Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Jón Þór Stefánsson skrifar 22. janúar 2025 09:08 Konan var úrskurðuð látin í fjölbýlishúsi í Breiðholti í október á síðasta ári. Vísir/Vilhelm Kona á sjötugsaldri tjáði sig í viðtali sem birtist í Fréttablaðinu 1. nóvember 2022 um ofbeldi af hálfu sonar hennar, sem er á fertugsaldri, sem hafði þá verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir brotið. Konan lést í október síðastliðnum en í síðustu viku var greint frá því að sonurinn hefði verið ákærður fyrir að verða henni að bana. Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um miðnætti 13. október og héldu viðbragðsaðilar strax á vettvang, að fjölbýlishúsi í Breiðholti. Endurlífgunartilraunir hófust um leið og komið var á vettvang en þær báru ekki árangur og konan var úrskurðuð látin. Sonur hennar var handtekinn á vettvangi. Hann hafði þá nýlega lokið afplánun, en líkt og áður segir hefur hann nú verið ákærður fyrir málið. Áður hefur verið greint frá fyrri ofbeldismálum sonarins, þar sem hann réðst á foreldra sína. Árið 2006 stakk hann föður sinn í bakið en var sýknaður í því máli vegna ósakhæfis. Þá komst Héraðsdómur Reykjavíkur að þeirri niðurstöðu að hann hefði verið alls ófær um að stjórna gjörðum sínum. Honum var gert að sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun. Það var síðan árið 2022 sem maðurinn hlaut tveggja ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að ráðast gegn móður sinni. Var hann einnig sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn unglingsstúlku, og brot gegn valdstjórninni. Hann var ákærður fyrir tilraun til manndráps fyrir árásina gegn móðurinni, en dómurinn heimfærði brotið sem stórfellda líkamsárás. Árásin varð á heimili móðurinnar í apríl 2022 skömmu eftir andlát föður mannsins, eiginmanns konunnar. Hann var ósáttur með að faðir hans myndi fá bálför og réðst því á móður sína. „Eitt högg í viðbót og búmm, ég hefði dáið“ „Þetta er það erfiðasta sem ég hef upplifað,“ sagði konan í viðtali við Fréttablaðið skömmu eftir að dómur féll í málinu. Syninum var gefið að sök að slá móður sína ítrekað með krepptum hnefum í líkama, andlit og höfuð, sparka í hana og taka hana ítrekað hálstaki þannig að hún missti meðvitund. Þá var hann jafnframt ákærður fyrir að hóta henni ítrekað lífláti. „Eitt högg í viðbót og búmm, ég hefði dáið,“ sagði konan í viðtalinu. Hún taldi að hún væri við dauðans dyr þegar hún sagði syninum að þau skyldu ekki halda bálför. „Ég ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur,“ sagði hún. „Það eru allir hræddir við hann. Það eru allir í blokkinni hræddir við hann. Ég er drulluhrædd við hann.“ Konan sagði að þegar lögreglu og sérsveit hefði borið að garði hefði hún spurt lögreglumennina hvort þeir væru með byssu og þeir svarað játandi. „Ég bað þá um að skjóta hann, son minn“ sagði hún og tók fram að lögreglumennirnir hefðu skilið þá afstöðu hennar. Dómsmál Grunaður um að hafa banað móður sinni Reykjavík Lögreglumál Tengdar fréttir „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Hættulegir fangar sem losna úr fangelsi á næstunni eru eins og tifandi tímasprengjur vegna ágreinings um hver eigi að veita þeim stuðning, að sögn geðhjúkrunarfræðings. Maður sem varað var við að væri líklegur til að brjóta af sér aftur er sagður grunaður um líkamsárás og nauðgun skömmu eftir að hann lauk afplánun. 31. október 2024 17:01 Augljóslega veikir einstaklingar verði veikari í fangelsi „Þetta eru auðvitað hræðilegir atburðir sem eru að gerast og uggvænleg þróun. Við höfum auðvitað tekið eftir miklum breytingum í fangahópnum og erum að sjá að það eru veikari einstaklingar sem eru að koma inn í fangelsin og veikari einstaklingar sem verða til inni í fangelsunum.“ 25. október 2024 21:08 Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu telur sig vera komna með skýra mynd af atvikum þegar tæplega sjötug kona lést í Breiðholti í Reykjavík þann 13. október síðastliðinn. Sonur hennar er grunaður um að hafa ráðið henni bana. 26. nóvember 2024 12:11 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Sjá meira
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um miðnætti 13. október og héldu viðbragðsaðilar strax á vettvang, að fjölbýlishúsi í Breiðholti. Endurlífgunartilraunir hófust um leið og komið var á vettvang en þær báru ekki árangur og konan var úrskurðuð látin. Sonur hennar var handtekinn á vettvangi. Hann hafði þá nýlega lokið afplánun, en líkt og áður segir hefur hann nú verið ákærður fyrir málið. Áður hefur verið greint frá fyrri ofbeldismálum sonarins, þar sem hann réðst á foreldra sína. Árið 2006 stakk hann föður sinn í bakið en var sýknaður í því máli vegna ósakhæfis. Þá komst Héraðsdómur Reykjavíkur að þeirri niðurstöðu að hann hefði verið alls ófær um að stjórna gjörðum sínum. Honum var gert að sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun. Það var síðan árið 2022 sem maðurinn hlaut tveggja ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að ráðast gegn móður sinni. Var hann einnig sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn unglingsstúlku, og brot gegn valdstjórninni. Hann var ákærður fyrir tilraun til manndráps fyrir árásina gegn móðurinni, en dómurinn heimfærði brotið sem stórfellda líkamsárás. Árásin varð á heimili móðurinnar í apríl 2022 skömmu eftir andlát föður mannsins, eiginmanns konunnar. Hann var ósáttur með að faðir hans myndi fá bálför og réðst því á móður sína. „Eitt högg í viðbót og búmm, ég hefði dáið“ „Þetta er það erfiðasta sem ég hef upplifað,“ sagði konan í viðtali við Fréttablaðið skömmu eftir að dómur féll í málinu. Syninum var gefið að sök að slá móður sína ítrekað með krepptum hnefum í líkama, andlit og höfuð, sparka í hana og taka hana ítrekað hálstaki þannig að hún missti meðvitund. Þá var hann jafnframt ákærður fyrir að hóta henni ítrekað lífláti. „Eitt högg í viðbót og búmm, ég hefði dáið,“ sagði konan í viðtalinu. Hún taldi að hún væri við dauðans dyr þegar hún sagði syninum að þau skyldu ekki halda bálför. „Ég ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur,“ sagði hún. „Það eru allir hræddir við hann. Það eru allir í blokkinni hræddir við hann. Ég er drulluhrædd við hann.“ Konan sagði að þegar lögreglu og sérsveit hefði borið að garði hefði hún spurt lögreglumennina hvort þeir væru með byssu og þeir svarað játandi. „Ég bað þá um að skjóta hann, son minn“ sagði hún og tók fram að lögreglumennirnir hefðu skilið þá afstöðu hennar.
Dómsmál Grunaður um að hafa banað móður sinni Reykjavík Lögreglumál Tengdar fréttir „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Hættulegir fangar sem losna úr fangelsi á næstunni eru eins og tifandi tímasprengjur vegna ágreinings um hver eigi að veita þeim stuðning, að sögn geðhjúkrunarfræðings. Maður sem varað var við að væri líklegur til að brjóta af sér aftur er sagður grunaður um líkamsárás og nauðgun skömmu eftir að hann lauk afplánun. 31. október 2024 17:01 Augljóslega veikir einstaklingar verði veikari í fangelsi „Þetta eru auðvitað hræðilegir atburðir sem eru að gerast og uggvænleg þróun. Við höfum auðvitað tekið eftir miklum breytingum í fangahópnum og erum að sjá að það eru veikari einstaklingar sem eru að koma inn í fangelsin og veikari einstaklingar sem verða til inni í fangelsunum.“ 25. október 2024 21:08 Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu telur sig vera komna með skýra mynd af atvikum þegar tæplega sjötug kona lést í Breiðholti í Reykjavík þann 13. október síðastliðinn. Sonur hennar er grunaður um að hafa ráðið henni bana. 26. nóvember 2024 12:11 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Sjá meira
„Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Hættulegir fangar sem losna úr fangelsi á næstunni eru eins og tifandi tímasprengjur vegna ágreinings um hver eigi að veita þeim stuðning, að sögn geðhjúkrunarfræðings. Maður sem varað var við að væri líklegur til að brjóta af sér aftur er sagður grunaður um líkamsárás og nauðgun skömmu eftir að hann lauk afplánun. 31. október 2024 17:01
Augljóslega veikir einstaklingar verði veikari í fangelsi „Þetta eru auðvitað hræðilegir atburðir sem eru að gerast og uggvænleg þróun. Við höfum auðvitað tekið eftir miklum breytingum í fangahópnum og erum að sjá að það eru veikari einstaklingar sem eru að koma inn í fangelsin og veikari einstaklingar sem verða til inni í fangelsunum.“ 25. október 2024 21:08
Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu telur sig vera komna með skýra mynd af atvikum þegar tæplega sjötug kona lést í Breiðholti í Reykjavík þann 13. október síðastliðinn. Sonur hennar er grunaður um að hafa ráðið henni bana. 26. nóvember 2024 12:11