Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar 24. janúar 2025 08:31 Árið 2018 samþykkti allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna að gera 24. janúar, að alþjóðlegum degi menntunar. Við lítum á menntun sem mannréttindi, almannahag og sameiginlega ábyrgð okkar allra. Menntun stendur almenningi á Íslandi til boða frá unga aldri, fyrst í leikskóla, svo í grunnskóla, framhaldsskóla og síðan háskóla. Kerfið okkar er nokkuð gott og geta flestir fundið eitthvað við sitt hæfi. En þessar fjórar menntastoðir eru ekki þær einu, því fimmta stoðin, framhaldsfræðslan, er líka til þó hún sé minna þekkt en hinar. Fimmta stoðin, framhaldsfræðsla er skilgreind sem hvers konar nám, úrræði og ráðgjöf sem er ætlað að mæta þörfum einstaklinga með stutta formlega skólagöngu að baki og er ekki skipulagt á grundvelli laga um framhaldsskóla eða háskóla. Við, einstaklingarnir í samfélaginu, erum allskonar. Það þýðir að við erum misjafnlega í stakk búin til að nýta þau tækifæri sem eru til staðar, við erum ekki öll tilbúin á sama tíma. En þegar einstaklingurinn er tilbúinn þá grípur framhaldsfræðslan viðkomandi og hjálpar honum að nýta þau menntunartækifæri sem samfélagið býður upp á. Einstaklingar sem vilja efla sig í námi og starfi og vita kannski ekki alveg hvar þau eiga að byrja geta leitað til símenntunarmiðstöðvanna og kannað hvað er í boði. Hægt er að fá ráðgjöf hjá náms- og starfsráðgjafa sem getur aðstoðað við að finna réttu leiðina. Fyrir þá sem vilja efla sig með námi eru í boði fjölmargar námsleiðir sem miða að því að efla einstaklinginn í starfi en einnig til að efla námslegan grunn og undirbúa fyrir frekara nám. Þeir sem vilja nýta þá hæfni sem þeir hafa öðlast í gegnum lífið og í störfum sínum geta óskað eftir að fá raunfærni sína metna. Þeir sem sinna framhaldsfræðslunni eru m.a. fræðslu- og símenntunarmiðstöðvar um allt land. Hægt er að leita til þeirra til að skoða þau tækifæri sem bjóðast. Á vefsíðunni https://simennt.is getur þú fundið þá símenntunarstöð sem er á þínu svæði og haft samband. Þar má einnig finna frekari upplýsingar um hvað náms- og starfsráðgjafar geta ráðlagt um https://simennt.is/nams-og-starfsradgjof/, upplýsingar um þær námsleiðir sem eru í boði https://simennt.is/namsleidir/ og hvað raunfærnimat er https://simennt.is/raunfaernimat/. Framhaldsfræðslan hefur margt að bjóða og langar mig hér í stuttu máli að lýsa hvernig þrír einstaklingar hafa nýtt kerfið til efla sig og öðlast meiri þekkingu og framgang í starfi. Jóna er 44 ára. Hún hætti eftir 1 ár í framhaldsskóla og fór að vinna við ýmis störf sem kröfðust ekki sérstakrar menntunar. Þegar hún var 38 ára hitti hún náms- og starfsráðgjafa og skráði sig í kjölfarið í Menntastoðir, fór þaðan í Háskólabrú Keilis og síðan í sálfræði við Háskóla Ísland. Sigga er 32 ára. Hún hætti í framhaldsskóla eftir 2 ár. Hún hefur starfað á leikskóla í 10 ár og skráði sig í raunfærnimat í leikskólaliðabrú. Hún fékk 50 einingar metnar og kláraði síðan í kjölfarið leikskólaliðanám. Beata er 35 ára kennari frá Póllandi. Hún kom í leikskólasmiðju ásamt íslenskukennslu og fór síðan í Fagnám fyrir starfsmenn leikskóla einnig með áherslu á starfstengda íslensku. Sem hluta af náminu var hún í starfsnámi á leikskóla og fékk í kjölfarið fastráðningu. Þessar þrjár sögur eru ólíkar en þúsundir eru til af álíka sögum enda er framhaldsfræðslan mikilvægur hlekkur í að bregðast við breyttum aðstæðum sem samfélagið stendur frammi fyrir og mikilvægt að einstaklingar nýti þau tækifæri sem leynast þar til að efla sig sem og samfélagið. Höfundur er formaður Símenntar. Aðilar að Símennt eru: Austurbrú www.austurbru.isFarskólinn – miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra www.farskolinn.isFramvegis – miðstöð símenntunar www.framvegis.isFræðslumiðstöð Vestfjarða www.frmst.isFræðslunetið www.fraedslunet.isMiðstöð símenntunar á Suðurnesjum www.mss.isMímir – símenntun www.mimir.isSímenntun Vesturlands www.simenntun.isSÍMEY www.simey.isVISKA www.viska.isÞekkingarnet Þingeyinga www.hac.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 2018 samþykkti allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna að gera 24. janúar, að alþjóðlegum degi menntunar. Við lítum á menntun sem mannréttindi, almannahag og sameiginlega ábyrgð okkar allra. Menntun stendur almenningi á Íslandi til boða frá unga aldri, fyrst í leikskóla, svo í grunnskóla, framhaldsskóla og síðan háskóla. Kerfið okkar er nokkuð gott og geta flestir fundið eitthvað við sitt hæfi. En þessar fjórar menntastoðir eru ekki þær einu, því fimmta stoðin, framhaldsfræðslan, er líka til þó hún sé minna þekkt en hinar. Fimmta stoðin, framhaldsfræðsla er skilgreind sem hvers konar nám, úrræði og ráðgjöf sem er ætlað að mæta þörfum einstaklinga með stutta formlega skólagöngu að baki og er ekki skipulagt á grundvelli laga um framhaldsskóla eða háskóla. Við, einstaklingarnir í samfélaginu, erum allskonar. Það þýðir að við erum misjafnlega í stakk búin til að nýta þau tækifæri sem eru til staðar, við erum ekki öll tilbúin á sama tíma. En þegar einstaklingurinn er tilbúinn þá grípur framhaldsfræðslan viðkomandi og hjálpar honum að nýta þau menntunartækifæri sem samfélagið býður upp á. Einstaklingar sem vilja efla sig í námi og starfi og vita kannski ekki alveg hvar þau eiga að byrja geta leitað til símenntunarmiðstöðvanna og kannað hvað er í boði. Hægt er að fá ráðgjöf hjá náms- og starfsráðgjafa sem getur aðstoðað við að finna réttu leiðina. Fyrir þá sem vilja efla sig með námi eru í boði fjölmargar námsleiðir sem miða að því að efla einstaklinginn í starfi en einnig til að efla námslegan grunn og undirbúa fyrir frekara nám. Þeir sem vilja nýta þá hæfni sem þeir hafa öðlast í gegnum lífið og í störfum sínum geta óskað eftir að fá raunfærni sína metna. Þeir sem sinna framhaldsfræðslunni eru m.a. fræðslu- og símenntunarmiðstöðvar um allt land. Hægt er að leita til þeirra til að skoða þau tækifæri sem bjóðast. Á vefsíðunni https://simennt.is getur þú fundið þá símenntunarstöð sem er á þínu svæði og haft samband. Þar má einnig finna frekari upplýsingar um hvað náms- og starfsráðgjafar geta ráðlagt um https://simennt.is/nams-og-starfsradgjof/, upplýsingar um þær námsleiðir sem eru í boði https://simennt.is/namsleidir/ og hvað raunfærnimat er https://simennt.is/raunfaernimat/. Framhaldsfræðslan hefur margt að bjóða og langar mig hér í stuttu máli að lýsa hvernig þrír einstaklingar hafa nýtt kerfið til efla sig og öðlast meiri þekkingu og framgang í starfi. Jóna er 44 ára. Hún hætti eftir 1 ár í framhaldsskóla og fór að vinna við ýmis störf sem kröfðust ekki sérstakrar menntunar. Þegar hún var 38 ára hitti hún náms- og starfsráðgjafa og skráði sig í kjölfarið í Menntastoðir, fór þaðan í Háskólabrú Keilis og síðan í sálfræði við Háskóla Ísland. Sigga er 32 ára. Hún hætti í framhaldsskóla eftir 2 ár. Hún hefur starfað á leikskóla í 10 ár og skráði sig í raunfærnimat í leikskólaliðabrú. Hún fékk 50 einingar metnar og kláraði síðan í kjölfarið leikskólaliðanám. Beata er 35 ára kennari frá Póllandi. Hún kom í leikskólasmiðju ásamt íslenskukennslu og fór síðan í Fagnám fyrir starfsmenn leikskóla einnig með áherslu á starfstengda íslensku. Sem hluta af náminu var hún í starfsnámi á leikskóla og fékk í kjölfarið fastráðningu. Þessar þrjár sögur eru ólíkar en þúsundir eru til af álíka sögum enda er framhaldsfræðslan mikilvægur hlekkur í að bregðast við breyttum aðstæðum sem samfélagið stendur frammi fyrir og mikilvægt að einstaklingar nýti þau tækifæri sem leynast þar til að efla sig sem og samfélagið. Höfundur er formaður Símenntar. Aðilar að Símennt eru: Austurbrú www.austurbru.isFarskólinn – miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra www.farskolinn.isFramvegis – miðstöð símenntunar www.framvegis.isFræðslumiðstöð Vestfjarða www.frmst.isFræðslunetið www.fraedslunet.isMiðstöð símenntunar á Suðurnesjum www.mss.isMímir – símenntun www.mimir.isSímenntun Vesturlands www.simenntun.isSÍMEY www.simey.isVISKA www.viska.isÞekkingarnet Þingeyinga www.hac.is
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar