76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Atli Ísleifsson skrifar 22. janúar 2025 07:55 Eldurinn kom upp um klukkan hálf þrjú að staðartíma, aðfararnótt gærdagsins. AP Tala látinna eftir brunann á skíðahótelinu í Tyrklandi aðfararnótt gærdagsins hefur hækkað og eru nú 76 taldir hafa látist og eru um fímmtíu slasaðir. Tyrklandsforseti hefur lýst yfir þjóðarsorg vegna málsins. Eldsvoðinn kom upp á veitingastað hins tólf hæða hotels Grand Kartal í skíðabænum Kartalkaya í norðvesturhluta Tyrklands skömmu fyrir hálf fjögur aðfararnótt þriðjudagsins. „Sársauki okkar er mikill,“ sagði innanríkisráðherrann Ali Yerikaya við fréttamenn á vettvangi. Ráðherrann segir að búið sé að bera kennsl á 52 hinna látnu og er unnið að því að bera kennsl fleiri. Gestir á hótelinu voru 238 talsins þegar eldurinn kom upp og var það nærri fullbókað, en 161 herbergi er á hótelinu. Vetrarfrí er nú í skólum í Tyrklandi og leggja þá margir leið sína í skíðaferðir. Tyrkneskir fjölmiðlar segja að margir gestanna hafi látist eftir að hafa stokkið út um glugga á brennandi húsinu á meðan aðrir hafi notast við lök og lín til að klifra niður. AP Á myndum mátti sjá mikinn eld og reyk leggja frá efstu hæðum hússins en eldurinn læstist í viðarklæðningu sem er talin hafa flýtt fyrir útbreiðslu eldsins. Dómsmálaráðherrann Yilmaz Tunc segir að sex saksóknurum hafi verið falið að rannsaka málið og upptök eldsins. Níu manns hafa þegar verið handteknir vegna málsins. Ráðherra ferðamála, Nuri Ersoy, segir að tveir brunaútgangar hafi verið á hótelinu sem hafi staðist brunavarnarúttekt á síðasta ári. Einhverjir gestir á hótelinu, sem komust lífs af, segja að þeir hafi ekki orðið varir við að brunabjöllur hafi ekki farið í gang eftir að eldurinn kom upp. AP Tyrkland Tengdar fréttir 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Að minnsta kosti 66 eru látnir og á sjötta tug slasaðir eftir að eldur kom upp á skíðahóteli í tyrkneska bænum Kartalkaya í norðvesturhluta landsins í nótt. 21. janúar 2025 07:41 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fleiri fréttir Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Sjá meira
Eldsvoðinn kom upp á veitingastað hins tólf hæða hotels Grand Kartal í skíðabænum Kartalkaya í norðvesturhluta Tyrklands skömmu fyrir hálf fjögur aðfararnótt þriðjudagsins. „Sársauki okkar er mikill,“ sagði innanríkisráðherrann Ali Yerikaya við fréttamenn á vettvangi. Ráðherrann segir að búið sé að bera kennsl á 52 hinna látnu og er unnið að því að bera kennsl fleiri. Gestir á hótelinu voru 238 talsins þegar eldurinn kom upp og var það nærri fullbókað, en 161 herbergi er á hótelinu. Vetrarfrí er nú í skólum í Tyrklandi og leggja þá margir leið sína í skíðaferðir. Tyrkneskir fjölmiðlar segja að margir gestanna hafi látist eftir að hafa stokkið út um glugga á brennandi húsinu á meðan aðrir hafi notast við lök og lín til að klifra niður. AP Á myndum mátti sjá mikinn eld og reyk leggja frá efstu hæðum hússins en eldurinn læstist í viðarklæðningu sem er talin hafa flýtt fyrir útbreiðslu eldsins. Dómsmálaráðherrann Yilmaz Tunc segir að sex saksóknurum hafi verið falið að rannsaka málið og upptök eldsins. Níu manns hafa þegar verið handteknir vegna málsins. Ráðherra ferðamála, Nuri Ersoy, segir að tveir brunaútgangar hafi verið á hótelinu sem hafi staðist brunavarnarúttekt á síðasta ári. Einhverjir gestir á hótelinu, sem komust lífs af, segja að þeir hafi ekki orðið varir við að brunabjöllur hafi ekki farið í gang eftir að eldurinn kom upp. AP
Tyrkland Tengdar fréttir 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Að minnsta kosti 66 eru látnir og á sjötta tug slasaðir eftir að eldur kom upp á skíðahóteli í tyrkneska bænum Kartalkaya í norðvesturhluta landsins í nótt. 21. janúar 2025 07:41 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fleiri fréttir Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Sjá meira
66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Að minnsta kosti 66 eru látnir og á sjötta tug slasaðir eftir að eldur kom upp á skíðahóteli í tyrkneska bænum Kartalkaya í norðvesturhluta landsins í nótt. 21. janúar 2025 07:41