Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Samúel Karl Ólason skrifar 15. janúar 2025 14:24 Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands. EPA/PIOTR NOWAK Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, sakaði í dag Rússa um að hafa skipulagt hryðjuverkaárásir gegn flugvélögum víðsvegar um heiminn. Rússar hafa verið sakaðir um að senda eldsprengjur með flugvélum. „Ég get ekki farið út í smáatriði. Ég get eingöngu staðfest þann ótta að Rússar voru að skipuleggja hryðjuverkaárásir í háloftunum. Ekki eingöngu gegn Póllandi, heldur gegn flugfélögum víðsvegar um heiminn,“ sagði Tusk á blaðamannafundi með Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, í dag, samkvæmt AP fréttaveitunni. Tusk var líklega að tala um eldsprengjur sem Rússar hafa verið sakaðir um að reyna að senda með flugvélum til Bandaríkjanna og Kanada. Tvær slíkar sprengjur sprungu í sumar, önnur í Bretlandi og hinn í Þýskalandi, og þar að auki eru tvær sagðar hafa fundist í Póllandi. Spjótin hafa beinst að leyniþjónustu rússneska hersins (GRU) og hafa fregnir borist af því að helstur ráðgjafar Joes Biden, fráfarandi Bandaríkjaforseta, hafi lagt mikið kapp á að koma viðvörunum til Vladimírs Pútin, forseta Rússlands, um að þessar sprengjusendingar yrðu ekki liðnar. Sjá einnig: Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Undanfarna mánuði og jafnvel ár hafa rússneskir útsendarar verið sakaðir um fjölda skemmdarverka, íkveikja og morða, svo eitthvað sé nefnt, í Evrópu. Í einu tilfelli ætluðu rússneskir útsendarar sé að ráða forstjóra Rheinmetall, eins stærsta hergagnaframleiðanda Evrópu, af dögum. Sjá einnig: Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Ráðamenn í Póllandi hafa meðal annars sakað Rússa um að bera ábyrgð á íkveikjuárásum og öðrum skemmdarverkum í Póllandi. Pólverjar létu Rússa loka einni af þremur ræðismannsskrifstofum þeirra í Póllandi í fyrra. Pólland Rússland Fréttir af flugi Hryðjuverkastarfsemi Tengdar fréttir Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Rússar gerðu umfangsmikla dróna og eldflaugaárás á Úkraínu í nótt. Árásin beindist að mestu leyti að orkuinnviðum í vestanverðu landinu en Úkraínumenn segja að Rússar hafi notast við 43 eldflaugar af mismunandi gerðum og 74 Shahed sjálfsprengidróna við árásina. 15. janúar 2025 11:44 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Væntanleg embættistaka Donalds Trump í Bandaríkjunum hefur enn áhrif á stríðið í Úkraínu en Trump hefur sagt að það gæti tekið sex mánuði að binda enda á átökin. Þá eru valdamiklir menn í Rússlandi sagðir óánægðir með það hvað dregið hefur úr stríðinu og þau slæmu áhrif sem það hefur haft á hagkerfi Rússlands. 11. janúar 2025 10:31 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira
„Ég get ekki farið út í smáatriði. Ég get eingöngu staðfest þann ótta að Rússar voru að skipuleggja hryðjuverkaárásir í háloftunum. Ekki eingöngu gegn Póllandi, heldur gegn flugfélögum víðsvegar um heiminn,“ sagði Tusk á blaðamannafundi með Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, í dag, samkvæmt AP fréttaveitunni. Tusk var líklega að tala um eldsprengjur sem Rússar hafa verið sakaðir um að reyna að senda með flugvélum til Bandaríkjanna og Kanada. Tvær slíkar sprengjur sprungu í sumar, önnur í Bretlandi og hinn í Þýskalandi, og þar að auki eru tvær sagðar hafa fundist í Póllandi. Spjótin hafa beinst að leyniþjónustu rússneska hersins (GRU) og hafa fregnir borist af því að helstur ráðgjafar Joes Biden, fráfarandi Bandaríkjaforseta, hafi lagt mikið kapp á að koma viðvörunum til Vladimírs Pútin, forseta Rússlands, um að þessar sprengjusendingar yrðu ekki liðnar. Sjá einnig: Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Undanfarna mánuði og jafnvel ár hafa rússneskir útsendarar verið sakaðir um fjölda skemmdarverka, íkveikja og morða, svo eitthvað sé nefnt, í Evrópu. Í einu tilfelli ætluðu rússneskir útsendarar sé að ráða forstjóra Rheinmetall, eins stærsta hergagnaframleiðanda Evrópu, af dögum. Sjá einnig: Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Ráðamenn í Póllandi hafa meðal annars sakað Rússa um að bera ábyrgð á íkveikjuárásum og öðrum skemmdarverkum í Póllandi. Pólverjar létu Rússa loka einni af þremur ræðismannsskrifstofum þeirra í Póllandi í fyrra.
Pólland Rússland Fréttir af flugi Hryðjuverkastarfsemi Tengdar fréttir Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Rússar gerðu umfangsmikla dróna og eldflaugaárás á Úkraínu í nótt. Árásin beindist að mestu leyti að orkuinnviðum í vestanverðu landinu en Úkraínumenn segja að Rússar hafi notast við 43 eldflaugar af mismunandi gerðum og 74 Shahed sjálfsprengidróna við árásina. 15. janúar 2025 11:44 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Væntanleg embættistaka Donalds Trump í Bandaríkjunum hefur enn áhrif á stríðið í Úkraínu en Trump hefur sagt að það gæti tekið sex mánuði að binda enda á átökin. Þá eru valdamiklir menn í Rússlandi sagðir óánægðir með það hvað dregið hefur úr stríðinu og þau slæmu áhrif sem það hefur haft á hagkerfi Rússlands. 11. janúar 2025 10:31 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira
Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Rússar gerðu umfangsmikla dróna og eldflaugaárás á Úkraínu í nótt. Árásin beindist að mestu leyti að orkuinnviðum í vestanverðu landinu en Úkraínumenn segja að Rússar hafi notast við 43 eldflaugar af mismunandi gerðum og 74 Shahed sjálfsprengidróna við árásina. 15. janúar 2025 11:44
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Væntanleg embættistaka Donalds Trump í Bandaríkjunum hefur enn áhrif á stríðið í Úkraínu en Trump hefur sagt að það gæti tekið sex mánuði að binda enda á átökin. Þá eru valdamiklir menn í Rússlandi sagðir óánægðir með það hvað dregið hefur úr stríðinu og þau slæmu áhrif sem það hefur haft á hagkerfi Rússlands. 11. janúar 2025 10:31