Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. janúar 2025 07:10 Talsmenn TikTok segja ekkert til í frétt Bloomberg. Getty Bloomberg News segir embættismenn í Kína hafa átt viðræður um mögulega sölu TikTok til Elon Musk, ef til þess kemur að samskiptamiðillinn verður bannaður í Bandaríkjunum. Talsmenn Tik Tok segja ekkert til í fregnunum og hafa neitað að tjá sig um „pjúra skáldskap“. Samkvæmt frétt Bloomberg vilja stjórnvöld í Kína helst að TikTok verði áfram í eigu móðurfélagsins ByteDance en óvíst er að hversu miklu leyti fyrirtækið hefur verið upplýst um viðræðurnar. Möguleg sala til Musk er sögð ein af mögulegum sviðsmyndum ef til þess kemur að Hæstiréttur Bandaríkjanna staðfesti lög sem banna TikTok í Bandaríkjunum á meðan samfélagsmiðillinn er enn í eigu Kínverja. Stjórnvöld í Bandaríkjunum segja eignarhald ByteDance á TikTok ógna þjóðaröryggi Bandaríkjanna en lögmenn TikTok segja umrædd lög hins vegar brjóta gegn tjáningarfrelsi milljóna notenda vestanhafs. Að því er Bloomberg greinir frá eru hugmyndir uppi um að Musk myndi kaupa TikTok og reka samhliða X, áður Twitter. Musk er ötull stuðningsmaður Donald Trump, fyrrverandi og verðandi Bandaríkjaforseta, og hefur talað mjög fyrir minni ritskoðun á netinu. Trump var áður fylgjandi banni á TikTok en virðist eitthvað hafa skipt um skoðun eftir að hann var aftur kjörinn forseti og fundaði með milljarðamæringnum Jeff Yass. Yass hefur gefið milljónir til Repúblikanaflokksins og á hlut í ByteDance og Truth Social, samfélagsmiðli Trump. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Samfélagsmiðlar TikTok Kína Elon Musk Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Sjá meira
Talsmenn Tik Tok segja ekkert til í fregnunum og hafa neitað að tjá sig um „pjúra skáldskap“. Samkvæmt frétt Bloomberg vilja stjórnvöld í Kína helst að TikTok verði áfram í eigu móðurfélagsins ByteDance en óvíst er að hversu miklu leyti fyrirtækið hefur verið upplýst um viðræðurnar. Möguleg sala til Musk er sögð ein af mögulegum sviðsmyndum ef til þess kemur að Hæstiréttur Bandaríkjanna staðfesti lög sem banna TikTok í Bandaríkjunum á meðan samfélagsmiðillinn er enn í eigu Kínverja. Stjórnvöld í Bandaríkjunum segja eignarhald ByteDance á TikTok ógna þjóðaröryggi Bandaríkjanna en lögmenn TikTok segja umrædd lög hins vegar brjóta gegn tjáningarfrelsi milljóna notenda vestanhafs. Að því er Bloomberg greinir frá eru hugmyndir uppi um að Musk myndi kaupa TikTok og reka samhliða X, áður Twitter. Musk er ötull stuðningsmaður Donald Trump, fyrrverandi og verðandi Bandaríkjaforseta, og hefur talað mjög fyrir minni ritskoðun á netinu. Trump var áður fylgjandi banni á TikTok en virðist eitthvað hafa skipt um skoðun eftir að hann var aftur kjörinn forseti og fundaði með milljarðamæringnum Jeff Yass. Yass hefur gefið milljónir til Repúblikanaflokksins og á hlut í ByteDance og Truth Social, samfélagsmiðli Trump.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Samfélagsmiðlar TikTok Kína Elon Musk Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Sjá meira