Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Jón Ísak Ragnarsson skrifar 19. janúar 2025 19:02 Trump hefur fullvissað eigendur Tiktok um að nýju lögunum verði ekki framfylgt í dag, og að forsetatilskipun muni fresta gildistöku þeirra strax á morgun. AP Opnað hefur verið fyrir Tiktok í Bandaríkjunum á nýjan leik eftir að lokað var fyrir forritið í gærkvöldi þegar formlegt bann tók gildi. Eigendur Tiktok segja að Donald Trump hafi lofað þeim að heimila starfsemina með forsetatilskipun á morgun þegar hann tekur við embætti forseta. Tiktok bann tók formlega gildi í Bandaríkjunum á miðnætti í gærkvöld og milljónir notenda komust ekki inn á forritið í dag. Lögunum var ætlað að þvinga kínverska eigendur Tiktok til að selja starfsemi miðilsins í Bandaríkjunum, annars þyrfti að banna hann. Donald Trump sagði í gær að allar líkur væru á því að hann myndi fresta gildistöku laganna um 90 daga þegar hann tæki við embætti forseta. Joe Biden hafði þá sagt að hann myndi ekkert aðhafast í málinu á sunnudaginn, hans síðasta degi í embætti. Eigendur Tiktok sáu sig eftir sem áður tilneydda til að loka forritinu í dag þegar lögin tóku gildi, en þau sögðu ríkisstjórn Bandaríkjanna ekki hafa sýnt fram á það með skýrum hætti hvernig þau hyggðust ekki framfylgja lögunum. Vill að helmingur sé í bandarískri eigu Donald Trump sagði í færslu á Truth Social í dag að hann hefði beðið fyrirtæki um að opna aftur fyrir Tiktok. Hann muni gefa út forsetatilskipun strax á morgun sem muni fresta gildistöku laganna. Þannig muni gefast tími til samningagerðar, bandarískra hagsmuna til heilla. Þá sagðist hann vilja að Bandaríkin ættu 50 prósent eignarhluta í Tiktok, í sameiginlegu vekrkefni. „Með því að gera þetta höldum við Tiktok í góðum höndum og leyfum því að starfa áfram. Án samþykkis frá Bandaríkjunum er ekkert Tiktok,“ sagði Trump. Hann greinir frá því að í fyrstu hugmyndum að samningum felist 50 eignarhald Bandaríkjamanna gegn ýmist núverandi eigendum eða nýjum. Samfélagsmiðlar Bandaríkin TikTok Donald Trump Tengdar fréttir Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur úrskurðað að lög sem ætlað er að þvinga kínverska eigendur TikTok að selja starfsemi samfélagsmiðilsins í Bandaríkjunum eða loka honum séu lögleg. Að óbreyttu mun bannið taka gildi á sunnudag en eigendur TikTok hafa sagt að þeir muni ekki selja. 17. janúar 2025 15:41 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira
Tiktok bann tók formlega gildi í Bandaríkjunum á miðnætti í gærkvöld og milljónir notenda komust ekki inn á forritið í dag. Lögunum var ætlað að þvinga kínverska eigendur Tiktok til að selja starfsemi miðilsins í Bandaríkjunum, annars þyrfti að banna hann. Donald Trump sagði í gær að allar líkur væru á því að hann myndi fresta gildistöku laganna um 90 daga þegar hann tæki við embætti forseta. Joe Biden hafði þá sagt að hann myndi ekkert aðhafast í málinu á sunnudaginn, hans síðasta degi í embætti. Eigendur Tiktok sáu sig eftir sem áður tilneydda til að loka forritinu í dag þegar lögin tóku gildi, en þau sögðu ríkisstjórn Bandaríkjanna ekki hafa sýnt fram á það með skýrum hætti hvernig þau hyggðust ekki framfylgja lögunum. Vill að helmingur sé í bandarískri eigu Donald Trump sagði í færslu á Truth Social í dag að hann hefði beðið fyrirtæki um að opna aftur fyrir Tiktok. Hann muni gefa út forsetatilskipun strax á morgun sem muni fresta gildistöku laganna. Þannig muni gefast tími til samningagerðar, bandarískra hagsmuna til heilla. Þá sagðist hann vilja að Bandaríkin ættu 50 prósent eignarhluta í Tiktok, í sameiginlegu vekrkefni. „Með því að gera þetta höldum við Tiktok í góðum höndum og leyfum því að starfa áfram. Án samþykkis frá Bandaríkjunum er ekkert Tiktok,“ sagði Trump. Hann greinir frá því að í fyrstu hugmyndum að samningum felist 50 eignarhald Bandaríkjamanna gegn ýmist núverandi eigendum eða nýjum.
Samfélagsmiðlar Bandaríkin TikTok Donald Trump Tengdar fréttir Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur úrskurðað að lög sem ætlað er að þvinga kínverska eigendur TikTok að selja starfsemi samfélagsmiðilsins í Bandaríkjunum eða loka honum séu lögleg. Að óbreyttu mun bannið taka gildi á sunnudag en eigendur TikTok hafa sagt að þeir muni ekki selja. 17. janúar 2025 15:41 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira
Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur úrskurðað að lög sem ætlað er að þvinga kínverska eigendur TikTok að selja starfsemi samfélagsmiðilsins í Bandaríkjunum eða loka honum séu lögleg. Að óbreyttu mun bannið taka gildi á sunnudag en eigendur TikTok hafa sagt að þeir muni ekki selja. 17. janúar 2025 15:41