„Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 18. janúar 2025 18:46 Valsarinn Þórey Anna Ásgeirsdóttir var markahæst í dag með sjö mörk Vísir/Anton Brink Valskonur eru komnar áfram í 8-liða úrslit EHF-bikarsins eftir fimm marka sigur á Malaga Costa Del Sol, 31-26, í N1 höllinni. Var þetta síðari leikur liðanna en fyrri ytra endaði með 25-25 jafntefli. Þórey Anna Ásgeirsdóttir var markahæst Valskvenna með sjö mörk. Var hún að vonum hæstánægð eftir leik. Aðspurð út í hvernig tilfinningin væri eftir leik var hún ekki lengi að svara. „Ótrúlega góð.“ „Við gerðum jafntefli þarna úti, en okkur fannst við eiga bara drullu mikið inni eftir þann leik. Áttum helling inni í varnarleiknum og náttúrulega vorum við að mæta þeim í fyrsta skipti og ég meina þetta var erfiður útivöllur, mikil stemning. Þannig að við vorum alveg sannfærðar að þegar við kæmum heim þá myndum við vinna þær,“ sagði Þórey Anna um aðdraganda leiksins. Malaga liðið mætti Val ofarlega á vellinum í upphafi leiks og tók smá tíma fyrir Valskonur að finna taktinn gegn þeirri vörn. Þórey Anna svaraði því þó neitandi að sá varnarleikur hafi komið Valsliðinu að óvörum. „Nei, því við höfum verið að horfa á leiki með þeim í spænsku deildinni og þá eru þær dálítið framarlega oft sko. Þannig að við vorum aðeins undirbúnar fyrir það, þannig nei í rauninni ekki.“ Valskonur leiddu í hálfleik með þremur mörkum, 13-10, og hófu síðari hálfleikinn af krafti með tveimur hraðaupphlaupsmörkum. Þjálfari Malaga tók því leikhlé eftir aðeins eina og hálfa mínútu í síðari hálfleik. „Við vorum komnar með blóðbragð í muninn. Þú veist við getum þetta, og þá mættum við þeim alveg dýrvitlausar. Ætluðum bara að kaffæra þeim til að byrja með,“ sagði Þórey Anna um upphaf síðari hálfleiksins. Þórey Anna segir Val stefna alla leið í keppninni. „Jú, en maður verður bara að taka einn leik í einu í þessu. Maður veit aldrei hverjum maður mætir og ég veit ekki einu sinni hvaða lið eru eftir í þessu. Þannig að jú, auðvitað langar okkur alla leið.“ Haukar er eitt þeirra liða sem einnig er komið í 8-liða úrslit keppninnar. Aðspurð hvort Haukar væru óska mótherjinn svara Þórey Anna því kímin. „Þú veist já og nei. Við náttúrlega höfum harma að hefna á móti þeim. Við töpuðum náttúrlega á móti þeim í síðasta leik, þannig að já já, af hverju ekki.“ Handbolti Valur EHF-bikarinn Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Mahrez batt enda á bið Alsíringa Fótbolti Fleiri fréttir Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Sjá meira
Þórey Anna Ásgeirsdóttir var markahæst Valskvenna með sjö mörk. Var hún að vonum hæstánægð eftir leik. Aðspurð út í hvernig tilfinningin væri eftir leik var hún ekki lengi að svara. „Ótrúlega góð.“ „Við gerðum jafntefli þarna úti, en okkur fannst við eiga bara drullu mikið inni eftir þann leik. Áttum helling inni í varnarleiknum og náttúrulega vorum við að mæta þeim í fyrsta skipti og ég meina þetta var erfiður útivöllur, mikil stemning. Þannig að við vorum alveg sannfærðar að þegar við kæmum heim þá myndum við vinna þær,“ sagði Þórey Anna um aðdraganda leiksins. Malaga liðið mætti Val ofarlega á vellinum í upphafi leiks og tók smá tíma fyrir Valskonur að finna taktinn gegn þeirri vörn. Þórey Anna svaraði því þó neitandi að sá varnarleikur hafi komið Valsliðinu að óvörum. „Nei, því við höfum verið að horfa á leiki með þeim í spænsku deildinni og þá eru þær dálítið framarlega oft sko. Þannig að við vorum aðeins undirbúnar fyrir það, þannig nei í rauninni ekki.“ Valskonur leiddu í hálfleik með þremur mörkum, 13-10, og hófu síðari hálfleikinn af krafti með tveimur hraðaupphlaupsmörkum. Þjálfari Malaga tók því leikhlé eftir aðeins eina og hálfa mínútu í síðari hálfleik. „Við vorum komnar með blóðbragð í muninn. Þú veist við getum þetta, og þá mættum við þeim alveg dýrvitlausar. Ætluðum bara að kaffæra þeim til að byrja með,“ sagði Þórey Anna um upphaf síðari hálfleiksins. Þórey Anna segir Val stefna alla leið í keppninni. „Jú, en maður verður bara að taka einn leik í einu í þessu. Maður veit aldrei hverjum maður mætir og ég veit ekki einu sinni hvaða lið eru eftir í þessu. Þannig að jú, auðvitað langar okkur alla leið.“ Haukar er eitt þeirra liða sem einnig er komið í 8-liða úrslit keppninnar. Aðspurð hvort Haukar væru óska mótherjinn svara Þórey Anna því kímin. „Þú veist já og nei. Við náttúrlega höfum harma að hefna á móti þeim. Við töpuðum náttúrlega á móti þeim í síðasta leik, þannig að já já, af hverju ekki.“
Handbolti Valur EHF-bikarinn Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Mahrez batt enda á bið Alsíringa Fótbolti Fleiri fréttir Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Sjá meira