Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Jakob Bjarnar skrifar 13. janúar 2025 14:45 Reynir Traustason er um þessar munir á 13. degi í föstu. Hann segir fyrstu fimm dagana erfiðasta. Nú er hann hvell skýr. vísir/vilhelm Reynir Traustason, sem um næstu mánaðarmót lætur af störfum sem ritstjóri Mannlífs, er nú í miðri föstu og hann lætur vel af sér. „Já. Nú er ég búinn að fasta í 13 sólarhringa. Ég er hvellskýr og veit svör við öllu. Spurðu mig og ég veit það,“ segir Reynir. Í morgun ritað Reynir óhemju einlæga færslu á Facebook þar sem hann greinir frá þessari baráttu sinni við aukakílóin, þessa fíkn sem hann hefur átt við lengi. Reynir segist alltaf hafa gengist fúslega við því að vera fíkill. „Ég hætti að drekka fyrir 30 árum. Fyrir 12 árum hætti ég að reykja og nú er ég að glíma við þá þriðju sem er matar og sykurfíkn.“ Heilbrigðið en ekki fegurðin sem dregur vagninn Reynir segist ekki nota nein lyf en hann sé eins og jójó, þyngist og léttist á víxl. Hann hafi aldrei getað stjórnað því hvað það er sem hann lætur í sig. En hann nýtur þess nú að hafa fyrir um tíu árum náð að létta sig um ein 40 kíló og það hafi reynst varanlegt. En, má þetta? Eða er þetta ekki að fitusmána sjálfan sig? Reynir segist ekkert vita um hvað blaðamaður er að tala. „Nú eru þetta tíu kíló sem ég er að eiga við en ég er eins og flóð og fjara. Ég er að reyna að búa mér til system,“ segir Reynir og lýsir því hvernig hann ætli að lifa á grænmeti frá mánudegi til fimmtudags, þá verði fiski bætt inn í máltíðirnar. Einn kjötdagur í viku, út með sykur og hveiti og svo er það ein bakaríisferð í viku. „Ég er orðinn 71 árs, ef ég man rétt. Ég er að hugsa um að geta hoppað uppá fjöll og lifað sæmilegu lífi þessi gullnu ár sem fram undan eru. En ég er ekkert að hugsa um að verða fallegur, það er orðið of seint, heldur heilbrigður.“ Gulrótin er þorrablótið á Búðum Reynir segir ofþyngd stærsta heilbrigðisvandamál þjóðarinnar og fyrir nokkrum árum hafi læknir sagt honum að maður sem fái hjartaáfall vegna ólifnaðar kosti ríkið 70 milljónir minnst. En það hefði getað sloppið ef viðkomandi hefði lifað sæmilega heilbrigðu lífi. Að sögn Reynis er þetta meira en að segja það, sykurinn sé alls staðar. Og auðvelt að láta eftir þessari fíkn, ef hann sér köku hakkar hann hana í sig. „Það er allsstaðar þetta ógeð.“ En hvernig líður mönnum í föstunni? „Ég sef miklu betur og er hvellskýr. Miklu skýrari en þegar ég er búinn að borða hálft lambalæri, þá situr maður og mallar inní sjálfum sér. Þetta er þannig að þetta er miklu betri almenn líðan. Þetta er 15 daga fasta og ég glími við hungur fyrstu fimm dagana og svo bíngó. En ég neita því ekki að ég bíð spenntur eftir þorrablótinu á Hótel Búðum um helgina. Björn Jörundur og félagar. Það er gulrótin, eins eins hallærislegt og það er; súrmaturinn handan við hornið.“ Heilsa Þyngdarstjórnunarlyf Fjölmiðlar Mest lesið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Fleiri fréttir Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Sjá meira
„Já. Nú er ég búinn að fasta í 13 sólarhringa. Ég er hvellskýr og veit svör við öllu. Spurðu mig og ég veit það,“ segir Reynir. Í morgun ritað Reynir óhemju einlæga færslu á Facebook þar sem hann greinir frá þessari baráttu sinni við aukakílóin, þessa fíkn sem hann hefur átt við lengi. Reynir segist alltaf hafa gengist fúslega við því að vera fíkill. „Ég hætti að drekka fyrir 30 árum. Fyrir 12 árum hætti ég að reykja og nú er ég að glíma við þá þriðju sem er matar og sykurfíkn.“ Heilbrigðið en ekki fegurðin sem dregur vagninn Reynir segist ekki nota nein lyf en hann sé eins og jójó, þyngist og léttist á víxl. Hann hafi aldrei getað stjórnað því hvað það er sem hann lætur í sig. En hann nýtur þess nú að hafa fyrir um tíu árum náð að létta sig um ein 40 kíló og það hafi reynst varanlegt. En, má þetta? Eða er þetta ekki að fitusmána sjálfan sig? Reynir segist ekkert vita um hvað blaðamaður er að tala. „Nú eru þetta tíu kíló sem ég er að eiga við en ég er eins og flóð og fjara. Ég er að reyna að búa mér til system,“ segir Reynir og lýsir því hvernig hann ætli að lifa á grænmeti frá mánudegi til fimmtudags, þá verði fiski bætt inn í máltíðirnar. Einn kjötdagur í viku, út með sykur og hveiti og svo er það ein bakaríisferð í viku. „Ég er orðinn 71 árs, ef ég man rétt. Ég er að hugsa um að geta hoppað uppá fjöll og lifað sæmilegu lífi þessi gullnu ár sem fram undan eru. En ég er ekkert að hugsa um að verða fallegur, það er orðið of seint, heldur heilbrigður.“ Gulrótin er þorrablótið á Búðum Reynir segir ofþyngd stærsta heilbrigðisvandamál þjóðarinnar og fyrir nokkrum árum hafi læknir sagt honum að maður sem fái hjartaáfall vegna ólifnaðar kosti ríkið 70 milljónir minnst. En það hefði getað sloppið ef viðkomandi hefði lifað sæmilega heilbrigðu lífi. Að sögn Reynis er þetta meira en að segja það, sykurinn sé alls staðar. Og auðvelt að láta eftir þessari fíkn, ef hann sér köku hakkar hann hana í sig. „Það er allsstaðar þetta ógeð.“ En hvernig líður mönnum í föstunni? „Ég sef miklu betur og er hvellskýr. Miklu skýrari en þegar ég er búinn að borða hálft lambalæri, þá situr maður og mallar inní sjálfum sér. Þetta er þannig að þetta er miklu betri almenn líðan. Þetta er 15 daga fasta og ég glími við hungur fyrstu fimm dagana og svo bíngó. En ég neita því ekki að ég bíð spenntur eftir þorrablótinu á Hótel Búðum um helgina. Björn Jörundur og félagar. Það er gulrótin, eins eins hallærislegt og það er; súrmaturinn handan við hornið.“
Heilsa Þyngdarstjórnunarlyf Fjölmiðlar Mest lesið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Fleiri fréttir Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Sjá meira