ljós að samtals hafi verið um að ræða 6.593 grömm af ætluðu amfetamíni og 884,4 grömm af ætluðu kókaíni. Við leit í íbúðinni hafi lögregla einnig fundið samtals 2,55 milljónir króna í reiðufé í náttborðsskúffu í svefnherbergi íbúðarinnar. Enn fremur hafi lögregla fundið stílabók í náttborðsskúffunni sem búið hafi verið að skrifa í ýmislegt sem lögregla telji tengjast aðkomu mannanna að málinu. Lögregla hafi einnig hald á farsíma í eigu mannanna og aðra muni sem taldir séu tengjast ætluðum brotum þeirra. Sagðist vera vinamargur hér á landi Í úrskurði yfir manninum sem lögregla hafði fylgst með segir að hann hafi krafist þess að kröfu Héraðssaksóknara um gæsluvarðhald yrði hafnað en til vara að hann yrði úrskurðaður í farbann í stað gæsluvarðhalds. Hann hafi vísað til þess að hann væri í töluverðum tengslum við landið, væri vinamargur hér á landi og hafi dvalið hér löngum stundum. Þá hafi hann vísað til þess að magn og styrkleiki efnanna sem fundust hafi ekki verið svo mikill að telja mætti brot hans stórfellt fíknefnalagabrot. Hinn maðurinn hafi gert sömu kröfur og vísað til þess að engin gögn tengdu hann við fíkniefni en hann hefði komið til Íslands til þess að hitta vin sinn. Enginn rökstuddur grunur væri fyrir hendi, hvað þá sterkur grunur. Framburður hans hefði verið stöðugur og hann ávallt neitað sök. Um væri að ræða fremur lítið magn fíkniefna. Þá væri engin flóttahætta af honum og ef hann færi til Póllands væri auðsótt að sækja hann aftur Hvergi í úrskurði yfir hinum manninum er minnst á upprunaland. Í niðurstöðukafla beggja úrskurða segir að rökstuddur grunur sé um að mennirnir hafi framið brot sem fangelsisrefsing liggi við og að hætta væri á að þeir myndu reyna að komast af landi brott væru þeir ekki úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Fíkniefnabrot Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Rigning í kortunum Veður Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Innlent Fleiri fréttir Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Sjá meira
Þetta kemur fram í úrskurðum Landsréttar í málum mannanna, sem kveðnir voru upp þann 13. janúar síðastliðinn. Niðurstaða Landsréttar var að staðfesta úrskurði héraðsdóms um að mennirnir skuli sæta gæsluvarðhaldi til hádegis þann 4. febrúar. Í staðfestum úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur segir að Héraðssaksóknari hafi haft annan manninn undir grun um fíkniefnamisferli um nokkurt skeið. Í því skyni hafi lögregla haft eftirlit með ferðum hans í kjölfar komu hans hingað til lands þann 9. nóvember síðastliðinn. Meðal þess sem lögregla hafi orðið vitni að við eftirlit sitt hafi verið að þann 13. nóvember síðastliðinn hafi maðurinn komið úr lyftu íbúðarhúsnæðisins að þar sem hann hefði haldið til í íbúð frá því að hann kom hingað til lands. Hann hafi verið í för með öðrum karlmanni, hinum sem úrskurðaður í gæsluvarðhald. Þeir hafi farið sem leið lá að verslun, þar sem þeir hafi keypt matvörur og í aðra verslun, þar sem þeir hafi keypt meðal annars svokallaða nitril plasthanska, sem oft séu notaðir við meðhöndlun ávana-og fíkniefna. Ætluðu að koma fyrir búnaði en fundu fíkniefni Á sama tíma og mennirnir yfirgáfu íbúðina hafi lögreglumenn farið inn í íbúðina, í þeim tilgangi að koma þar fyrir eftirlitsbúnaði, sem lögregla hefði áður aflað heimildar til hjá héraðsdómi til að koma fyrir í íbúðinni og við hana. „Er lögregla kom inn í íbúðina blasti við talsvert magn af hvítum efnum í duftformi.“ Efnin hafi verið í tveimur hvítum bölum, sem lögregla hafði séð annan manninn kaupa daginn áður, og á víð og dreif um íbúðina. Tæpar þrjár milljónir króna í náttborðsskúffu Mennirnir tveir hafi verið handteknir þegar þeir höfðu lokið verslunarleiðangrinum og gengið inn í íbúðina, þar sem lögreglumenn hafi beðið þeirra. Rannsókn tæknideildar lögreglu hafi leitt í ljós að samtals hafi verið um að ræða 6.593 grömm af ætluðu amfetamíni og 884,4 grömm af ætluðu kókaíni. Við leit í íbúðinni hafi lögregla einnig fundið samtals 2,55 milljónir króna í reiðufé í náttborðsskúffu í svefnherbergi íbúðarinnar. Enn fremur hafi lögregla fundið stílabók í náttborðsskúffunni sem búið hafi verið að skrifa í ýmislegt sem lögregla telji tengjast aðkomu mannanna að málinu. Lögregla hafi einnig hald á farsíma í eigu mannanna og aðra muni sem taldir séu tengjast ætluðum brotum þeirra. Sagðist vera vinamargur hér á landi Í úrskurði yfir manninum sem lögregla hafði fylgst með segir að hann hafi krafist þess að kröfu Héraðssaksóknara um gæsluvarðhald yrði hafnað en til vara að hann yrði úrskurðaður í farbann í stað gæsluvarðhalds. Hann hafi vísað til þess að hann væri í töluverðum tengslum við landið, væri vinamargur hér á landi og hafi dvalið hér löngum stundum. Þá hafi hann vísað til þess að magn og styrkleiki efnanna sem fundust hafi ekki verið svo mikill að telja mætti brot hans stórfellt fíknefnalagabrot. Hinn maðurinn hafi gert sömu kröfur og vísað til þess að engin gögn tengdu hann við fíkniefni en hann hefði komið til Íslands til þess að hitta vin sinn. Enginn rökstuddur grunur væri fyrir hendi, hvað þá sterkur grunur. Framburður hans hefði verið stöðugur og hann ávallt neitað sök. Um væri að ræða fremur lítið magn fíkniefna. Þá væri engin flóttahætta af honum og ef hann færi til Póllands væri auðsótt að sækja hann aftur Hvergi í úrskurði yfir hinum manninum er minnst á upprunaland. Í niðurstöðukafla beggja úrskurða segir að rökstuddur grunur sé um að mennirnir hafi framið brot sem fangelsisrefsing liggi við og að hætta væri á að þeir myndu reyna að komast af landi brott væru þeir ekki úrskurðaðir í gæsluvarðhald.
Fíkniefnabrot Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Rigning í kortunum Veður Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Innlent Fleiri fréttir Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Sjá meira