Til skoðunar að selja almenningi bankann Árni Sæberg skrifar 14. janúar 2025 12:14 Daði Már Kristófersson er fjármála- og efnahagsráðherra utan þings. Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra segir koma til greina að eftirstandandi hlutur ríkisins verði seldur í almennu hlutafjárútboði. Mikilvægast sé að söluferlið verði gagnsætt og hafið yfir allan vafa. Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, greindi frá því í Silfrinu á Rúv í gær að eftirstandandi hlutur ríkisins í Íslandsbanka yrði seldur á árinu. Heimir Már Pétursson ræddi við hann að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. „Við erum að vinna frumvarp þar sem því verður nákvæmlega lýst hvernig söluferlið getur orðið. Það er mikilvægt að þetta ferli sé opið og hafið yfir allan vafa, að það sé traust á því ferli. Það mál er í vinnslu.“ Almenningur fái örugglega að taka þátt Sala á hlut ríkisins hófst árið 2021 með almennu útboði á 35 prósenta hlut ríkisins í bankanum og skráningu bankans í Kauphöllina. Um 55 milljarðar króna fengust fyrir hlutinn og hluthafar urðu 24 þúsund talsins. Langflestir nokkurs félags í Kauphöllinni. Annað útboð fór fram árið 2022 þegar 22,5 prósenta hlutur í bankanum var seldur. Þá fengu aðeins hæfir fjárfestar að taka þátt. Tæplega 53 milljarðar króna fengust fyrir hlutinn en söluferlið var harðlega gagnrýnt. Ekki síst vegna þess hverjir fengu að taka þátt í útboðinu, meðal annars faðir þáverandi fjármálaráðherra. Daði Már segir að fyrirkomulag eftirstandandi hlutar ríkisins, 42,5 prósent, liggi ekki fyrir að svo stöddu. „Það er verið að skoða báða möguleika en það verður örugglega eitthvað boðið til almennings. Svo á eftir að taka ákvörðun um það hvernig nákvæmlega útfærslan verður.“ Þá segir hann ekki hafa verið ákveðið hvort hluturinn verði seldur allur á einu bretti eða í bútum. Fyrri ríkisstjórn hafði ætlað sér að selja hlutinn í tveimur bútum. Markaðsvirði hlutarins rúmir hundrað milljarðar Daði Már segir að þegar sé gert ráð fyrir sölu Íslandsbanka í fyrirliggjandi fjárhagsáætlunum ríkisins. Söluandvirðið verði bæði nýtt til þess að ráðast í ný verkefni og greiða niður skuldir ríkissjóðs. Markaðsvirði Íslandsbanka þegar þessi frétt er skrifuð er 238, 3 milljarðar króna og virði hlutar ríkisins er 101,3 milljarðar króna. Óvarlegt væri að áætla að svo mikið fáist fyrir hlutinn enda er verð hlutabréfa í útboðum ávallt lægra en á almennum markaði. Til dæmis fengu hæfu fjárfestarnir sem keyptu í Íslandsbanka árið 2022 um fjögurra prósenta „afslátt“. Það er að segja, útboðsgengið var fjórum prósentum lægra en dagslokagengið daginn fyrir útboð. Daði Már bendir á að erfitt er að spá fyrir um hversu mikið mun fást fyrir hlut ríksins, enda sveiflist markaðsvirði fjármálastofnana nokkuð mikið. Virðið verði að koma í ljós þegar nær dregur. Íslandsbanki Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Kaup og sala fyrirtækja Kauphöllin Tengdar fréttir Telur söluna í ISB hafa tekist sérstaklega vel til í „veigamestu atriðunum“ Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir í áliti sínu um skýrslu Ríkisendurskoðunar um sölu á rúmlega fimmtungshlut ríkisins í Íslandsbanka í fyrra að „óumdeilt“ sé að ekki hafi verið „raunhæft, faglegt eða skynsamlegt“ að taka tilboðum á hærra gengi í útboðinu. Í álitinu eru gerðar ýmsar athugasemdir við efnistök skýrslu Ríkisendurskoðunar og nefnt að útreikningar í krónum talið sem þar birtust um hvað hefði fengist fyrir hærri tilboð hafi „verið til þess fallin að valda misskilningi.“ Meirihlutinn telur að aðkoma Íslandsbanka að framkvæmd útboðsins hafi „ýtt undir vantraust gagnvart sölunni.“ 27. febrúar 2023 15:08 Íslandsbankasalan: Meirihlutinn felldi tillögu um lögfræðilegt álit Tryggvi Gunnarsson, fyrrverandi umboðsmaður Alþingis, telur að kanna hefði þurft betur ýmislegt varðandi það hvernig staðið var að sölunni á Íslandsbanka. Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar felldi tillögu minnihlutans um að fengið yrði lögfræðilegt álit. 24. janúar 2023 15:25 Mest lesið Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fleiri fréttir Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Sjá meira
Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, greindi frá því í Silfrinu á Rúv í gær að eftirstandandi hlutur ríkisins í Íslandsbanka yrði seldur á árinu. Heimir Már Pétursson ræddi við hann að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. „Við erum að vinna frumvarp þar sem því verður nákvæmlega lýst hvernig söluferlið getur orðið. Það er mikilvægt að þetta ferli sé opið og hafið yfir allan vafa, að það sé traust á því ferli. Það mál er í vinnslu.“ Almenningur fái örugglega að taka þátt Sala á hlut ríkisins hófst árið 2021 með almennu útboði á 35 prósenta hlut ríkisins í bankanum og skráningu bankans í Kauphöllina. Um 55 milljarðar króna fengust fyrir hlutinn og hluthafar urðu 24 þúsund talsins. Langflestir nokkurs félags í Kauphöllinni. Annað útboð fór fram árið 2022 þegar 22,5 prósenta hlutur í bankanum var seldur. Þá fengu aðeins hæfir fjárfestar að taka þátt. Tæplega 53 milljarðar króna fengust fyrir hlutinn en söluferlið var harðlega gagnrýnt. Ekki síst vegna þess hverjir fengu að taka þátt í útboðinu, meðal annars faðir þáverandi fjármálaráðherra. Daði Már segir að fyrirkomulag eftirstandandi hlutar ríkisins, 42,5 prósent, liggi ekki fyrir að svo stöddu. „Það er verið að skoða báða möguleika en það verður örugglega eitthvað boðið til almennings. Svo á eftir að taka ákvörðun um það hvernig nákvæmlega útfærslan verður.“ Þá segir hann ekki hafa verið ákveðið hvort hluturinn verði seldur allur á einu bretti eða í bútum. Fyrri ríkisstjórn hafði ætlað sér að selja hlutinn í tveimur bútum. Markaðsvirði hlutarins rúmir hundrað milljarðar Daði Már segir að þegar sé gert ráð fyrir sölu Íslandsbanka í fyrirliggjandi fjárhagsáætlunum ríkisins. Söluandvirðið verði bæði nýtt til þess að ráðast í ný verkefni og greiða niður skuldir ríkissjóðs. Markaðsvirði Íslandsbanka þegar þessi frétt er skrifuð er 238, 3 milljarðar króna og virði hlutar ríkisins er 101,3 milljarðar króna. Óvarlegt væri að áætla að svo mikið fáist fyrir hlutinn enda er verð hlutabréfa í útboðum ávallt lægra en á almennum markaði. Til dæmis fengu hæfu fjárfestarnir sem keyptu í Íslandsbanka árið 2022 um fjögurra prósenta „afslátt“. Það er að segja, útboðsgengið var fjórum prósentum lægra en dagslokagengið daginn fyrir útboð. Daði Már bendir á að erfitt er að spá fyrir um hversu mikið mun fást fyrir hlut ríksins, enda sveiflist markaðsvirði fjármálastofnana nokkuð mikið. Virðið verði að koma í ljós þegar nær dregur.
Íslandsbanki Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Kaup og sala fyrirtækja Kauphöllin Tengdar fréttir Telur söluna í ISB hafa tekist sérstaklega vel til í „veigamestu atriðunum“ Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir í áliti sínu um skýrslu Ríkisendurskoðunar um sölu á rúmlega fimmtungshlut ríkisins í Íslandsbanka í fyrra að „óumdeilt“ sé að ekki hafi verið „raunhæft, faglegt eða skynsamlegt“ að taka tilboðum á hærra gengi í útboðinu. Í álitinu eru gerðar ýmsar athugasemdir við efnistök skýrslu Ríkisendurskoðunar og nefnt að útreikningar í krónum talið sem þar birtust um hvað hefði fengist fyrir hærri tilboð hafi „verið til þess fallin að valda misskilningi.“ Meirihlutinn telur að aðkoma Íslandsbanka að framkvæmd útboðsins hafi „ýtt undir vantraust gagnvart sölunni.“ 27. febrúar 2023 15:08 Íslandsbankasalan: Meirihlutinn felldi tillögu um lögfræðilegt álit Tryggvi Gunnarsson, fyrrverandi umboðsmaður Alþingis, telur að kanna hefði þurft betur ýmislegt varðandi það hvernig staðið var að sölunni á Íslandsbanka. Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar felldi tillögu minnihlutans um að fengið yrði lögfræðilegt álit. 24. janúar 2023 15:25 Mest lesið Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fleiri fréttir Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Sjá meira
Telur söluna í ISB hafa tekist sérstaklega vel til í „veigamestu atriðunum“ Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir í áliti sínu um skýrslu Ríkisendurskoðunar um sölu á rúmlega fimmtungshlut ríkisins í Íslandsbanka í fyrra að „óumdeilt“ sé að ekki hafi verið „raunhæft, faglegt eða skynsamlegt“ að taka tilboðum á hærra gengi í útboðinu. Í álitinu eru gerðar ýmsar athugasemdir við efnistök skýrslu Ríkisendurskoðunar og nefnt að útreikningar í krónum talið sem þar birtust um hvað hefði fengist fyrir hærri tilboð hafi „verið til þess fallin að valda misskilningi.“ Meirihlutinn telur að aðkoma Íslandsbanka að framkvæmd útboðsins hafi „ýtt undir vantraust gagnvart sölunni.“ 27. febrúar 2023 15:08
Íslandsbankasalan: Meirihlutinn felldi tillögu um lögfræðilegt álit Tryggvi Gunnarsson, fyrrverandi umboðsmaður Alþingis, telur að kanna hefði þurft betur ýmislegt varðandi það hvernig staðið var að sölunni á Íslandsbanka. Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar felldi tillögu minnihlutans um að fengið yrði lögfræðilegt álit. 24. janúar 2023 15:25
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent