Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Árni Sæberg skrifar 17. janúar 2025 14:33 Páll Gunnar Pálsson, til vinstri, er forstjóri Samkeppniseftirlitsins. Ásmundur Tryggvason er forstjóri Styrkáss hf.. Vísir Samkeppniseftirlitið segir skýringar Styrkáss á því að hætt var við kaup félagins á Krafti ekki í samræmi við þær skýringar sem félagið gáfu eftirlitinu. Félögin hafi óskað trúnaðar um þær skýringar. Í tilkynningu á vef Samkeppniseftirlitsins segir að föstudaginn 10. janúar síðastliðinn hafi Styrkás hf. og Kraftur ehf. afturkallað samrunatilkynningu til Samkeppniseftirlitsins um sameiningu félaganna, en fyrir eigi Styrkás meðal annars félagið Klett sölu og þjónustu ehf.. Við afturköllun tilkynningarinnar falli rannsókn Samkeppniseftirlitsins á samrunanum sjálfkrafa niður. Samkeppniseftirlitsins hefur nú birt stutta ákvörðun um lyktir málsins, þar sem meðal annars er gerð grein fyrir meginefni rannsóknarinnar og meðferð málsins. Hafi ekki tekið afstöðu til markaðsskilgreininga Í tilkynningu Samkeppniseftirlitsins segir að af fréttatilkynningu Styrkáss til fjölmiðla um afturköllun samrunans megi ráða að meginástæða hennar hafi verið sú að Samkeppniseftirlitið hafi ekki fallist á þær markaðsskilgreiningar samrunaaðila, sem hafi að þeirra sögn átt stoð í framkvæmd hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandins og samkeppnisyfirvöldum á Norðurlöndum. „Rétt er í þessu sambandi að halda því til haga að framangreindar skýringar samrunaaðila eru ekki í fullu samræmi við þær skýringar sem eftirlitinu voru gefnar. Óskuðu samrunaaðilar trúnaðar um þær. Þá er óhjákvæmilegt að taka fram að Samkeppniseftirlitið hafði ekki við rannsókn málsins tekið afstöðu til markaðsskilgreininga í málinu, en rannsókn málsins tók mið af sjónarmiðum aðila í samrunaskrá og fyrirliggjandi fordæmum úr Evrópurétti.“ Hefði orðið ráðandi á fjórtán milljarða markaði Þá segir að rannsókn Samkeppniseftirlitsins hefði leitt í ljós að samanlagt séu Styrkás og Kraftur samanlagt stærstu innflytjendur vörubifreiða hérlendis. Fyrirtækið Klettur sala og þjónusta, í eigu Styrkáss, sé aðalsöluaðili Scania vörubifreiða hérlendis og reki tengt verkstæði auk annarrar starfsemi, og Kraftur selji meðal annars MAN vörubifreiðar og önnur atvinnutæki og reki tengt verkstæði. Um sé að ræða mikilvæga atvinnustarfsemi og samkvæmt frummati Samkeppniseftirlitsins virðist heildarstærð hennar nema um 14 milljörðum króna á ári. Þá sé ekki meðtalin viðgerðar- eða viðhaldsþjónusta, sala varahluta eða ásetts búnaðar fyrir vörubifreiðar, önnur þjónusta eða vörusala sem Styrkás/Klettur og Kraftur veiti, eða tengd starfsemi í samstæðu Styrkáss og Skeljar fjárfestingafélags. Umsagnaraðilar hafi lýst yfir áhyggjum af stærð samsteypu Styrkáss og að markaðsráðandi staða gæti myndast með samrunanum. Samkeppniseftirlitið hafi við rannsóknina aflað ítarlegra gagna og umsagna frá markaðsaðilum, auk upplýsinga frá samrunaaðilum sjálfum. „Vill eftirlitið þakka fyrirtækjum á viðkomandi mörkuðum fyrir þá vinnu og gögn sem þau lögðu til í þágu rannsóknarinnar.“ Leiðrétt: Upphaflega var fjallað um fréttatilkynningar og skýringar beggja samrunaaðila. Rétt er að Kraftur sendi enga fréttatilkynningu, aðeins Styrkás. Samkeppnismál Kaup og sala fyrirtækja Skel fjárfestingafélag Mest lesið Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Kaupa allt hlutafé í Nóa Síríus og Finnur hættir sem forstjóri Viðskipti innlent Nýsjálenskt lambakjöt miklu ódýrara en það íslenska Neytendur Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Meðallaun 758 þúsund á mánuði Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Sjá meira
Í tilkynningu á vef Samkeppniseftirlitsins segir að föstudaginn 10. janúar síðastliðinn hafi Styrkás hf. og Kraftur ehf. afturkallað samrunatilkynningu til Samkeppniseftirlitsins um sameiningu félaganna, en fyrir eigi Styrkás meðal annars félagið Klett sölu og þjónustu ehf.. Við afturköllun tilkynningarinnar falli rannsókn Samkeppniseftirlitsins á samrunanum sjálfkrafa niður. Samkeppniseftirlitsins hefur nú birt stutta ákvörðun um lyktir málsins, þar sem meðal annars er gerð grein fyrir meginefni rannsóknarinnar og meðferð málsins. Hafi ekki tekið afstöðu til markaðsskilgreininga Í tilkynningu Samkeppniseftirlitsins segir að af fréttatilkynningu Styrkáss til fjölmiðla um afturköllun samrunans megi ráða að meginástæða hennar hafi verið sú að Samkeppniseftirlitið hafi ekki fallist á þær markaðsskilgreiningar samrunaaðila, sem hafi að þeirra sögn átt stoð í framkvæmd hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandins og samkeppnisyfirvöldum á Norðurlöndum. „Rétt er í þessu sambandi að halda því til haga að framangreindar skýringar samrunaaðila eru ekki í fullu samræmi við þær skýringar sem eftirlitinu voru gefnar. Óskuðu samrunaaðilar trúnaðar um þær. Þá er óhjákvæmilegt að taka fram að Samkeppniseftirlitið hafði ekki við rannsókn málsins tekið afstöðu til markaðsskilgreininga í málinu, en rannsókn málsins tók mið af sjónarmiðum aðila í samrunaskrá og fyrirliggjandi fordæmum úr Evrópurétti.“ Hefði orðið ráðandi á fjórtán milljarða markaði Þá segir að rannsókn Samkeppniseftirlitsins hefði leitt í ljós að samanlagt séu Styrkás og Kraftur samanlagt stærstu innflytjendur vörubifreiða hérlendis. Fyrirtækið Klettur sala og þjónusta, í eigu Styrkáss, sé aðalsöluaðili Scania vörubifreiða hérlendis og reki tengt verkstæði auk annarrar starfsemi, og Kraftur selji meðal annars MAN vörubifreiðar og önnur atvinnutæki og reki tengt verkstæði. Um sé að ræða mikilvæga atvinnustarfsemi og samkvæmt frummati Samkeppniseftirlitsins virðist heildarstærð hennar nema um 14 milljörðum króna á ári. Þá sé ekki meðtalin viðgerðar- eða viðhaldsþjónusta, sala varahluta eða ásetts búnaðar fyrir vörubifreiðar, önnur þjónusta eða vörusala sem Styrkás/Klettur og Kraftur veiti, eða tengd starfsemi í samstæðu Styrkáss og Skeljar fjárfestingafélags. Umsagnaraðilar hafi lýst yfir áhyggjum af stærð samsteypu Styrkáss og að markaðsráðandi staða gæti myndast með samrunanum. Samkeppniseftirlitið hafi við rannsóknina aflað ítarlegra gagna og umsagna frá markaðsaðilum, auk upplýsinga frá samrunaaðilum sjálfum. „Vill eftirlitið þakka fyrirtækjum á viðkomandi mörkuðum fyrir þá vinnu og gögn sem þau lögðu til í þágu rannsóknarinnar.“ Leiðrétt: Upphaflega var fjallað um fréttatilkynningar og skýringar beggja samrunaaðila. Rétt er að Kraftur sendi enga fréttatilkynningu, aðeins Styrkás.
Samkeppnismál Kaup og sala fyrirtækja Skel fjárfestingafélag Mest lesið Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Kaupa allt hlutafé í Nóa Síríus og Finnur hættir sem forstjóri Viðskipti innlent Nýsjálenskt lambakjöt miklu ódýrara en það íslenska Neytendur Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Meðallaun 758 þúsund á mánuði Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Sjá meira