Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Samúel Karl Ólason skrifar 16. janúar 2025 16:01 Oscar Jenkins er sagður hafa verið tekinn af lífi í haldi Rússa. Forsætisráðherra Ástralíu hefur hótað hörðum viðbrögðum, reynist það satt. Skjáskot/AP Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu, sagði í gær að ríkisstjórn hans myndi grípa til harðra aðgerða ef í ljós kæmi að ástralskur sjálfboðaliði sem barðist með Úkraínumönnum hafi verið tekinn af lífi í haldi Rússa. Oscar Jenkins var handsamaður í Úkraínu í desember. Þá birtu rússneskir hermenn myndband á netinu sem sýndi Jenkins bundinn. Verið var að yfirheyra hann og mátti sjá rússneskan hermenn berja hann á myndbandinu. Síðan þá hefur ekkert frést af Jenkins og hafa fregnir borist af því að hann hafi verið drepinn af rússneskum hermönnum. Ríkisútvarp Ástralíu sagði nýverið frá því að vinir Jenkins í Úkraínu væru sannfærðir um að hann og þrír eða fjórir félagar hans hafi verið drepnir skömmu eftir að þeir voru handsamaðir. Einn bandarískur maður sem barðist með Jenkins sagðist hafa séð mynd af líki hans og að hann hefði borið kennsl á það vegna húðflúrs sem Ástralinn var með á hendinni. Bíða eftir staðreyndum Albanese segir dauða Jenkins ekki hafa verið staðfestan og að erindrekar Ástralíu séu að reyna að komast til botns í málinu. Hann hefur kallað eftir svörum frá yfirvöldum í Rússlandi. „Við munum bíða eftir staðreyndum. En ef Oscar Jenkins hefur hlotið einhvern skaða, er það forkastanlegt og ástralska ríkisstjórnin mun grípa til hörðustu mögulegu aðgerða,“ sagði Albanese við blaðamenn í gær. Hann sagði ekkert um það hvernig aðgerðir um væri að ræða. Hér að neðan má sjá sjónvarpsfrétt ABC News frá því í gær. AP fréttaveitan hefur eftir sérfræðingum að mögulega gætu Ástralar kallað sendiherra sinn í Rússlandi heim og rekið rússneska sendiherrann aftur til Rússlands. Það hefur Peter Dutton, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Ástralíu, sem gæti orðið forsætisráðherra eftir kosningar í maí, lagt til. Að minnsta kosti sjö Ástralar hafa fallið í átökum í Úkraínu, þar sem þeir hafa barist með Úkraínumönnum. Jenkins er þó sá eini sem talinn er hafa verið tekinn af lífi eftir að hafa verið handsamaður. Þá hafði hann enga reynslu af hernaði áður en hann fór til Úkraínu en hann var 32 ára gamall og starfaði sem kennari áður en hann gekk til liðs við alþjóðlegu hersveitina svokölluðu í Úkraínu, samkvæmt umfjöllun Ríkisútvarps Ástralíu. Sífellt fleiri aftökur Frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst hafa rússneskir hermenn ítrekað birt myndir og myndbönd af aftökum á úkraínskum hermönnum. Flestir hafa verið skotnir til bana en þessi myndbönd hafa meðal annars sýnt þegar rússneskur hermaður skar undan bundnum úkraínskum hermanni og skaut hann svo í höfuðið. Öðru sinni birtu rússneskir hermenn myndband af því þegar þeir skáru höfuðið af lifandi úkraínskum hermanni. Sjá einnig: Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Aftökum þessum virðist hafa fjölgað verulega á undanförnum mánuðum og hafa Úkraínumenn haldið því fram að þær séu kerfisbundnar. Að hermönnum hafi verið skipað að taka úkraínska stríðsfanga af lífi eða það sé að minnsta kosti liðið af yfirmönnum rússneska hersins. Í lok síðasta árs sögðust embættismenn í Úkraínu vita til þess að að minnsta kosti 147 úkraínskir stríðsfangar hafi verið teknir af lífi af rússneskum hermönnum frá því innrás Rússa hófst í febrúar 2022. Þar af voru 127 teknir af lífi í fyrra. Ekki er vitað til þess að rússneskum hermönnum hafi verið refsað fyrir aftökur á úkraínskum stríðsföngum. Ástralía Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Rússland Tengdar fréttir Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, sakaði í dag Rússa um að hafa skipulagt hryðjuverkaárásir gegn flugvélögum víðsvegar um heiminn. Rússar hafa verið sakaðir um að senda eldsprengjur með flugvélum. 15. janúar 2025 14:24 Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Rússar gerðu umfangsmikla dróna og eldflaugaárás á Úkraínu í nótt. Árásin beindist að mestu leyti að orkuinnviðum í vestanverðu landinu en Úkraínumenn segja að Rússar hafi notast við 43 eldflaugar af mismunandi gerðum og 74 Shahed sjálfsprengidróna við árásina. 15. janúar 2025 11:44 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Væntanleg embættistaka Donalds Trump í Bandaríkjunum hefur enn áhrif á stríðið í Úkraínu en Trump hefur sagt að það gæti tekið sex mánuði að binda enda á átökin. Þá eru valdamiklir menn í Rússlandi sagðir óánægðir með það hvað dregið hefur úr stríðinu og þau slæmu áhrif sem það hefur haft á hagkerfi Rússlands. 11. janúar 2025 10:31 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Þá birtu rússneskir hermenn myndband á netinu sem sýndi Jenkins bundinn. Verið var að yfirheyra hann og mátti sjá rússneskan hermenn berja hann á myndbandinu. Síðan þá hefur ekkert frést af Jenkins og hafa fregnir borist af því að hann hafi verið drepinn af rússneskum hermönnum. Ríkisútvarp Ástralíu sagði nýverið frá því að vinir Jenkins í Úkraínu væru sannfærðir um að hann og þrír eða fjórir félagar hans hafi verið drepnir skömmu eftir að þeir voru handsamaðir. Einn bandarískur maður sem barðist með Jenkins sagðist hafa séð mynd af líki hans og að hann hefði borið kennsl á það vegna húðflúrs sem Ástralinn var með á hendinni. Bíða eftir staðreyndum Albanese segir dauða Jenkins ekki hafa verið staðfestan og að erindrekar Ástralíu séu að reyna að komast til botns í málinu. Hann hefur kallað eftir svörum frá yfirvöldum í Rússlandi. „Við munum bíða eftir staðreyndum. En ef Oscar Jenkins hefur hlotið einhvern skaða, er það forkastanlegt og ástralska ríkisstjórnin mun grípa til hörðustu mögulegu aðgerða,“ sagði Albanese við blaðamenn í gær. Hann sagði ekkert um það hvernig aðgerðir um væri að ræða. Hér að neðan má sjá sjónvarpsfrétt ABC News frá því í gær. AP fréttaveitan hefur eftir sérfræðingum að mögulega gætu Ástralar kallað sendiherra sinn í Rússlandi heim og rekið rússneska sendiherrann aftur til Rússlands. Það hefur Peter Dutton, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Ástralíu, sem gæti orðið forsætisráðherra eftir kosningar í maí, lagt til. Að minnsta kosti sjö Ástralar hafa fallið í átökum í Úkraínu, þar sem þeir hafa barist með Úkraínumönnum. Jenkins er þó sá eini sem talinn er hafa verið tekinn af lífi eftir að hafa verið handsamaður. Þá hafði hann enga reynslu af hernaði áður en hann fór til Úkraínu en hann var 32 ára gamall og starfaði sem kennari áður en hann gekk til liðs við alþjóðlegu hersveitina svokölluðu í Úkraínu, samkvæmt umfjöllun Ríkisútvarps Ástralíu. Sífellt fleiri aftökur Frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst hafa rússneskir hermenn ítrekað birt myndir og myndbönd af aftökum á úkraínskum hermönnum. Flestir hafa verið skotnir til bana en þessi myndbönd hafa meðal annars sýnt þegar rússneskur hermaður skar undan bundnum úkraínskum hermanni og skaut hann svo í höfuðið. Öðru sinni birtu rússneskir hermenn myndband af því þegar þeir skáru höfuðið af lifandi úkraínskum hermanni. Sjá einnig: Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Aftökum þessum virðist hafa fjölgað verulega á undanförnum mánuðum og hafa Úkraínumenn haldið því fram að þær séu kerfisbundnar. Að hermönnum hafi verið skipað að taka úkraínska stríðsfanga af lífi eða það sé að minnsta kosti liðið af yfirmönnum rússneska hersins. Í lok síðasta árs sögðust embættismenn í Úkraínu vita til þess að að minnsta kosti 147 úkraínskir stríðsfangar hafi verið teknir af lífi af rússneskum hermönnum frá því innrás Rússa hófst í febrúar 2022. Þar af voru 127 teknir af lífi í fyrra. Ekki er vitað til þess að rússneskum hermönnum hafi verið refsað fyrir aftökur á úkraínskum stríðsföngum.
Ástralía Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Rússland Tengdar fréttir Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, sakaði í dag Rússa um að hafa skipulagt hryðjuverkaárásir gegn flugvélögum víðsvegar um heiminn. Rússar hafa verið sakaðir um að senda eldsprengjur með flugvélum. 15. janúar 2025 14:24 Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Rússar gerðu umfangsmikla dróna og eldflaugaárás á Úkraínu í nótt. Árásin beindist að mestu leyti að orkuinnviðum í vestanverðu landinu en Úkraínumenn segja að Rússar hafi notast við 43 eldflaugar af mismunandi gerðum og 74 Shahed sjálfsprengidróna við árásina. 15. janúar 2025 11:44 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Væntanleg embættistaka Donalds Trump í Bandaríkjunum hefur enn áhrif á stríðið í Úkraínu en Trump hefur sagt að það gæti tekið sex mánuði að binda enda á átökin. Þá eru valdamiklir menn í Rússlandi sagðir óánægðir með það hvað dregið hefur úr stríðinu og þau slæmu áhrif sem það hefur haft á hagkerfi Rússlands. 11. janúar 2025 10:31 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, sakaði í dag Rússa um að hafa skipulagt hryðjuverkaárásir gegn flugvélögum víðsvegar um heiminn. Rússar hafa verið sakaðir um að senda eldsprengjur með flugvélum. 15. janúar 2025 14:24
Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Rússar gerðu umfangsmikla dróna og eldflaugaárás á Úkraínu í nótt. Árásin beindist að mestu leyti að orkuinnviðum í vestanverðu landinu en Úkraínumenn segja að Rússar hafi notast við 43 eldflaugar af mismunandi gerðum og 74 Shahed sjálfsprengidróna við árásina. 15. janúar 2025 11:44
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Væntanleg embættistaka Donalds Trump í Bandaríkjunum hefur enn áhrif á stríðið í Úkraínu en Trump hefur sagt að það gæti tekið sex mánuði að binda enda á átökin. Þá eru valdamiklir menn í Rússlandi sagðir óánægðir með það hvað dregið hefur úr stríðinu og þau slæmu áhrif sem það hefur haft á hagkerfi Rússlands. 11. janúar 2025 10:31