„Fann að það héldu allir með okkur“ Sindri Sverrisson skrifar 15. janúar 2025 16:03 Gleði Þórsara var ósvikin eftir að fyrsti Íslandsmeistaratitilinn var í höfn, Þorlákshöfn. Stöð 2 Sport Fyrir tæpum fjórum árum vann Þór Þorlákshöfn sinn fyrsta og jafnframt einn óvæntasta Íslandsmeistaratitil í sögu körfuboltans hér á landi. Heimir Snær Heimisson, stuðningsmaður liðsins, var að sjálfsögðu fenginn til að rifja upp sigurstundina þegar hann mætti í Körfuboltakvöld Extra í gærkvöld. Heimir ræddi við þá Stefán Árna Pálsson og Tómas Steindórsson í þættinum í gær, um þá óhemju miklu gleði sem braust út vorið 2021 þegar Þór vann Keflavík í einvígi um Íslandsmeistaratitilinn. „Það er vídjó af mér þar sem við Heisi [Heiðar Snær Magnússon, körfuboltalýsandi] erum að knúsast og ég brotna niður í örmunum á honum,“ segir Heimir en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: KBK Extra - Heimir rifjaði upp titilinn óvænta „Þetta er eitthvað sem ég mun aldrei geta lýst. Við bjuggumst ekkert við þessu. Keflavík átti bara að hlaupa í burtu með titilinn. Það bjuggust allir við því, þeir líka. Maður fann líka að það héldu allir með okkur – allir nema Keflvíkingar,“ bætir Heimir við. Hann segir titilinn hafa verið enn sætari í ljósi þess hve margir uppaldir Þorlákshafnarbúar voru í liðinu: „Þetta lið var svo mikið byggt upp á okkar strákum. Þarna erum við bara með Drungilas, Larry Thomas og Callum Lawson. Restin eru Þorlákshafnarbúar. Það er rosalega fallegt líka.“ Þjálfari Þórs þá og nú er reyndar ekki heimamaður en það er Lárus Jónsson sem Heimir ræðir um af mikilli aðdáun: „Það ætti að reisa styttu af Lalla. Hann verður aldrei í heitu sæti, því hann gerði þetta fyrir okkur. Enda höfum við alltaf, frá því að hann tók við, verið í topp fjórum eða að daðra við það. Áður en hann kom var Friðrik Ingi með okkur og við vorum að fara að falla.“ Brot úr þættinum má sjá hér að ofan en allur þátturinn er aðgengilegur áskrifendum að Stöð 2 Sport. Þættirnir eru sýndir á þriðjudagskvöldum. Bónus-deild karla Körfuboltakvöld Þór Þorlákshöfn Mest lesið Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Fótbolti Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Handbolti Í beinni: Arsenal - Tottenham | Norður-Lundúnaslagurinn Enski boltinn Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Handbolti Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Enski boltinn Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ Handbolti „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Sjá meira
Heimir ræddi við þá Stefán Árna Pálsson og Tómas Steindórsson í þættinum í gær, um þá óhemju miklu gleði sem braust út vorið 2021 þegar Þór vann Keflavík í einvígi um Íslandsmeistaratitilinn. „Það er vídjó af mér þar sem við Heisi [Heiðar Snær Magnússon, körfuboltalýsandi] erum að knúsast og ég brotna niður í örmunum á honum,“ segir Heimir en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: KBK Extra - Heimir rifjaði upp titilinn óvænta „Þetta er eitthvað sem ég mun aldrei geta lýst. Við bjuggumst ekkert við þessu. Keflavík átti bara að hlaupa í burtu með titilinn. Það bjuggust allir við því, þeir líka. Maður fann líka að það héldu allir með okkur – allir nema Keflvíkingar,“ bætir Heimir við. Hann segir titilinn hafa verið enn sætari í ljósi þess hve margir uppaldir Þorlákshafnarbúar voru í liðinu: „Þetta lið var svo mikið byggt upp á okkar strákum. Þarna erum við bara með Drungilas, Larry Thomas og Callum Lawson. Restin eru Þorlákshafnarbúar. Það er rosalega fallegt líka.“ Þjálfari Þórs þá og nú er reyndar ekki heimamaður en það er Lárus Jónsson sem Heimir ræðir um af mikilli aðdáun: „Það ætti að reisa styttu af Lalla. Hann verður aldrei í heitu sæti, því hann gerði þetta fyrir okkur. Enda höfum við alltaf, frá því að hann tók við, verið í topp fjórum eða að daðra við það. Áður en hann kom var Friðrik Ingi með okkur og við vorum að fara að falla.“ Brot úr þættinum má sjá hér að ofan en allur þátturinn er aðgengilegur áskrifendum að Stöð 2 Sport. Þættirnir eru sýndir á þriðjudagskvöldum.
Bónus-deild karla Körfuboltakvöld Þór Þorlákshöfn Mest lesið Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Fótbolti Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Handbolti Í beinni: Arsenal - Tottenham | Norður-Lundúnaslagurinn Enski boltinn Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Handbolti Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Enski boltinn Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ Handbolti „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Sjá meira