Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 17. janúar 2025 22:01 Júlí Heiðar og Þórdís Björk mótmæltu þátttöku Íslands í Eurovision í fyrra en stefna á þátttöku fyrir Íslands hönd í ár. Hér troða þau upp í Kryddsíld Stöðvar 2 árið 2022. Vísir/Hulda Margrét Nokkrir keppendur í Söngvakeppninni árið 2025 eru á lista þeirra tónlistarmanna sem skoruðu á Ríkisútvarpið í fyrra að draga Ísland úr Eurovision vegna hernaðar Ísraela á Gasa. Tilkynnt var hvaða tíu lög munu keppa í undanúrslitum Söngvakeppninnar í ár fyrr í kvöld. Á lista yfir keppendur kennir líkt og síðustu ár ýmissa grasa. Þar er að finna reynslubolta líkt og Dag Sigurðsson sem komst nærri því að fara alla leið í Söngvakeppninni árið 2018 en líka söngvara sem nýlega eru stokknir fram á sjónarsviðið líkt og Birgittu sem gerði garðinn frægan í Idol hér um árið. Umdeild keppni Líkt og lesendur Vísis muna var þátttaka Íslands í Eurovision í fyrra umdeild vegna þátttöku Ísraels í Eurovision á meðan hernaði Ísraelsmanna á Gasa stóð. Mikil umræða skapaðist um málið og þrýstingur var mikill á Ríkisútvarpið að bregðast við og draga Ísland úr keppni. Þar á meðal rituðu tíu þúsund manns nöfn sín á undirskriftalista þar sem skorað var á Ríkisútvarpið að taka ekki þátt. Þá lét íslenskt tónlistarfólk sitt ekki eftir liggja en 550 listamenn settu nöfn sín undir sömu kröfu og var útvarpsstjóra afhentur undirskriftarlistinn. Á listanum var að finna nöfn margra landsþekktra tónlistarmanna líkt og Páls Óskars, Unu Torfadóttur og Eyþórs Inga, svo einungis örfáir séu nefndir. Á listanum var einnig að finna nöfn keppenda sem nú stíga á svið á Söngvakeppninni. Páll Óskar Hjálmtýsson, Margrét Kristín Blöndal og Daníel Ágúst Haraldsson voru á meðal viðstaddra þegar útvarpsstjóra var afhent undirskriftir þann 19. janúar í fyrra.Sigurjón Þar á meðal er parið Þórdís Björk Þorfinnsdóttir og Júlí Heiðar Halldórsson sem keppa saman á seinna undanúrslitakvöldinu. Bæði eru þau reynsluboltar þegar kemur að Söngvakeppninni, Þórdís Björk hefur áður keppt með Reykjavíkurdætrum og Júlí Heiðar undir eigin nafni. Þau munu nú ljúka síðari undanúrslitunum með laginu Eldur. Meðal annarra sem mótmæltu þátttöku Íslands í Eurovision í fyrra en taka nú þátt er hæfileikabúntið Einar Lövdahl. Hann er meðal lagahöfunda að lagi Dags Sigurðssonar, Flugdrekar og sá um að semja íslenska texta lagsins. Þá er tónlistarmaðurinn Birgir Steinn Stefánsson, poppgúrú með meiru og sonur Stefáns Hilmarssonar, einnig meðal lagahöfunda í ár eftir að hafa mótmælt þátttöku Íslands í fyrra. Hann semur lag þeirra Júlí Heiðars og Þórdísar. Eurovision Tónlist Átök í Ísrael og Palestínu Eurovision 2025 Tengdar fréttir „Enginn íslenskur listamaður þvingaður til þátttöku í Eurovision“ Það verður enginn íslenskur tónlistarmaður þvingaður til þátttöku í Eurovision. Þetta sagði útvarpsstjóri eftir mótmæli tónlistarfólks við Ríkisútvarpið í dag. Minnst 550 tónlistarmenn vilja að RÚV beiti sér fyrir því að Ísraelum verði meinuð þátttaka í keppninni ellegar dragi Íslendingar sig úr henni. 19. janúar 2024 00:27 Mest lesið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið Enn veldur Britney áhyggjum Lífið „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Lífið Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Tónlist Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Lífið Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Lífið Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Sjá meira
Á lista yfir keppendur kennir líkt og síðustu ár ýmissa grasa. Þar er að finna reynslubolta líkt og Dag Sigurðsson sem komst nærri því að fara alla leið í Söngvakeppninni árið 2018 en líka söngvara sem nýlega eru stokknir fram á sjónarsviðið líkt og Birgittu sem gerði garðinn frægan í Idol hér um árið. Umdeild keppni Líkt og lesendur Vísis muna var þátttaka Íslands í Eurovision í fyrra umdeild vegna þátttöku Ísraels í Eurovision á meðan hernaði Ísraelsmanna á Gasa stóð. Mikil umræða skapaðist um málið og þrýstingur var mikill á Ríkisútvarpið að bregðast við og draga Ísland úr keppni. Þar á meðal rituðu tíu þúsund manns nöfn sín á undirskriftalista þar sem skorað var á Ríkisútvarpið að taka ekki þátt. Þá lét íslenskt tónlistarfólk sitt ekki eftir liggja en 550 listamenn settu nöfn sín undir sömu kröfu og var útvarpsstjóra afhentur undirskriftarlistinn. Á listanum var að finna nöfn margra landsþekktra tónlistarmanna líkt og Páls Óskars, Unu Torfadóttur og Eyþórs Inga, svo einungis örfáir séu nefndir. Á listanum var einnig að finna nöfn keppenda sem nú stíga á svið á Söngvakeppninni. Páll Óskar Hjálmtýsson, Margrét Kristín Blöndal og Daníel Ágúst Haraldsson voru á meðal viðstaddra þegar útvarpsstjóra var afhent undirskriftir þann 19. janúar í fyrra.Sigurjón Þar á meðal er parið Þórdís Björk Þorfinnsdóttir og Júlí Heiðar Halldórsson sem keppa saman á seinna undanúrslitakvöldinu. Bæði eru þau reynsluboltar þegar kemur að Söngvakeppninni, Þórdís Björk hefur áður keppt með Reykjavíkurdætrum og Júlí Heiðar undir eigin nafni. Þau munu nú ljúka síðari undanúrslitunum með laginu Eldur. Meðal annarra sem mótmæltu þátttöku Íslands í Eurovision í fyrra en taka nú þátt er hæfileikabúntið Einar Lövdahl. Hann er meðal lagahöfunda að lagi Dags Sigurðssonar, Flugdrekar og sá um að semja íslenska texta lagsins. Þá er tónlistarmaðurinn Birgir Steinn Stefánsson, poppgúrú með meiru og sonur Stefáns Hilmarssonar, einnig meðal lagahöfunda í ár eftir að hafa mótmælt þátttöku Íslands í fyrra. Hann semur lag þeirra Júlí Heiðars og Þórdísar.
Eurovision Tónlist Átök í Ísrael og Palestínu Eurovision 2025 Tengdar fréttir „Enginn íslenskur listamaður þvingaður til þátttöku í Eurovision“ Það verður enginn íslenskur tónlistarmaður þvingaður til þátttöku í Eurovision. Þetta sagði útvarpsstjóri eftir mótmæli tónlistarfólks við Ríkisútvarpið í dag. Minnst 550 tónlistarmenn vilja að RÚV beiti sér fyrir því að Ísraelum verði meinuð þátttaka í keppninni ellegar dragi Íslendingar sig úr henni. 19. janúar 2024 00:27 Mest lesið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið Enn veldur Britney áhyggjum Lífið „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Lífið Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Tónlist Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Lífið Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Lífið Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Sjá meira
„Enginn íslenskur listamaður þvingaður til þátttöku í Eurovision“ Það verður enginn íslenskur tónlistarmaður þvingaður til þátttöku í Eurovision. Þetta sagði útvarpsstjóri eftir mótmæli tónlistarfólks við Ríkisútvarpið í dag. Minnst 550 tónlistarmenn vilja að RÚV beiti sér fyrir því að Ísraelum verði meinuð þátttaka í keppninni ellegar dragi Íslendingar sig úr henni. 19. janúar 2024 00:27