Viðskipti innlent

Erla Ósk ráðin for­stöðumaður EMBA náms við HR

Atli Ísleifsson skrifar
Erla Ósk Wissler Pétursdóttir.
Erla Ósk Wissler Pétursdóttir. HR

Erla Ósk Wissler Pétursdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður Executive MBA (EMBA) náms við Háskólann í Reykjavík.

Í tilkynningu segir að Erla komi til HR frá Marine Collagen í Grindavík þar sem hún hafi verið framkvæmdastjóri frá árinu 2021. 

„Hún útskrifaðist sjálf úr EMBA náminu við HR árið 2023 og lauk hagfræðiprófi með stærðfræði sem aukagrein frá Macalester College í St. Paul í Minnesota í Bandaríkjunum árið 2004.

Erla er með víðtæka stjórnunarreynslu úr atvinnulífinu en áður en hún tók til starfa hjá Marine Collagen hafði hún meðal annars verið mannauðsstjóri Vísis í Grindavík og framkvæmdastjóri Codland ehf. Þá situr Erla í stjórn Síldarvinnslunnar og hefur setið í stjórn Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og í stjórn Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins,“ segir í tilkynningunni. 

Hún hefur þegar hafið störf í HR.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×