Körfubolti

Njarð­vík og Stjarnan með góða úti­sigra

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Denia Davis-Stewart var mögnuð í kvöld.
Denia Davis-Stewart var mögnuð í kvöld. Vísir/Diego

Njarðvík og Stjarnan unnu bæði öfluga útisigra í Bónus-deild kvenna í körfubolta í kvöld.

Stjarnan mætti Hamar/Þór og vann góðan tíu stiga útisigur, lokatölur 77-87. Denia Davis- Stewart átti ótrúlegan leik í liði Stjörnunnar en hún skoraði 26 stig og tók 21 frákast. Abby Claire Beeman var stigahæst í liði heimaliðsins með 25 stig ásamt því að taka 11 fráköst og gefa 7 stoðsendingar.

Njarðvík vann fjögurra stiga útisigur á Aþenu, lokatölur 66-70. Brittany Dinkins var stigahæst í sigurliðinu með 25 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar. Ajulu Obur Thatha var stigahæst í liði Aþenu með 16 stig, 12 fráköst og 2 stoðsendingar.

Stöðuna í deildinni má vinna á vef KKÍ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×