Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. janúar 2025 07:47 Gagnrýnendur DEI vilja að aðeins sé horft til getu starfsmanna en ekki annarra þátta, til að mynda kyns eða kynþáttar. Getty Ný stjórnvöld vestanhafs hafa fyrirskipað öllum yfirmönnum ráðuneyta og stofnana að setja alla starfsmenn sem hafa starfað að málum er varða fjölbreytni, jafnrétti, inngildingu og aðgengi (DEI eða DEIA) í leyfi, fyrir lok dagsins í dag. Segja á starfsfólkinu upp fyrir lok mánaðar. Stofnunum hefur einnig verið gert að yfirfara vefsíður sínar og taka niður alla umfjöllun um aðgerðir eða úrræði í þágu fjölbreytni, jafnréttis, inngildingar og aðgengis. Þá ber þeim að upplýsa alla þá sem starfað hafa að slíkum málum að skrifstofum þeirra verði lokað. Samkvæmt New York Times verður gerð krafa um að starfsmenn verði yfirheyrðir um mögulegar aðgerðir eða úrræði sem kunna að fara huldu höfði í kerfinu undir „dulnefni“ eða ónákvæmu orðalagi. Fyrirskipunin er í samræmi við forsetatilskipun sem Donald Trump undirritaði sama dag og hann sór embættiseið sem 47. forseti Bandaríkjanna á mánudag. Þar kvað hann á um að leggja ætti niður allar aðgerðir er vörðuðu fjölbreytni og inngildingu. Þá undirritaði forsetinn aðra tilskipun í gær þar sem hann hvatti almenna vinnumarkaðinn að gera slíkt hið sama og binda enda á „ólöglega mismunun á grundvelli DEI“. Þá skipaði hann stofnunum að rannsaka hvort fyrirtæki og félagasamtök færu eftir lögum um almenn borgaraleg réttindi. DEI stendur fyrir „diversity, equity, inclusion“ og stundum er A-i bætt við fyrir „accessibility“. DEI aðgerðir og úrræði snúast þannig um að horfa til fjölbreytni, til dæmis hvað varðar kynþátt, kynhneigð og aldur, að koma jafnt fram við alla og hvetja til menningar þar sem hlustað er á allar raddir. Úrræðin hafa hins vegar verið gagnrýnd, meðal annars af Trump og stuðningsmönnum hans, fyrir að gera upp á milli einstaklinga á röngum forsendum. Segja gagnrýnendur DEI úrræði í raun grafa undan jafnrétti með því að horfa til annarra þátta en framlaga einstaklingsins til vinnustaðarins. Þannig hafi frekar verið horft til meðfæddra þátta, til dæmis kyns og kynþáttar, í stað raunverulegrar getu. New York Times fjallar ítarlega um málið. Bandaríkin Donald Trump Jafnréttismál Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Sjá meira
Segja á starfsfólkinu upp fyrir lok mánaðar. Stofnunum hefur einnig verið gert að yfirfara vefsíður sínar og taka niður alla umfjöllun um aðgerðir eða úrræði í þágu fjölbreytni, jafnréttis, inngildingar og aðgengis. Þá ber þeim að upplýsa alla þá sem starfað hafa að slíkum málum að skrifstofum þeirra verði lokað. Samkvæmt New York Times verður gerð krafa um að starfsmenn verði yfirheyrðir um mögulegar aðgerðir eða úrræði sem kunna að fara huldu höfði í kerfinu undir „dulnefni“ eða ónákvæmu orðalagi. Fyrirskipunin er í samræmi við forsetatilskipun sem Donald Trump undirritaði sama dag og hann sór embættiseið sem 47. forseti Bandaríkjanna á mánudag. Þar kvað hann á um að leggja ætti niður allar aðgerðir er vörðuðu fjölbreytni og inngildingu. Þá undirritaði forsetinn aðra tilskipun í gær þar sem hann hvatti almenna vinnumarkaðinn að gera slíkt hið sama og binda enda á „ólöglega mismunun á grundvelli DEI“. Þá skipaði hann stofnunum að rannsaka hvort fyrirtæki og félagasamtök færu eftir lögum um almenn borgaraleg réttindi. DEI stendur fyrir „diversity, equity, inclusion“ og stundum er A-i bætt við fyrir „accessibility“. DEI aðgerðir og úrræði snúast þannig um að horfa til fjölbreytni, til dæmis hvað varðar kynþátt, kynhneigð og aldur, að koma jafnt fram við alla og hvetja til menningar þar sem hlustað er á allar raddir. Úrræðin hafa hins vegar verið gagnrýnd, meðal annars af Trump og stuðningsmönnum hans, fyrir að gera upp á milli einstaklinga á röngum forsendum. Segja gagnrýnendur DEI úrræði í raun grafa undan jafnrétti með því að horfa til annarra þátta en framlaga einstaklingsins til vinnustaðarins. Þannig hafi frekar verið horft til meðfæddra þátta, til dæmis kyns og kynþáttar, í stað raunverulegrar getu. New York Times fjallar ítarlega um málið.
Bandaríkin Donald Trump Jafnréttismál Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Sjá meira