Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Árni Sæberg skrifar 23. janúar 2025 11:20 Strætisvagnar munu stoppa á Kringlumýrarbraut eftir breytingarnar. Vísir/Vilhelm Uppbygging forgangsakreinar fyrir strætisvagna á Kringlumýrarbraut er í undirbúningi á um fimm hundruð metra kafla á milli Háaleitisbrautar og Miklubrautar. Umferð fjölskyldubílsins þarf ekki að víkja fyrir akreininni heldur verður miðeyja minnkuð. Í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar segir að kaflinn sem um ræðir sé vestanmegin á götunni, með akstursstefnu í suður. Einnig sé gert ráð fyrir nýjum strætóstöðvum nálægt gatnamótunum við Háaleitisbraut. Vegagerðin, Betri samgöngur, Reykjavíkurborg og Strætó vinni saman að þessu verkefni. Forhönnun hafi verið kynnt í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar í gærmorgun og samþykkt hafi verið að halda áfram undirbúningi við verkið. Sparar fimm mínútur Markmiðið með uppbyggingu forgangsakreinar á Kringlumýrarbraut sé að stytta ferðatíma um allt að fjórar til fimm mínútur fyrir strætófarþega, sem eru til dæmis á leið frá Borgartúni. Með nýrri forgangsakrein komist Strætó greiðar leiðar sinnar óháð annarri umferð og leiðin sé beinni. Framkvæmdirnar hafi ekki áhrif á akreinar fyrir almenna bílaumferð heldur verði miðeyja minnkuð. Hér má sjá kaflann sem um ræðir.Reykjavíkurborg Eins og staðan er fari Strætó ekki þarna um núna af því að umferðin sé of hæg á annatímum og engar biðstöðvar Strætó séu á þessum slóðum. Í dag aki strætisvagnar upp Miklubraut, fram hjá Kringlu og svo vestur eftir Háaleitisbraut og beygi síðan norður Kringlumýrarbraut. Boðið út fyrir vorið Loks segir í tilkynningu að unnið hafi verið að greiningu á umferðarástandi, veitulögnum og samspili við aðrar framkvæmdir á þessum vegkafla. Vinna við verkhönnun og útboðsgögn sé framundan en vonast sé til að hægt verði að bjóða út fyrsta hluta framkvæmda út fyrir vorið og hefja svo framkvæmdir á strætórein í suðurátt í framhaldinu. Strætó Samgöngur Umferð Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Sjá meira
Í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar segir að kaflinn sem um ræðir sé vestanmegin á götunni, með akstursstefnu í suður. Einnig sé gert ráð fyrir nýjum strætóstöðvum nálægt gatnamótunum við Háaleitisbraut. Vegagerðin, Betri samgöngur, Reykjavíkurborg og Strætó vinni saman að þessu verkefni. Forhönnun hafi verið kynnt í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar í gærmorgun og samþykkt hafi verið að halda áfram undirbúningi við verkið. Sparar fimm mínútur Markmiðið með uppbyggingu forgangsakreinar á Kringlumýrarbraut sé að stytta ferðatíma um allt að fjórar til fimm mínútur fyrir strætófarþega, sem eru til dæmis á leið frá Borgartúni. Með nýrri forgangsakrein komist Strætó greiðar leiðar sinnar óháð annarri umferð og leiðin sé beinni. Framkvæmdirnar hafi ekki áhrif á akreinar fyrir almenna bílaumferð heldur verði miðeyja minnkuð. Hér má sjá kaflann sem um ræðir.Reykjavíkurborg Eins og staðan er fari Strætó ekki þarna um núna af því að umferðin sé of hæg á annatímum og engar biðstöðvar Strætó séu á þessum slóðum. Í dag aki strætisvagnar upp Miklubraut, fram hjá Kringlu og svo vestur eftir Háaleitisbraut og beygi síðan norður Kringlumýrarbraut. Boðið út fyrir vorið Loks segir í tilkynningu að unnið hafi verið að greiningu á umferðarástandi, veitulögnum og samspili við aðrar framkvæmdir á þessum vegkafla. Vinna við verkhönnun og útboðsgögn sé framundan en vonast sé til að hægt verði að bjóða út fyrsta hluta framkvæmda út fyrir vorið og hefja svo framkvæmdir á strætórein í suðurátt í framhaldinu.
Strætó Samgöngur Umferð Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Sjá meira