Það borgar sig að bíða Hildur Eiríksdóttir skrifar 15. janúar 2025 10:01 Núna þegar við bjóðum nýtt ár velkomið er tilvalið að líta yfir síðasta ár á verðbréfamörkuðum. Ef horft er út fyrir landsteinana var árið 2024 heilt yfir hagfellt. Árið 2022 var þungt með „bjarnarmarkaði“ en sú skilgreining er oft notuð þegar markaður hefur lækkað um 20% eða meira frá nýlegu hágildi. Við tóku 2023 og síðasta ár sem voru hagfelld á helstu mörkuðum með „bolamarkaði“ þar sem hagvöxtur var jákvæður, verðbólga á undanhaldi og seðlabankar hófu vaxtalækkunarferli í Evrópu og Bandaríkjunum. Þá sýndu uppgjör félaga heilt yfir góðar rekstrarniðurstöður. Þó er erfitt að horfa á erlenda markaði án þess að hafa í huga að enn geysa átök bæði í Úkraínu og á Gaza með þeim hörmulegu afleiðingum sem fylgja. Áhrif á verðbréfamarkaði eru venjulega mest í aðdraganda átaka, en leita svo leita markaðir yfirleitt fyrra jafnvægis þegar átök hafa brotist út. Innlendi hlutabréfamarkaðurinn átti nokkuð undir högg að sækja framan af síðasta ári eftir nokkuð snarpa hækkun í kjölfar tilkynningar um yfirtökutilboð JBT í Marel undir árslok 2023. Svo kom í ljós 20. desember síðastliðinn að yfir 90% hlutahafa Marel samþykktu tilboðið. Í upphafi nýs árs var svo uppgjör á einum stærstu fyrirtækjakaupum sem átt hafa sér stað á innlendum hlutabréfamarkaði. Eigendur Marel fengu ýmist greitt fyrir hlutabréfin sín með reiðufé eða í hlutabréfum í sameinuðu félagi, JBT Marel. Mikil eftirvænting er fólgin í því að halda inn í nýtt ár þar sem töluvert fjármagn hefur skipt um hendur og þá mögulega fjármagn sem á eftir að leita inn á verðbréfamarkaðinn hér heima. Tíðindalítið fram að vaxtalækkunum Innlendi hlutabréfamarkaðurinn fór í rauninni ekki að taka við sér á síðasta ári fyrr en verðbólgan hafði gefið nægilega eftir til að Seðlabanki Íslands gæti hafið vaxtalækkunarferlið. Það er skiljanlegt að mikið fjármagn hafi setið á háum vöxtum á innlánsreikningum bankastofnanna með tilliti til þess að við vorum í heilt ár í hágildi stýrivaxta. En þegar vaxtalækkunarferlið var hafið tóku bæði hluta- og skuldabréf að hækka í verði. Hægt er að tryggja sér vexti til lengri tíma með því að fjárfesta í skuldabréfum. Skuldabréf hafa átt undir högg að sækja í vaxtahækkunarferlinu sem hófst árið 2021 en kærkomið er að sjá að vaxtalækkunarferlið er hafið. Ef horft er yfir síðasta ár á innlendum hlutabréfamarkaði má sjá að það eru hefðbundin félög eins og fasteignafélögin Heimar, Kaldalón og Reitir sem röðuðu sér í nokkur af efstu sætunum þegar kemur að gengishækkunum. Amaroq og Oculis hækkuðu einnig vel en Oculis var skráð á aðalmarkað á síðasta ári. Þar að auki var Festi í fimmta sæti þegar kemur að mestri hækkun ársins en félagið hækkaði afkomuspá fjórum sinnum á árinu. Eins og sagði áður var tíðindalítið á innlendum hlutabréfamarkaði þar til vaxtalækkanir litu dagsins ljós. Yfirleitt þegar markaðurinn hefur átt undir högg að sækja þá á leiðrétting sér oft stað í snörpum hækkunardögum eins og sjá mátti á síðasta ársfjórðungi 2024. Góð uppgjör á þriðja ársfjórðungi studdu við sterkan hlutabréfamarkað síðasta ársfjórðunginn. Aukin upplýsingagjöf Hættan við að fara út af hlutabréfamarkaðnum er því sú að verða af hækkunardögunum. Í eignastýringarþjónustu er alltaf verið að horfa til langtímaávöxtunar og það sýnir sig í ávöxtunartölum síðasta árs að þeir sem hafa staðið þolinmóðir í gegnum sveiflurnar uppskera nú samhliða viðsnúningi á mörkuðum. Lykillinn er þó alltaf að tekið sé tillit til áhættuþols fjárfestis. Ef fjárfestingar valda vökunóttum þá er ástæða til að draga úr áhættunni. Árið 2023 var innleitt í lög að huga skyldi að upplýsingagjöf um sjálfbærni í fjárfestingum. Á árinu bætist svo við að stór félög og félög með skráð hlutabréf þurfa skila inn ófjárhagslegum upplýsingum í ársskýrslu er lúta að sjálfbærni. Markmiðið með innleiðingu löggjafarinnar er að samræma hvernig upplýsingum er miðlað og nýttar áfram með það að markmiði að stuðla að aukinni sjálfbærni. Dæmin sýna að fjármagn og fjárfestingar geta verið mikilvægt hreyfiafl til góðra verka í þessu samhengi. Auknar nýskráningar í Kauphöll Íslands undanfarin ár og meiri umræða um verðbréfamarkaðinn eru af hinu góða og alltaf bætast við aðilar sem sinna greiningum og upplýsingagjöf um markaðinn, hvort sem er í hlaðvörpum, á samfélagsmiðlum eða í almennri umræðu. Það að upplýsingar séu aðgengilegar og auki áhuga á markaðnum er svo til hagsbóta fyrir okkur öll. Nýsköpun er mikilvæg Ef litið er til Norðurlandanna er almenn eign í verðbréfum mun meiri en hérlendis. Sögulega hefur sparnaður Íslendinga mikið til byggst upp í gegnum fasteignir, en við búum líka yfir sterku lífeyriskerfi og erum í gegnum það öll þátttakendur á verðbréfamarkaði, jafnt innanlands sem utan. Innlán íslenskra heimila jukust mikið á tímum heimsfaraldurs og eru enn að byggjast upp. Gaman verður að sjá þegar vextir taka að lækka enn frekar hvort þessir fjármunir leiti ekki í auknum mæli inn á verðbréfamarkaðinn og styðji þá við starf þeirra öflugu fyrirtækja sem þar eru skráð. Erlendis, og þá sérstaklega á Norðurlöndunum, hafa nýsköpunarfyrirtæki líka tækifæri til að sækja sér fjármagn á minni markaði sem eru ekki ólíkir First North hlutabréfamarkaðnum hér. Mikilvægi nýsköpunar í því að byggja upp hagvöxt til lengri tíma er mikið og oft talað um að hugverkaiðnaðurinn sé fjórða stoð hagkerfisins á eftir sjávarútvegi, ferðaþjónustu og stóriðju. Við horfum bjartsýn til ársins á verðbréfamörkuðum og fögnum aukinni umræðu, fræðslu og almennri þátttöku. Í forgrunni af því sem verður spennandi að fylgjast með á árinu verður þróun vaxta og verðbólgu, útfærslur ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum, fjárfestingaflæði, uppgjör og horfur skráðra hlutafélaga, vertíðin og ferðmenn, og síðast en ekki síst, helstu vonarstjörnunum í Kauphöllinni, Alvotech, Amaroq og Oculis. Fjárfestingar eru til langs tíma Áramót eru jafnan góður tími til að setja sér markmið á mörgum sviðum og þar eru fjárhagsleg markmið ekki undanskilin. Í upphafi síðasta árs sáum við ekki fyrir atburði tengda stöðugum eldsumbrotum og áföllum í Grindavík frekar en við sáum fyrir okkur heimsfaraldur fyrir ekki svo löngu. Fjárfestingum á markaði fylgir jafnan óvissa og það sem við gerum til að draga úr áhættunni er að vera með vel dreift eignasafn, horfa til lengri tíma og stilla af hlutfall skuldabréfa og hlutabréfa. Hafa ber í huga að fjárfestingar eru til langs tíma og fjárfestingastefna í samræmi við áhættuþol hvers og eins er mikilvæg. Sveiflur á markaði geta haft áhrif á fjárfestingar til skamms tíma en síðasta ár hefur sýnt okkur að þolinmæði í gegnum sveiflur skilar nú ávöxtun samhliða viðsnúningi á verðbréfamörkuðum. Höfundur er forstöðumaður eignastýringar Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjármálamarkaðir Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Núna þegar við bjóðum nýtt ár velkomið er tilvalið að líta yfir síðasta ár á verðbréfamörkuðum. Ef horft er út fyrir landsteinana var árið 2024 heilt yfir hagfellt. Árið 2022 var þungt með „bjarnarmarkaði“ en sú skilgreining er oft notuð þegar markaður hefur lækkað um 20% eða meira frá nýlegu hágildi. Við tóku 2023 og síðasta ár sem voru hagfelld á helstu mörkuðum með „bolamarkaði“ þar sem hagvöxtur var jákvæður, verðbólga á undanhaldi og seðlabankar hófu vaxtalækkunarferli í Evrópu og Bandaríkjunum. Þá sýndu uppgjör félaga heilt yfir góðar rekstrarniðurstöður. Þó er erfitt að horfa á erlenda markaði án þess að hafa í huga að enn geysa átök bæði í Úkraínu og á Gaza með þeim hörmulegu afleiðingum sem fylgja. Áhrif á verðbréfamarkaði eru venjulega mest í aðdraganda átaka, en leita svo leita markaðir yfirleitt fyrra jafnvægis þegar átök hafa brotist út. Innlendi hlutabréfamarkaðurinn átti nokkuð undir högg að sækja framan af síðasta ári eftir nokkuð snarpa hækkun í kjölfar tilkynningar um yfirtökutilboð JBT í Marel undir árslok 2023. Svo kom í ljós 20. desember síðastliðinn að yfir 90% hlutahafa Marel samþykktu tilboðið. Í upphafi nýs árs var svo uppgjör á einum stærstu fyrirtækjakaupum sem átt hafa sér stað á innlendum hlutabréfamarkaði. Eigendur Marel fengu ýmist greitt fyrir hlutabréfin sín með reiðufé eða í hlutabréfum í sameinuðu félagi, JBT Marel. Mikil eftirvænting er fólgin í því að halda inn í nýtt ár þar sem töluvert fjármagn hefur skipt um hendur og þá mögulega fjármagn sem á eftir að leita inn á verðbréfamarkaðinn hér heima. Tíðindalítið fram að vaxtalækkunum Innlendi hlutabréfamarkaðurinn fór í rauninni ekki að taka við sér á síðasta ári fyrr en verðbólgan hafði gefið nægilega eftir til að Seðlabanki Íslands gæti hafið vaxtalækkunarferlið. Það er skiljanlegt að mikið fjármagn hafi setið á háum vöxtum á innlánsreikningum bankastofnanna með tilliti til þess að við vorum í heilt ár í hágildi stýrivaxta. En þegar vaxtalækkunarferlið var hafið tóku bæði hluta- og skuldabréf að hækka í verði. Hægt er að tryggja sér vexti til lengri tíma með því að fjárfesta í skuldabréfum. Skuldabréf hafa átt undir högg að sækja í vaxtahækkunarferlinu sem hófst árið 2021 en kærkomið er að sjá að vaxtalækkunarferlið er hafið. Ef horft er yfir síðasta ár á innlendum hlutabréfamarkaði má sjá að það eru hefðbundin félög eins og fasteignafélögin Heimar, Kaldalón og Reitir sem röðuðu sér í nokkur af efstu sætunum þegar kemur að gengishækkunum. Amaroq og Oculis hækkuðu einnig vel en Oculis var skráð á aðalmarkað á síðasta ári. Þar að auki var Festi í fimmta sæti þegar kemur að mestri hækkun ársins en félagið hækkaði afkomuspá fjórum sinnum á árinu. Eins og sagði áður var tíðindalítið á innlendum hlutabréfamarkaði þar til vaxtalækkanir litu dagsins ljós. Yfirleitt þegar markaðurinn hefur átt undir högg að sækja þá á leiðrétting sér oft stað í snörpum hækkunardögum eins og sjá mátti á síðasta ársfjórðungi 2024. Góð uppgjör á þriðja ársfjórðungi studdu við sterkan hlutabréfamarkað síðasta ársfjórðunginn. Aukin upplýsingagjöf Hættan við að fara út af hlutabréfamarkaðnum er því sú að verða af hækkunardögunum. Í eignastýringarþjónustu er alltaf verið að horfa til langtímaávöxtunar og það sýnir sig í ávöxtunartölum síðasta árs að þeir sem hafa staðið þolinmóðir í gegnum sveiflurnar uppskera nú samhliða viðsnúningi á mörkuðum. Lykillinn er þó alltaf að tekið sé tillit til áhættuþols fjárfestis. Ef fjárfestingar valda vökunóttum þá er ástæða til að draga úr áhættunni. Árið 2023 var innleitt í lög að huga skyldi að upplýsingagjöf um sjálfbærni í fjárfestingum. Á árinu bætist svo við að stór félög og félög með skráð hlutabréf þurfa skila inn ófjárhagslegum upplýsingum í ársskýrslu er lúta að sjálfbærni. Markmiðið með innleiðingu löggjafarinnar er að samræma hvernig upplýsingum er miðlað og nýttar áfram með það að markmiði að stuðla að aukinni sjálfbærni. Dæmin sýna að fjármagn og fjárfestingar geta verið mikilvægt hreyfiafl til góðra verka í þessu samhengi. Auknar nýskráningar í Kauphöll Íslands undanfarin ár og meiri umræða um verðbréfamarkaðinn eru af hinu góða og alltaf bætast við aðilar sem sinna greiningum og upplýsingagjöf um markaðinn, hvort sem er í hlaðvörpum, á samfélagsmiðlum eða í almennri umræðu. Það að upplýsingar séu aðgengilegar og auki áhuga á markaðnum er svo til hagsbóta fyrir okkur öll. Nýsköpun er mikilvæg Ef litið er til Norðurlandanna er almenn eign í verðbréfum mun meiri en hérlendis. Sögulega hefur sparnaður Íslendinga mikið til byggst upp í gegnum fasteignir, en við búum líka yfir sterku lífeyriskerfi og erum í gegnum það öll þátttakendur á verðbréfamarkaði, jafnt innanlands sem utan. Innlán íslenskra heimila jukust mikið á tímum heimsfaraldurs og eru enn að byggjast upp. Gaman verður að sjá þegar vextir taka að lækka enn frekar hvort þessir fjármunir leiti ekki í auknum mæli inn á verðbréfamarkaðinn og styðji þá við starf þeirra öflugu fyrirtækja sem þar eru skráð. Erlendis, og þá sérstaklega á Norðurlöndunum, hafa nýsköpunarfyrirtæki líka tækifæri til að sækja sér fjármagn á minni markaði sem eru ekki ólíkir First North hlutabréfamarkaðnum hér. Mikilvægi nýsköpunar í því að byggja upp hagvöxt til lengri tíma er mikið og oft talað um að hugverkaiðnaðurinn sé fjórða stoð hagkerfisins á eftir sjávarútvegi, ferðaþjónustu og stóriðju. Við horfum bjartsýn til ársins á verðbréfamörkuðum og fögnum aukinni umræðu, fræðslu og almennri þátttöku. Í forgrunni af því sem verður spennandi að fylgjast með á árinu verður þróun vaxta og verðbólgu, útfærslur ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum, fjárfestingaflæði, uppgjör og horfur skráðra hlutafélaga, vertíðin og ferðmenn, og síðast en ekki síst, helstu vonarstjörnunum í Kauphöllinni, Alvotech, Amaroq og Oculis. Fjárfestingar eru til langs tíma Áramót eru jafnan góður tími til að setja sér markmið á mörgum sviðum og þar eru fjárhagsleg markmið ekki undanskilin. Í upphafi síðasta árs sáum við ekki fyrir atburði tengda stöðugum eldsumbrotum og áföllum í Grindavík frekar en við sáum fyrir okkur heimsfaraldur fyrir ekki svo löngu. Fjárfestingum á markaði fylgir jafnan óvissa og það sem við gerum til að draga úr áhættunni er að vera með vel dreift eignasafn, horfa til lengri tíma og stilla af hlutfall skuldabréfa og hlutabréfa. Hafa ber í huga að fjárfestingar eru til langs tíma og fjárfestingastefna í samræmi við áhættuþol hvers og eins er mikilvæg. Sveiflur á markaði geta haft áhrif á fjárfestingar til skamms tíma en síðasta ár hefur sýnt okkur að þolinmæði í gegnum sveiflur skilar nú ávöxtun samhliða viðsnúningi á verðbréfamörkuðum. Höfundur er forstöðumaður eignastýringar Íslandsbanka.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun