Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Steinunn Bragadóttir skrifa 20. janúar 2025 11:31 Í ár er kvennaár á Íslandi. Á fimmta tug samtaka hafa tekið höndum saman um að vekja athygli á kynjamisrétti og vinna að því að kröfur Kvennaárs nái fram að ganga. Við munum birta mánaðarlega tölfræði sem varpar ljósi á það kynjamisrétti sem enn er til staðar. Við ríðum á vaðið með tölfræði um atvinnuþátttöku kvenna og karla á íslenskum vinnumarkaði út frá gögnum Hagstofu Íslands. Atvinnuþátttaka hefur afgerandi áhrif á afkomumöguleika fólks. Skert atvinnuþátttaka dregur úr fjárhagslegu sjálfstæði og möguleikum á framgangi á vinnumarkaði. Á Íslandi er vinnumarkaðurinn kynjaður rétt eins og flest önnur svið samfélagsins þó atvinnuþátttaka bæði karla og kvenna sé ein sú mesta meðal OECD ríkja. Þrátt fyrir þessa miklu atvinnuþátttöku kvenna er hún minni en karla, þær vinna styttri vinnudag og eru frekar í hlutastörfum. Þetta hefur neikvæð áhrif á fjárhagslegt sjálfstæði kvenna og ævitekjur þeirra. Atvinnuþátttaka Mynd: Atvinnuþátttaka (% af mannfjölda) eftir aldri á árinu 2023. Atvinnuþátttaka karla á Íslandi er meiri en kvenna nema í yngsta aldurshópnum 16-24 ára þrátt fyrir að hærra hlutfall kvenna en karla séu í framhaldsskóla- eða háskólanámi. Atvinnuþátttakan meðal kvenna er mest á aldrinum 25-54 ára, líkt og karla, en athygli vekur hversu lág hún er í aldurshópnum 55-74 ára. Um 46% kvenna eru utan vinnumarkaðar í þessum aldurshópi en aðeins um 30% karla. Hluti af þessum hópi er auðvitað kominn á ellilífeyrisaldur en staða eldri kvenna virðist verri en karla á vinnumarkaði. Í þessu sambandi má benda sérstaklega á að mun fleiri konur en karlar eru öryrkjar og þeim fjölgar með hækkandi aldri eins og rannsókn sem unnin var fyrir ÖBÍ 2019 leiddi í ljós. Vinnutími og hlutastörf Mynd: Vinnustundir karla og kvenna á árinu 2023 Konur vinna að jafnaði tæpum 7 stundum skemur en karlar af launavinnu á viku. Ef litið er til kvenna í fullu starfi vinna þær að jafnaði 4,6 stundum skemur á viku en karlar. Karlar hafa því líklega meiri möguleika á að vinna yfirvinnu en konur og hátt hlutfall kvenna vinnur hjá hinu opinbera þar sem vinnuvikan er að jafnaði styttri. Hins vegar sýna rannsóknir að konur í gagnkynhneigðum parasamböndum beri meiri ábyrgð á heimilistörfum og umönnun barna og aðstandenda og vinni þar af leiðandi fleiri ólaunaðar stundir. Þegar litið er til hlutastarfandi vinna konur rúmlega tveimur tímum skemur en karlar á viku og eru karlar því líklega að jafnaði í hærra starfshlutfalli en konur í hlutastörfum. Eins og fram hefur komið eru konur mun líklegri til að vera í hlutastarfi en karlar. Ef litið er til aldurshópsins 25-64 ára sjáum við að innan við 10% karla eru í hlutastarfi en um fjórðungar kvenna á vinnumarkaði. Mynd: Í hlutastarfi (% af starfandi) á árinu 2023. Í óbirtri rannsókn byggðri á könnun Vörðu – rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins á stöðu launafólks 2024 kemur fram að barnlausar konur og karlar séu jafnlíkleg til að vera í hlutastörfum. Hins vegar aukast líkurnar á því að mæður séu í hlutastarfi með hverju barni en það dregur úr líkum á að karlar séu í hlutastarfi ef þeir eru feður. Það eru að öllu jöfnu konurnar sem brúa bilið milli fæðingarorlofs og dagvistunar. Þá kemur einnig fram að fæðingarorlof karla hafi engin áhrif á möguleika þeirra til fjárhagslegs sjálfstæðis á meðan konurnar eru í miklu meiri mæli háðar mökum sínum um fjárhagslega framfærslu. Í könnun Vörðu um samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs frá 2023 kemur fram að aðeins 68% kvenna sem eiga börn á aldrinum 12 mánaða til 12 ára eru í fullu starfi en 96% karla. Barneignir draga því að jafnaði úr atvinnuþátttöku kvenna og ógna fjárhagslegu sjálfstæði þeirra en slíkra áhrifa gætir ekki á karla. Helstu tæki stjórnvalda til að bregðast við þessu ójafnrétti er með löggjöf um jafna skiptingu foreldra á fæðingarorlofi, með því að tryggja öllum börnum dagsvistun um leið og fæðingarorlofi lýkur, tryggja leikskólavist í samræmi við fulla vinnu foreldra á viðráðanlegu verði og öruggt aðgengi að frístundaheimilum fyrir yngri grunnskólabörn. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur BSRB. Steinunn Bragadóttir, hagfræðingar hjá ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Jafnréttismál Kjaramál Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Steinunn Bragadóttir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Í ár er kvennaár á Íslandi. Á fimmta tug samtaka hafa tekið höndum saman um að vekja athygli á kynjamisrétti og vinna að því að kröfur Kvennaárs nái fram að ganga. Við munum birta mánaðarlega tölfræði sem varpar ljósi á það kynjamisrétti sem enn er til staðar. Við ríðum á vaðið með tölfræði um atvinnuþátttöku kvenna og karla á íslenskum vinnumarkaði út frá gögnum Hagstofu Íslands. Atvinnuþátttaka hefur afgerandi áhrif á afkomumöguleika fólks. Skert atvinnuþátttaka dregur úr fjárhagslegu sjálfstæði og möguleikum á framgangi á vinnumarkaði. Á Íslandi er vinnumarkaðurinn kynjaður rétt eins og flest önnur svið samfélagsins þó atvinnuþátttaka bæði karla og kvenna sé ein sú mesta meðal OECD ríkja. Þrátt fyrir þessa miklu atvinnuþátttöku kvenna er hún minni en karla, þær vinna styttri vinnudag og eru frekar í hlutastörfum. Þetta hefur neikvæð áhrif á fjárhagslegt sjálfstæði kvenna og ævitekjur þeirra. Atvinnuþátttaka Mynd: Atvinnuþátttaka (% af mannfjölda) eftir aldri á árinu 2023. Atvinnuþátttaka karla á Íslandi er meiri en kvenna nema í yngsta aldurshópnum 16-24 ára þrátt fyrir að hærra hlutfall kvenna en karla séu í framhaldsskóla- eða háskólanámi. Atvinnuþátttakan meðal kvenna er mest á aldrinum 25-54 ára, líkt og karla, en athygli vekur hversu lág hún er í aldurshópnum 55-74 ára. Um 46% kvenna eru utan vinnumarkaðar í þessum aldurshópi en aðeins um 30% karla. Hluti af þessum hópi er auðvitað kominn á ellilífeyrisaldur en staða eldri kvenna virðist verri en karla á vinnumarkaði. Í þessu sambandi má benda sérstaklega á að mun fleiri konur en karlar eru öryrkjar og þeim fjölgar með hækkandi aldri eins og rannsókn sem unnin var fyrir ÖBÍ 2019 leiddi í ljós. Vinnutími og hlutastörf Mynd: Vinnustundir karla og kvenna á árinu 2023 Konur vinna að jafnaði tæpum 7 stundum skemur en karlar af launavinnu á viku. Ef litið er til kvenna í fullu starfi vinna þær að jafnaði 4,6 stundum skemur á viku en karlar. Karlar hafa því líklega meiri möguleika á að vinna yfirvinnu en konur og hátt hlutfall kvenna vinnur hjá hinu opinbera þar sem vinnuvikan er að jafnaði styttri. Hins vegar sýna rannsóknir að konur í gagnkynhneigðum parasamböndum beri meiri ábyrgð á heimilistörfum og umönnun barna og aðstandenda og vinni þar af leiðandi fleiri ólaunaðar stundir. Þegar litið er til hlutastarfandi vinna konur rúmlega tveimur tímum skemur en karlar á viku og eru karlar því líklega að jafnaði í hærra starfshlutfalli en konur í hlutastörfum. Eins og fram hefur komið eru konur mun líklegri til að vera í hlutastarfi en karlar. Ef litið er til aldurshópsins 25-64 ára sjáum við að innan við 10% karla eru í hlutastarfi en um fjórðungar kvenna á vinnumarkaði. Mynd: Í hlutastarfi (% af starfandi) á árinu 2023. Í óbirtri rannsókn byggðri á könnun Vörðu – rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins á stöðu launafólks 2024 kemur fram að barnlausar konur og karlar séu jafnlíkleg til að vera í hlutastörfum. Hins vegar aukast líkurnar á því að mæður séu í hlutastarfi með hverju barni en það dregur úr líkum á að karlar séu í hlutastarfi ef þeir eru feður. Það eru að öllu jöfnu konurnar sem brúa bilið milli fæðingarorlofs og dagvistunar. Þá kemur einnig fram að fæðingarorlof karla hafi engin áhrif á möguleika þeirra til fjárhagslegs sjálfstæðis á meðan konurnar eru í miklu meiri mæli háðar mökum sínum um fjárhagslega framfærslu. Í könnun Vörðu um samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs frá 2023 kemur fram að aðeins 68% kvenna sem eiga börn á aldrinum 12 mánaða til 12 ára eru í fullu starfi en 96% karla. Barneignir draga því að jafnaði úr atvinnuþátttöku kvenna og ógna fjárhagslegu sjálfstæði þeirra en slíkra áhrifa gætir ekki á karla. Helstu tæki stjórnvalda til að bregðast við þessu ójafnrétti er með löggjöf um jafna skiptingu foreldra á fæðingarorlofi, með því að tryggja öllum börnum dagsvistun um leið og fæðingarorlofi lýkur, tryggja leikskólavist í samræmi við fulla vinnu foreldra á viðráðanlegu verði og öruggt aðgengi að frístundaheimilum fyrir yngri grunnskólabörn. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur BSRB. Steinunn Bragadóttir, hagfræðingar hjá ASÍ.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun