Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. janúar 2025 07:47 Gagnrýnendur DEI vilja að aðeins sé horft til getu starfsmanna en ekki annarra þátta, til að mynda kyns eða kynþáttar. Getty Ný stjórnvöld vestanhafs hafa fyrirskipað öllum yfirmönnum ráðuneyta og stofnana að setja alla starfsmenn sem hafa starfað að málum er varða fjölbreytni, jafnrétti, inngildingu og aðgengi (DEI eða DEIA) í leyfi, fyrir lok dagsins í dag. Segja á starfsfólkinu upp fyrir lok mánaðar. Stofnunum hefur einnig verið gert að yfirfara vefsíður sínar og taka niður alla umfjöllun um aðgerðir eða úrræði í þágu fjölbreytni, jafnréttis, inngildingar og aðgengis. Þá ber þeim að upplýsa alla þá sem starfað hafa að slíkum málum að skrifstofum þeirra verði lokað. Samkvæmt New York Times verður gerð krafa um að starfsmenn verði yfirheyrðir um mögulegar aðgerðir eða úrræði sem kunna að fara huldu höfði í kerfinu undir „dulnefni“ eða ónákvæmu orðalagi. Fyrirskipunin er í samræmi við forsetatilskipun sem Donald Trump undirritaði sama dag og hann sór embættiseið sem 47. forseti Bandaríkjanna á mánudag. Þar kvað hann á um að leggja ætti niður allar aðgerðir er vörðuðu fjölbreytni og inngildingu. Þá undirritaði forsetinn aðra tilskipun í gær þar sem hann hvatti almenna vinnumarkaðinn að gera slíkt hið sama og binda enda á „ólöglega mismunun á grundvelli DEI“. Þá skipaði hann stofnunum að rannsaka hvort fyrirtæki og félagasamtök færu eftir lögum um almenn borgaraleg réttindi. DEI stendur fyrir „diversity, equity, inclusion“ og stundum er A-i bætt við fyrir „accessibility“. DEI aðgerðir og úrræði snúast þannig um að horfa til fjölbreytni, til dæmis hvað varðar kynþátt, kynhneigð og aldur, að koma jafnt fram við alla og hvetja til menningar þar sem hlustað er á allar raddir. Úrræðin hafa hins vegar verið gagnrýnd, meðal annars af Trump og stuðningsmönnum hans, fyrir að gera upp á milli einstaklinga á röngum forsendum. Segja gagnrýnendur DEI úrræði í raun grafa undan jafnrétti með því að horfa til annarra þátta en framlaga einstaklingsins til vinnustaðarins. Þannig hafi frekar verið horft til meðfæddra þátta, til dæmis kyns og kynþáttar, í stað raunverulegrar getu. New York Times fjallar ítarlega um málið. Bandaríkin Donald Trump Jafnréttismál Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda Sjá meira
Segja á starfsfólkinu upp fyrir lok mánaðar. Stofnunum hefur einnig verið gert að yfirfara vefsíður sínar og taka niður alla umfjöllun um aðgerðir eða úrræði í þágu fjölbreytni, jafnréttis, inngildingar og aðgengis. Þá ber þeim að upplýsa alla þá sem starfað hafa að slíkum málum að skrifstofum þeirra verði lokað. Samkvæmt New York Times verður gerð krafa um að starfsmenn verði yfirheyrðir um mögulegar aðgerðir eða úrræði sem kunna að fara huldu höfði í kerfinu undir „dulnefni“ eða ónákvæmu orðalagi. Fyrirskipunin er í samræmi við forsetatilskipun sem Donald Trump undirritaði sama dag og hann sór embættiseið sem 47. forseti Bandaríkjanna á mánudag. Þar kvað hann á um að leggja ætti niður allar aðgerðir er vörðuðu fjölbreytni og inngildingu. Þá undirritaði forsetinn aðra tilskipun í gær þar sem hann hvatti almenna vinnumarkaðinn að gera slíkt hið sama og binda enda á „ólöglega mismunun á grundvelli DEI“. Þá skipaði hann stofnunum að rannsaka hvort fyrirtæki og félagasamtök færu eftir lögum um almenn borgaraleg réttindi. DEI stendur fyrir „diversity, equity, inclusion“ og stundum er A-i bætt við fyrir „accessibility“. DEI aðgerðir og úrræði snúast þannig um að horfa til fjölbreytni, til dæmis hvað varðar kynþátt, kynhneigð og aldur, að koma jafnt fram við alla og hvetja til menningar þar sem hlustað er á allar raddir. Úrræðin hafa hins vegar verið gagnrýnd, meðal annars af Trump og stuðningsmönnum hans, fyrir að gera upp á milli einstaklinga á röngum forsendum. Segja gagnrýnendur DEI úrræði í raun grafa undan jafnrétti með því að horfa til annarra þátta en framlaga einstaklingsins til vinnustaðarins. Þannig hafi frekar verið horft til meðfæddra þátta, til dæmis kyns og kynþáttar, í stað raunverulegrar getu. New York Times fjallar ítarlega um málið.
Bandaríkin Donald Trump Jafnréttismál Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda Sjá meira