Öll að koma til eftir fólskulegt brot Valur Páll Eiríksson skrifar 14. janúar 2025 08:00 Elín Klara fær aðstoð við að komast af velli eftir brotið fólskulega. Vísir/Jón Gautur Elín Klara Þorkelsdóttir er á batavegi eftir fautabrot andstæðings Hauka í Evrópuleik í gær. Haukakonur náðu sögulegum árangri og stefna enn lengra í keppninni. Þrátt fyrir að vera aðeins tvítug hefur Elín Klara sýnt og sannað að hún er ein af allra bestu handboltakonum landsins. Hún hefur verið driffjöðurin í öflugu Haukaliði sem náði sögulega góðum árangri er það komst áfram í EHF-bikarnum í gær. Elín Klara var markahæst Haukakvenna í tveggja marka sigri á Galychanka frá Lviv í Úkraínu. Sigurinn skilaði Haukum áfram í 8-liða úrslit keppninnar í fyrsta skipti í sögu kvennaliðs félagsins. „Helgin var ótrúlega skemmtileg. Það var geggjuð stemning á Ásvöllum og umgjörðin alveg til fyrirmyndar. Þetta var bara frábært og endaði vel,“ segir Elín Klara en báðir leikirnir fóru fram að Ásvöllum um helgina. „Það var geðveikt að fá báða leikina á heimavelli. Við vissum lítið um liðið og var aðeins þægilegra að mæta í leik tvö, þá vissum við hvað við vorum að fá. Þær komu svolítið á óvart, þær spiluðu við slök lið á undan svo við vorum ekki með rosalega góða leiki. Þær voru með hraða og ágætis leikmenn en voru ekki mjög fljótar heim sem við nýttum okkur vel í leikjunum.“ Var flengt í jörðina Þær úkraínsku virtust komnar með nóg af Elínu undir lok leiks í gær og fékk varnarmaður liðsins að líta beint rautt spjald fyrir þetta fautabrot. Elín var borin sárþjáð af velli en er blessunarlega á batavegi. Elínu Klöru var hrint hressilega og lenti illa á mjöðminni.Vísir/Jón Gautur „Þær voru svolítið grimmar, sérstaklega þarna undir lokin. Ég hefði kannski átt að vera bara róleg og ekki fara í svona árás,“ segir Elín létt. „Ég hugsa að þær hafi ekkert verið að spá mikið og hent í þessi grófu brot.“ Það fór betur en áhorfðist og Elín Klara var nokkuð brött degi eftir leik. „Ég er ágæt. Ég er með smá verk, þetta var aðallega bara höggið. Ég held að þetta sé ekkert alvarlegt,“ Fimmti leikurinn á tíu dögum Haukakonur þurfa að bíða í rúma viku eftir því að vita hvaða liði þær mæta í næstu umferð en 16-liða úrslitin klárast í hinum einvígjunum næstu helgi. Valskonur geta leikið afrek þeirra eftir en þær gerðu jafntefli við Malaga á Spáni á laugardaginn en spila síðari leikinn við spænska liðið að Hlíðarenda næstu helgi. Þessi lið mætast svo einmitt í miðri viku í Olís-deildinni svo það er skammt stórra högga á milli. Þrátt fyrir högg helgarinnar stefnir Elín Klara á að mæta Valskonum á miðvikudagskvöldið. „Já, algjörlega. Þetta var náttúrulega stíf vika. Við spiluðum fjóra leiki á einni viku og annar leikur strax núna á miðvikudaginn. En við bara slökum á og mætum af fullum krafti á miðvikudaginn,“ segir Elín sem nýtur þess að spila svo þétt. „Manni líður smá eins og maður sé í úrslitakeppninni. Það er smá þannig vibe. Það er ótrúlega gaman.“ Þvo bíla og selja fisk Haukakonur unnu lið frá Belgíu og Króatíu áður en kom að leikjum helgarinnar og það krefst vinnu að safna fyrir ferðalögunum sem fylgja. Sú vinna er auðveldari þegar árangurinn er svo góður. Klippa: Að jafna sig eftir fólskulegt brot „Félagið hefur staðið þétt við bakið á okkur og umgjörðin frábær. Foreldrar okkar í liðinu hafa verið ótrúlega duglegir að hjálpast að og svo erum við duglegar í fjáröflunum. Við erum þakklátar fyrir alla hjálp sem við fáum,“ segir Elín Klara. En hvað hafa Haukakonur verið að gera til að safna fé? „Við höfum verið að sinna bílaþvætti og selja fisk og svona allskyns fjáraflanir.“ Elín Klara er þá strax farin að hlakka til 8-liða úrslitanna sem fara fram í seinni hluta febrúar. „Þetta er ótrúlega gaman. Við erum spenntar fyrir næsta drætti. Þetta er mikil heiður og í fyrsta skipti í sögu Hauka sem kvennalið er komið í 8-liða úrslit sem er bara frábært. Þetta er gott fyrir íslenskan kvennahandbolta og við erum virkilega stoltar af því.“ Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Haukar Handbolti EHF-bikarinn Olís-deild kvenna Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Sjá meira
Þrátt fyrir að vera aðeins tvítug hefur Elín Klara sýnt og sannað að hún er ein af allra bestu handboltakonum landsins. Hún hefur verið driffjöðurin í öflugu Haukaliði sem náði sögulega góðum árangri er það komst áfram í EHF-bikarnum í gær. Elín Klara var markahæst Haukakvenna í tveggja marka sigri á Galychanka frá Lviv í Úkraínu. Sigurinn skilaði Haukum áfram í 8-liða úrslit keppninnar í fyrsta skipti í sögu kvennaliðs félagsins. „Helgin var ótrúlega skemmtileg. Það var geggjuð stemning á Ásvöllum og umgjörðin alveg til fyrirmyndar. Þetta var bara frábært og endaði vel,“ segir Elín Klara en báðir leikirnir fóru fram að Ásvöllum um helgina. „Það var geðveikt að fá báða leikina á heimavelli. Við vissum lítið um liðið og var aðeins þægilegra að mæta í leik tvö, þá vissum við hvað við vorum að fá. Þær komu svolítið á óvart, þær spiluðu við slök lið á undan svo við vorum ekki með rosalega góða leiki. Þær voru með hraða og ágætis leikmenn en voru ekki mjög fljótar heim sem við nýttum okkur vel í leikjunum.“ Var flengt í jörðina Þær úkraínsku virtust komnar með nóg af Elínu undir lok leiks í gær og fékk varnarmaður liðsins að líta beint rautt spjald fyrir þetta fautabrot. Elín var borin sárþjáð af velli en er blessunarlega á batavegi. Elínu Klöru var hrint hressilega og lenti illa á mjöðminni.Vísir/Jón Gautur „Þær voru svolítið grimmar, sérstaklega þarna undir lokin. Ég hefði kannski átt að vera bara róleg og ekki fara í svona árás,“ segir Elín létt. „Ég hugsa að þær hafi ekkert verið að spá mikið og hent í þessi grófu brot.“ Það fór betur en áhorfðist og Elín Klara var nokkuð brött degi eftir leik. „Ég er ágæt. Ég er með smá verk, þetta var aðallega bara höggið. Ég held að þetta sé ekkert alvarlegt,“ Fimmti leikurinn á tíu dögum Haukakonur þurfa að bíða í rúma viku eftir því að vita hvaða liði þær mæta í næstu umferð en 16-liða úrslitin klárast í hinum einvígjunum næstu helgi. Valskonur geta leikið afrek þeirra eftir en þær gerðu jafntefli við Malaga á Spáni á laugardaginn en spila síðari leikinn við spænska liðið að Hlíðarenda næstu helgi. Þessi lið mætast svo einmitt í miðri viku í Olís-deildinni svo það er skammt stórra högga á milli. Þrátt fyrir högg helgarinnar stefnir Elín Klara á að mæta Valskonum á miðvikudagskvöldið. „Já, algjörlega. Þetta var náttúrulega stíf vika. Við spiluðum fjóra leiki á einni viku og annar leikur strax núna á miðvikudaginn. En við bara slökum á og mætum af fullum krafti á miðvikudaginn,“ segir Elín sem nýtur þess að spila svo þétt. „Manni líður smá eins og maður sé í úrslitakeppninni. Það er smá þannig vibe. Það er ótrúlega gaman.“ Þvo bíla og selja fisk Haukakonur unnu lið frá Belgíu og Króatíu áður en kom að leikjum helgarinnar og það krefst vinnu að safna fyrir ferðalögunum sem fylgja. Sú vinna er auðveldari þegar árangurinn er svo góður. Klippa: Að jafna sig eftir fólskulegt brot „Félagið hefur staðið þétt við bakið á okkur og umgjörðin frábær. Foreldrar okkar í liðinu hafa verið ótrúlega duglegir að hjálpast að og svo erum við duglegar í fjáröflunum. Við erum þakklátar fyrir alla hjálp sem við fáum,“ segir Elín Klara. En hvað hafa Haukakonur verið að gera til að safna fé? „Við höfum verið að sinna bílaþvætti og selja fisk og svona allskyns fjáraflanir.“ Elín Klara er þá strax farin að hlakka til 8-liða úrslitanna sem fara fram í seinni hluta febrúar. „Þetta er ótrúlega gaman. Við erum spenntar fyrir næsta drætti. Þetta er mikil heiður og í fyrsta skipti í sögu Hauka sem kvennalið er komið í 8-liða úrslit sem er bara frábært. Þetta er gott fyrir íslenskan kvennahandbolta og við erum virkilega stoltar af því.“ Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Haukar Handbolti EHF-bikarinn Olís-deild kvenna Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti