„Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 18. janúar 2025 18:46 Valsarinn Þórey Anna Ásgeirsdóttir var markahæst í dag með sjö mörk Vísir/Anton Brink Valskonur eru komnar áfram í 8-liða úrslit EHF-bikarsins eftir fimm marka sigur á Malaga Costa Del Sol, 31-26, í N1 höllinni. Var þetta síðari leikur liðanna en fyrri ytra endaði með 25-25 jafntefli. Þórey Anna Ásgeirsdóttir var markahæst Valskvenna með sjö mörk. Var hún að vonum hæstánægð eftir leik. Aðspurð út í hvernig tilfinningin væri eftir leik var hún ekki lengi að svara. „Ótrúlega góð.“ „Við gerðum jafntefli þarna úti, en okkur fannst við eiga bara drullu mikið inni eftir þann leik. Áttum helling inni í varnarleiknum og náttúrulega vorum við að mæta þeim í fyrsta skipti og ég meina þetta var erfiður útivöllur, mikil stemning. Þannig að við vorum alveg sannfærðar að þegar við kæmum heim þá myndum við vinna þær,“ sagði Þórey Anna um aðdraganda leiksins. Malaga liðið mætti Val ofarlega á vellinum í upphafi leiks og tók smá tíma fyrir Valskonur að finna taktinn gegn þeirri vörn. Þórey Anna svaraði því þó neitandi að sá varnarleikur hafi komið Valsliðinu að óvörum. „Nei, því við höfum verið að horfa á leiki með þeim í spænsku deildinni og þá eru þær dálítið framarlega oft sko. Þannig að við vorum aðeins undirbúnar fyrir það, þannig nei í rauninni ekki.“ Valskonur leiddu í hálfleik með þremur mörkum, 13-10, og hófu síðari hálfleikinn af krafti með tveimur hraðaupphlaupsmörkum. Þjálfari Malaga tók því leikhlé eftir aðeins eina og hálfa mínútu í síðari hálfleik. „Við vorum komnar með blóðbragð í muninn. Þú veist við getum þetta, og þá mættum við þeim alveg dýrvitlausar. Ætluðum bara að kaffæra þeim til að byrja með,“ sagði Þórey Anna um upphaf síðari hálfleiksins. Þórey Anna segir Val stefna alla leið í keppninni. „Jú, en maður verður bara að taka einn leik í einu í þessu. Maður veit aldrei hverjum maður mætir og ég veit ekki einu sinni hvaða lið eru eftir í þessu. Þannig að jú, auðvitað langar okkur alla leið.“ Haukar er eitt þeirra liða sem einnig er komið í 8-liða úrslit keppninnar. Aðspurð hvort Haukar væru óska mótherjinn svara Þórey Anna því kímin. „Þú veist já og nei. Við náttúrlega höfum harma að hefna á móti þeim. Við töpuðum náttúrlega á móti þeim í síðasta leik, þannig að já já, af hverju ekki.“ Handbolti Valur EHF-bikarinn Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Fleiri fréttir Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Sjá meira
Þórey Anna Ásgeirsdóttir var markahæst Valskvenna með sjö mörk. Var hún að vonum hæstánægð eftir leik. Aðspurð út í hvernig tilfinningin væri eftir leik var hún ekki lengi að svara. „Ótrúlega góð.“ „Við gerðum jafntefli þarna úti, en okkur fannst við eiga bara drullu mikið inni eftir þann leik. Áttum helling inni í varnarleiknum og náttúrulega vorum við að mæta þeim í fyrsta skipti og ég meina þetta var erfiður útivöllur, mikil stemning. Þannig að við vorum alveg sannfærðar að þegar við kæmum heim þá myndum við vinna þær,“ sagði Þórey Anna um aðdraganda leiksins. Malaga liðið mætti Val ofarlega á vellinum í upphafi leiks og tók smá tíma fyrir Valskonur að finna taktinn gegn þeirri vörn. Þórey Anna svaraði því þó neitandi að sá varnarleikur hafi komið Valsliðinu að óvörum. „Nei, því við höfum verið að horfa á leiki með þeim í spænsku deildinni og þá eru þær dálítið framarlega oft sko. Þannig að við vorum aðeins undirbúnar fyrir það, þannig nei í rauninni ekki.“ Valskonur leiddu í hálfleik með þremur mörkum, 13-10, og hófu síðari hálfleikinn af krafti með tveimur hraðaupphlaupsmörkum. Þjálfari Malaga tók því leikhlé eftir aðeins eina og hálfa mínútu í síðari hálfleik. „Við vorum komnar með blóðbragð í muninn. Þú veist við getum þetta, og þá mættum við þeim alveg dýrvitlausar. Ætluðum bara að kaffæra þeim til að byrja með,“ sagði Þórey Anna um upphaf síðari hálfleiksins. Þórey Anna segir Val stefna alla leið í keppninni. „Jú, en maður verður bara að taka einn leik í einu í þessu. Maður veit aldrei hverjum maður mætir og ég veit ekki einu sinni hvaða lið eru eftir í þessu. Þannig að jú, auðvitað langar okkur alla leið.“ Haukar er eitt þeirra liða sem einnig er komið í 8-liða úrslit keppninnar. Aðspurð hvort Haukar væru óska mótherjinn svara Þórey Anna því kímin. „Þú veist já og nei. Við náttúrlega höfum harma að hefna á móti þeim. Við töpuðum náttúrlega á móti þeim í síðasta leik, þannig að já já, af hverju ekki.“
Handbolti Valur EHF-bikarinn Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Fleiri fréttir Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Sjá meira