Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Kjartan Kjartansson skrifar 20. janúar 2025 12:33 Blóm, blöðrur og minningarorð um fórnarlömb árásarinar í Southport. AP/Darren Staples Átján ára gamall karlmaður játaði að hann hefði stungið þrjár ungar stúlkur til bana og sært tíu aðra í árás í Southport á Englandi þegar réttarhöld hófust yfir honum í morgun. Hann viðurkenndi einnig að hafa eitrið rísín og bækling frá hryðjuverkasamtökunum al-Qaeda í fórum sínum. Stunguárásin í Southport þar sem árásamaður réðst á stúlkur sem voru á Taylor Swift-dansnámskeiði varð kveikjan að óeirðum víða á Englandi og Norður-Írlandi vegna lygasagna sem fóru á flug um að ódæðismaðurinn væri hælisleitandi sem hefði verið nýkominn til Bretlands með bát yfir Ermarsund. Axel Rudakubana, sem er sonur innflytjenda frá Rúanda og fæddist í Wales, játaði óvænt sekt þegar hann kom fyrir dóm í Liverpool í morgun. Stúlkurnar þrjár sem hann stakk til bana voru sex, sjö og níu ára gamlar. Þá særði hann átta aðrar stúlkur á aldrinu sjö til þrettán ára ásamt leiðbeinanda þeirra og manni sem reyndi að stöðva árásina. Dómari sagði Rudakubana geta átt yfir höfði sér lífstíðardóm þegar dómur verður kveðinn upp á fimmtudag. Verjandi hans segist ætla að leggja fram gögn um geðheilsu Rudakubana sem gætu haft áhrif á niðurstöðuna. Sjálfur hefur Rudakubana neitað að tjá sig fyrir dómi. Saksóknarar og lögregla hafa ekki sagt hvað hún telur að Rukdakubana hafi gengið til. Hann hafi ekki verið ákærður fyrir hryðjuverk vegna þess. Nokkrum mánuðum eftir að hann var handtekinn var hann ákærður fyrir að framleiða rísín og vörslu á leiðarvísi í tölvu sinni sem var talinn geta nýst þeim sem ætlaði sér að fremja hryðjuverk, að sögn AP-fréttastofunnar. Hnífaárás í Southport Bretland Erlend sakamál Tengdar fréttir Varð vitni að árásinni sem varð systur hennar að bana Foreldrar Bebe King, sex ára stúlku sem var stungin til bana í árásinni í Southport í Bretlandi í lok júlímánaðar, segja eldri systur hennar hafa orðið vitni að árásinni en komist undan. 10. ágúst 2024 13:51 Báru eld að miðstöð fyrir hælisleitendur Enn er allt á suðupunkti víða um Bretland vegna óeirða og mikilla mótmæla, leidd af hægri öfgamönnum. Mótmælin beinast að komu hælisleitenda til Bretlands. Í dag báru mótmælendur í Rotherham eld að hóteli sem hýsir hælisleitendur. 4. ágúst 2024 23:01 Sautján ára ákærður fyrir morðið á stúlkunum í Southport Sautján ára ungmenni hefur verið ákært fyrir morðið á þremur stúlkum í danstíma í bænum Southport í norðvesturhluta Englands. 1. ágúst 2024 08:30 Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Fleiri fréttir Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Sjá meira
Stunguárásin í Southport þar sem árásamaður réðst á stúlkur sem voru á Taylor Swift-dansnámskeiði varð kveikjan að óeirðum víða á Englandi og Norður-Írlandi vegna lygasagna sem fóru á flug um að ódæðismaðurinn væri hælisleitandi sem hefði verið nýkominn til Bretlands með bát yfir Ermarsund. Axel Rudakubana, sem er sonur innflytjenda frá Rúanda og fæddist í Wales, játaði óvænt sekt þegar hann kom fyrir dóm í Liverpool í morgun. Stúlkurnar þrjár sem hann stakk til bana voru sex, sjö og níu ára gamlar. Þá særði hann átta aðrar stúlkur á aldrinu sjö til þrettán ára ásamt leiðbeinanda þeirra og manni sem reyndi að stöðva árásina. Dómari sagði Rudakubana geta átt yfir höfði sér lífstíðardóm þegar dómur verður kveðinn upp á fimmtudag. Verjandi hans segist ætla að leggja fram gögn um geðheilsu Rudakubana sem gætu haft áhrif á niðurstöðuna. Sjálfur hefur Rudakubana neitað að tjá sig fyrir dómi. Saksóknarar og lögregla hafa ekki sagt hvað hún telur að Rukdakubana hafi gengið til. Hann hafi ekki verið ákærður fyrir hryðjuverk vegna þess. Nokkrum mánuðum eftir að hann var handtekinn var hann ákærður fyrir að framleiða rísín og vörslu á leiðarvísi í tölvu sinni sem var talinn geta nýst þeim sem ætlaði sér að fremja hryðjuverk, að sögn AP-fréttastofunnar.
Hnífaárás í Southport Bretland Erlend sakamál Tengdar fréttir Varð vitni að árásinni sem varð systur hennar að bana Foreldrar Bebe King, sex ára stúlku sem var stungin til bana í árásinni í Southport í Bretlandi í lok júlímánaðar, segja eldri systur hennar hafa orðið vitni að árásinni en komist undan. 10. ágúst 2024 13:51 Báru eld að miðstöð fyrir hælisleitendur Enn er allt á suðupunkti víða um Bretland vegna óeirða og mikilla mótmæla, leidd af hægri öfgamönnum. Mótmælin beinast að komu hælisleitenda til Bretlands. Í dag báru mótmælendur í Rotherham eld að hóteli sem hýsir hælisleitendur. 4. ágúst 2024 23:01 Sautján ára ákærður fyrir morðið á stúlkunum í Southport Sautján ára ungmenni hefur verið ákært fyrir morðið á þremur stúlkum í danstíma í bænum Southport í norðvesturhluta Englands. 1. ágúst 2024 08:30 Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Fleiri fréttir Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Sjá meira
Varð vitni að árásinni sem varð systur hennar að bana Foreldrar Bebe King, sex ára stúlku sem var stungin til bana í árásinni í Southport í Bretlandi í lok júlímánaðar, segja eldri systur hennar hafa orðið vitni að árásinni en komist undan. 10. ágúst 2024 13:51
Báru eld að miðstöð fyrir hælisleitendur Enn er allt á suðupunkti víða um Bretland vegna óeirða og mikilla mótmæla, leidd af hægri öfgamönnum. Mótmælin beinast að komu hælisleitenda til Bretlands. Í dag báru mótmælendur í Rotherham eld að hóteli sem hýsir hælisleitendur. 4. ágúst 2024 23:01
Sautján ára ákærður fyrir morðið á stúlkunum í Southport Sautján ára ungmenni hefur verið ákært fyrir morðið á þremur stúlkum í danstíma í bænum Southport í norðvesturhluta Englands. 1. ágúst 2024 08:30