Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar 20. janúar 2025 22:01 Meðalmanneskjan ver mörgum stundum í snjallsímanum, þar sem ískyggilegar tölur hafa verið nefndar á borð við fjórar klukkustundir á dag eða um níu ár yfir ævina. Í samfélagi sem leggur ofuráherslu á hámörkun afkasta, líður manni heldur betur sem misheppnuðu eintaki við að verja klukkustundum saman í tilgangslausu skrolli sem skilar engu nýju, spennandi eða nytsamlegu inn í lífið. Áramótaheitin um að gera eitthvað gagn og nýta tímann betur hafa ár eftir ár verið aðalmarkmiðið. Þrátt fyrir fögur fyrirheit gengur oft erfiðlega að verða besta útgáfan af sjálfum sér. Útgáfan sem les fræðandi bækur á kvöldin í stað þess að þreyta augun með klukkustunda hámhorfi um ævintýri uppvakninga eða lausn á breskum ráðgátum í sveitinni. Útgáfan sem fer snemma að sofa og nær að fara út að hlaupa fyrir vinnu. Útgáfan sem vaknar fersk og úthvíld og er ekkert í líkingu við þá uppvakninga sem fylltu skjáinn kvöldinu áður. Af hverju er svona erfitt að verða besta mögulega útgáfan af sjálfum sér? Mögulega er um að ræða agaleysi þrátt fyrir alla þá eftirlitstækni sem fylgist með árangrinum, eða réttara sagt skorti þar á og öllum skilaboðunum sem þaðan koma og reyna að sníða mig í mitt besta sjálf. Skilaboð frá snjallúrinu sem vekur mig með skilaboðum um að ég hefði geta náð dýpri hvíld í nótt og eigi að reyna að fara fyrr að sofa. Titringur frá sama úri sem segir mér síðar um daginn að ég hafi setið of lengi og eigi að standa upp og ná inn fleiri skrefum. Og síðast en ekki síst Netflix sem reynir og tekst, að innleiða í mig skömm eftir þriggja klukkustunda gláp á uppáhaldsþættinum mínum, þar sem ég hvorki ýtti á pásu né rétti úr mér í þessu þáttamaraþoni og spyr mig: „Ertu enn að horfa“ ? Bestu útgáfuna af sjálfri mér var heldur ekki að finna í kaloríutalningum og brennsluæfingum, þrátt fyrir mikla leit. Vissulega ýtir hreyfing undir hreysti og við fáum þessa jákvæðu endorfín tilfinningu en leiðangurinn við að losna við örfá en þó böggandi „aukakíló“ eru að mínu mati ekki leiðin að því besta sem hægt er að verða. Mögulega mjórri en líklegast pirraðri. Skömmin við að „eyða tíma“ í eitthvað ógagnlegt eða að vera ekki nógu góð, er heldur ekki leiðin til þess að ná að verða besta útgáfan af sjálfum sér, sjálfsaginn er ekki lausnin fram á við. Sparnaður þar sem þú skerð niður hvern óþarfa hlut og hverja óþarfa hitaeiningu í formi kökusneiðar sem kostar 1100 krónur á kaffihúsi, er heldur ekki leiðin að bestun sjálfsins. En hvað er það þá? Þær fjórar leiðir sem við þurfum að eiga aðgang að til að vera raunverulega við sjálf og til að líða vel í eigin skinni eru: Húsnæði, heilbrigði, hamingja og hærri tekjur. Þó svo að tekjurnar skili ekki hamingju, þá tryggja þær mat út mánuðinn, þær tryggja líf sem er uppfullt af ánægjulegum menningarstundum, í leikhúsum, tónleikum og á ferðalögum. Aðgengi að slíku vinnur gegn streitu, stuðlar að ánægju og ýtir undir fleiri hamingjustundir. Ef þú persónlega þarft ekki á hærri tekjum að halda þá er samt sem áður ljóst að þörf er á hærri tekjum inn í ríkissjóð svo að hægt sé að fara í langþráða uppbygginu á því sem þörf er á svo að hér þrífist raunverulegt velferðarsamfélag, þar sem allir fá að njóta bestu útgáfunnar af sér. Augljóst er að þær tekjur þurfa að koma frá þeim ríkustu sem greiða ekki sanngjarnan skerf í sameiginlega sjóði. Þeim sem leggja sífellt hærri upphæðir inn á sístækkandi bankareikning á kostnað þeirra sem ekkert eiga. Öruggt húsnæði er ein leiðin til að vera besta útgáfan af sjálfum sér. Útgáfa sem er ekki axlastirður kvíðabolti sem ber áhyggjur um yfirvofandi og líklegar leiguhækkanir á herðum sér. Besta útgáfan af þér er ekki líkleg til þess að koma fram ef hún er dempuð í þröngbýli leigurýmis með allt of mörgum meðleigjendum sem jú lækka leiguverðið en minnka líka rýmið sem er til staðar á heimilinu til að lifa sínu persónulegu lífi. Leiðin að öruggu húsnæði er mörgum ekki greið þar sem þau sem allt hafa og eiga allt hamstra heimilum í sinni gróðafíkn. Heilbrigði er önnur leið til að vera besta útgáfan af sjálfum sér. Skrifar konan með dúndrandi mígrenið og veltir því fyrir sér hvort að tíðir flutningar, svengd á barnsárum samhliða vantrausti á kerfið hafi kennt taugakerfinu hennar að sjá hættu í hverju horni og þar með fá mígreniskast við minnsta mögulega tilfelli einhvers utanaðkomandi lífsáreitis. Húsnæðismál eru heilbrigðismál og húsnæðismál eru geðheilbrigðismál. Besta útgáfan af þér nærist ekki í mygluðu húsnæði, í sambýli við maka sem beitir ofbeldi eða í gluggalausu herbergi í rými sem er ekki hugsað til búsetu en var það ódýrasta sem fannst. Hamingja; það að upplifa gleði, ánægju og velferð er líklegri til að vera viðvarandi þegar við höfum tryggan grunn í okkar lífi: Heimili sem við getum kallað okkar og þar sem okkur líður vel, góðan og nærandi mat út mánuðinn og það að lifa laus við álagstengt óheilbrigði. Besta útgáfan af okkur hlýtur að vera þegar við búum við þær aðstæður að vera nærð, úthvíld, fáum tíma til að leggja stund á það sem veitir okkur ánægju í stað þess að slíta okkur út í vinnu til að eiga fyrir nauðsynjum. Það er við þær kringumstæður sem það besta í okkur kemur fram. Hugleiðingar Sósíalistans sem er alltaf að reyna að verða betri en slaka aðeins á sjálfsefanum og missa ekki fókusinn á hið stærra samfélagslega samhengi sem mótar okkur öll. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sanna Magdalena Mörtudóttir Heilbrigðismál Mest lesið Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Halldór 8.11.25 Halldór Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Meðalmanneskjan ver mörgum stundum í snjallsímanum, þar sem ískyggilegar tölur hafa verið nefndar á borð við fjórar klukkustundir á dag eða um níu ár yfir ævina. Í samfélagi sem leggur ofuráherslu á hámörkun afkasta, líður manni heldur betur sem misheppnuðu eintaki við að verja klukkustundum saman í tilgangslausu skrolli sem skilar engu nýju, spennandi eða nytsamlegu inn í lífið. Áramótaheitin um að gera eitthvað gagn og nýta tímann betur hafa ár eftir ár verið aðalmarkmiðið. Þrátt fyrir fögur fyrirheit gengur oft erfiðlega að verða besta útgáfan af sjálfum sér. Útgáfan sem les fræðandi bækur á kvöldin í stað þess að þreyta augun með klukkustunda hámhorfi um ævintýri uppvakninga eða lausn á breskum ráðgátum í sveitinni. Útgáfan sem fer snemma að sofa og nær að fara út að hlaupa fyrir vinnu. Útgáfan sem vaknar fersk og úthvíld og er ekkert í líkingu við þá uppvakninga sem fylltu skjáinn kvöldinu áður. Af hverju er svona erfitt að verða besta mögulega útgáfan af sjálfum sér? Mögulega er um að ræða agaleysi þrátt fyrir alla þá eftirlitstækni sem fylgist með árangrinum, eða réttara sagt skorti þar á og öllum skilaboðunum sem þaðan koma og reyna að sníða mig í mitt besta sjálf. Skilaboð frá snjallúrinu sem vekur mig með skilaboðum um að ég hefði geta náð dýpri hvíld í nótt og eigi að reyna að fara fyrr að sofa. Titringur frá sama úri sem segir mér síðar um daginn að ég hafi setið of lengi og eigi að standa upp og ná inn fleiri skrefum. Og síðast en ekki síst Netflix sem reynir og tekst, að innleiða í mig skömm eftir þriggja klukkustunda gláp á uppáhaldsþættinum mínum, þar sem ég hvorki ýtti á pásu né rétti úr mér í þessu þáttamaraþoni og spyr mig: „Ertu enn að horfa“ ? Bestu útgáfuna af sjálfri mér var heldur ekki að finna í kaloríutalningum og brennsluæfingum, þrátt fyrir mikla leit. Vissulega ýtir hreyfing undir hreysti og við fáum þessa jákvæðu endorfín tilfinningu en leiðangurinn við að losna við örfá en þó böggandi „aukakíló“ eru að mínu mati ekki leiðin að því besta sem hægt er að verða. Mögulega mjórri en líklegast pirraðri. Skömmin við að „eyða tíma“ í eitthvað ógagnlegt eða að vera ekki nógu góð, er heldur ekki leiðin til þess að ná að verða besta útgáfan af sjálfum sér, sjálfsaginn er ekki lausnin fram á við. Sparnaður þar sem þú skerð niður hvern óþarfa hlut og hverja óþarfa hitaeiningu í formi kökusneiðar sem kostar 1100 krónur á kaffihúsi, er heldur ekki leiðin að bestun sjálfsins. En hvað er það þá? Þær fjórar leiðir sem við þurfum að eiga aðgang að til að vera raunverulega við sjálf og til að líða vel í eigin skinni eru: Húsnæði, heilbrigði, hamingja og hærri tekjur. Þó svo að tekjurnar skili ekki hamingju, þá tryggja þær mat út mánuðinn, þær tryggja líf sem er uppfullt af ánægjulegum menningarstundum, í leikhúsum, tónleikum og á ferðalögum. Aðgengi að slíku vinnur gegn streitu, stuðlar að ánægju og ýtir undir fleiri hamingjustundir. Ef þú persónlega þarft ekki á hærri tekjum að halda þá er samt sem áður ljóst að þörf er á hærri tekjum inn í ríkissjóð svo að hægt sé að fara í langþráða uppbygginu á því sem þörf er á svo að hér þrífist raunverulegt velferðarsamfélag, þar sem allir fá að njóta bestu útgáfunnar af sér. Augljóst er að þær tekjur þurfa að koma frá þeim ríkustu sem greiða ekki sanngjarnan skerf í sameiginlega sjóði. Þeim sem leggja sífellt hærri upphæðir inn á sístækkandi bankareikning á kostnað þeirra sem ekkert eiga. Öruggt húsnæði er ein leiðin til að vera besta útgáfan af sjálfum sér. Útgáfa sem er ekki axlastirður kvíðabolti sem ber áhyggjur um yfirvofandi og líklegar leiguhækkanir á herðum sér. Besta útgáfan af þér er ekki líkleg til þess að koma fram ef hún er dempuð í þröngbýli leigurýmis með allt of mörgum meðleigjendum sem jú lækka leiguverðið en minnka líka rýmið sem er til staðar á heimilinu til að lifa sínu persónulegu lífi. Leiðin að öruggu húsnæði er mörgum ekki greið þar sem þau sem allt hafa og eiga allt hamstra heimilum í sinni gróðafíkn. Heilbrigði er önnur leið til að vera besta útgáfan af sjálfum sér. Skrifar konan með dúndrandi mígrenið og veltir því fyrir sér hvort að tíðir flutningar, svengd á barnsárum samhliða vantrausti á kerfið hafi kennt taugakerfinu hennar að sjá hættu í hverju horni og þar með fá mígreniskast við minnsta mögulega tilfelli einhvers utanaðkomandi lífsáreitis. Húsnæðismál eru heilbrigðismál og húsnæðismál eru geðheilbrigðismál. Besta útgáfan af þér nærist ekki í mygluðu húsnæði, í sambýli við maka sem beitir ofbeldi eða í gluggalausu herbergi í rými sem er ekki hugsað til búsetu en var það ódýrasta sem fannst. Hamingja; það að upplifa gleði, ánægju og velferð er líklegri til að vera viðvarandi þegar við höfum tryggan grunn í okkar lífi: Heimili sem við getum kallað okkar og þar sem okkur líður vel, góðan og nærandi mat út mánuðinn og það að lifa laus við álagstengt óheilbrigði. Besta útgáfan af okkur hlýtur að vera þegar við búum við þær aðstæður að vera nærð, úthvíld, fáum tíma til að leggja stund á það sem veitir okkur ánægju í stað þess að slíta okkur út í vinnu til að eiga fyrir nauðsynjum. Það er við þær kringumstæður sem það besta í okkur kemur fram. Hugleiðingar Sósíalistans sem er alltaf að reyna að verða betri en slaka aðeins á sjálfsefanum og missa ekki fókusinn á hið stærra samfélagslega samhengi sem mótar okkur öll. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar