Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. janúar 2025 12:56 Ólafur Þór segir embættið hreinlega ekki mega tjá sig um mál þegar þinghald er lokað. „Við eigum rosalega erfitt með að tjá okkur um mál þar sem um er að ræða lokað þinghald. En þetta var skoðað á sínum tíma og niðurstaðan var sú að það væri ekki líklegt til sakfellis.“ Þetta segir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari spurður að því hvers vegna menn sem borin voru kennsl á í tengslum við mál Sigurjóns Ólafssonar, sem var á dögunum dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað andlega fatlaðri konu, voru ekki ákærðir. Sigurjón bauð fimm öðrum mönnum að brjóta gegn konunni, þar af fjórum sem lögreglu tókst að bera kennsl á. Enginn þeirra var ákærður og hafa menn krafist þess að ákæruvaldið svari fyrir þá ákvörðun. Samkvæmt dómnum í málinu var Sigurjón meðal annars fundinn sekur um að hafa nauðgað konunni ítrekað á árunum 2016 til 2020 og hafa notfært sér það að hún hafi ekki getað spornað við verknaðinum sökum fötlunar sinnar. Dómurinn kemst að þeirri niðurstöðu að Sigurjóni hafi mátt vera ljós aðstöðumunurinn sem var á milli þeirra en hann var að auki yfirmaður konunnar. Mennirnir sem um ræðir játuðu að hafa farið heim til konunnar og tekið þátt í kynlífi með henni og manninum en báru því allir við að hafa talið að það væri með hennar samþykki. Það liggur því beint við að spyrja hvort það sé það atriði sem stóð út af; að sanna að þeir hefðu gert sér grein fyrir aðstöðumuninum. Ekki síst með tilliti til þess að samkvæmt dómnum kom meðal annars fram í samskiptum milli Sigurjóns og mannanna að konan væri á valdi Sigurjóns. „Við getum ákveðið þetta hún [hlýðir]. Hún er 43 ára [...] Svo sagði ég henni ef þig langar að taka hana einn einhvern tímann þá yrði hún að gera það. Hún á bara að [hlýða]. [...] Já ég [ræð] henni og hvað hún gerir,“ segir Sigurjón við einn. „Hún [hlýðir] bara og gerir eins og ég segi,“ sagði hann við annan. Fréttastofa spurði Ólaf hvort ákvörðunina um að ákæra mennina ekki hefði eitthvað með það að gera að erfitt hefði verið að sanna að þeir hefðu mátt vita að kynlífið var gegn vilja konunnar. Ólafur sagði að til að svara þessu þyrfti hann að mega fara ofan í það sem kom fram í málinu. „Og það getum við ekki gert,“ segir hann. „Vandamálið er að við eigum svo erfitt með að tjá okkur um þetta.“ Hann ítrekar að þáttur mannanna hafi verið skoðaður ítarlega en niðurstaðan hafi verið sú að mál gegn þeim væru ekki líkleg til að leiða til sakfellingar. Héraðssaksóknari segir menn eðlilega bera málið saman við málið gegn Dominique Pelicot í Frakkland, sem var dæmdur fyrir að hafa nauðgað konu sinni og fengið aðra til þess að gera slíkt hið sama. Sigurjón og Pelicot eiga það til að mynda sameiginlegt að hafa notað internetið til að leita mennina uppi. „Stóri munurinn þar og á þessu máli er að þar var málsmeðferðin öll opinber, þannig að menn gátu alveg séð nákvæmlega hvernig sönnunarfærslunni var háttað og hvað kom fram í málinu,“ segir Ólafur. Gisele Pelicot, konan sem brotið var gegn, barðist hart fyrir því að þinghald yrði opið. Lögreglumál Kynferðisofbeldi Dómstólar Dómsmál Mál Dominique Pelicot Tengdar fréttir Átta ára fangelsi fyrir að nauðga andlega fatlaðri konu ítrekað Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Sigurjón Ólafsson, karlmann á sextugsaldri, í átta ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað andlegra fatlaðri konu ítrekað og látið aðra menn sem hann var í samskiptum við nauðga henni. Hann var yfirmaður hennar og neyddi son hennar til að fylgjast með kynferðislegum athöfnum þeirra. 10. janúar 2025 18:12 Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Fleiri fréttir Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Sjá meira
Þetta segir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari spurður að því hvers vegna menn sem borin voru kennsl á í tengslum við mál Sigurjóns Ólafssonar, sem var á dögunum dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað andlega fatlaðri konu, voru ekki ákærðir. Sigurjón bauð fimm öðrum mönnum að brjóta gegn konunni, þar af fjórum sem lögreglu tókst að bera kennsl á. Enginn þeirra var ákærður og hafa menn krafist þess að ákæruvaldið svari fyrir þá ákvörðun. Samkvæmt dómnum í málinu var Sigurjón meðal annars fundinn sekur um að hafa nauðgað konunni ítrekað á árunum 2016 til 2020 og hafa notfært sér það að hún hafi ekki getað spornað við verknaðinum sökum fötlunar sinnar. Dómurinn kemst að þeirri niðurstöðu að Sigurjóni hafi mátt vera ljós aðstöðumunurinn sem var á milli þeirra en hann var að auki yfirmaður konunnar. Mennirnir sem um ræðir játuðu að hafa farið heim til konunnar og tekið þátt í kynlífi með henni og manninum en báru því allir við að hafa talið að það væri með hennar samþykki. Það liggur því beint við að spyrja hvort það sé það atriði sem stóð út af; að sanna að þeir hefðu gert sér grein fyrir aðstöðumuninum. Ekki síst með tilliti til þess að samkvæmt dómnum kom meðal annars fram í samskiptum milli Sigurjóns og mannanna að konan væri á valdi Sigurjóns. „Við getum ákveðið þetta hún [hlýðir]. Hún er 43 ára [...] Svo sagði ég henni ef þig langar að taka hana einn einhvern tímann þá yrði hún að gera það. Hún á bara að [hlýða]. [...] Já ég [ræð] henni og hvað hún gerir,“ segir Sigurjón við einn. „Hún [hlýðir] bara og gerir eins og ég segi,“ sagði hann við annan. Fréttastofa spurði Ólaf hvort ákvörðunina um að ákæra mennina ekki hefði eitthvað með það að gera að erfitt hefði verið að sanna að þeir hefðu mátt vita að kynlífið var gegn vilja konunnar. Ólafur sagði að til að svara þessu þyrfti hann að mega fara ofan í það sem kom fram í málinu. „Og það getum við ekki gert,“ segir hann. „Vandamálið er að við eigum svo erfitt með að tjá okkur um þetta.“ Hann ítrekar að þáttur mannanna hafi verið skoðaður ítarlega en niðurstaðan hafi verið sú að mál gegn þeim væru ekki líkleg til að leiða til sakfellingar. Héraðssaksóknari segir menn eðlilega bera málið saman við málið gegn Dominique Pelicot í Frakkland, sem var dæmdur fyrir að hafa nauðgað konu sinni og fengið aðra til þess að gera slíkt hið sama. Sigurjón og Pelicot eiga það til að mynda sameiginlegt að hafa notað internetið til að leita mennina uppi. „Stóri munurinn þar og á þessu máli er að þar var málsmeðferðin öll opinber, þannig að menn gátu alveg séð nákvæmlega hvernig sönnunarfærslunni var háttað og hvað kom fram í málinu,“ segir Ólafur. Gisele Pelicot, konan sem brotið var gegn, barðist hart fyrir því að þinghald yrði opið.
Lögreglumál Kynferðisofbeldi Dómstólar Dómsmál Mál Dominique Pelicot Tengdar fréttir Átta ára fangelsi fyrir að nauðga andlega fatlaðri konu ítrekað Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Sigurjón Ólafsson, karlmann á sextugsaldri, í átta ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað andlegra fatlaðri konu ítrekað og látið aðra menn sem hann var í samskiptum við nauðga henni. Hann var yfirmaður hennar og neyddi son hennar til að fylgjast með kynferðislegum athöfnum þeirra. 10. janúar 2025 18:12 Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Fleiri fréttir Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Sjá meira
Átta ára fangelsi fyrir að nauðga andlega fatlaðri konu ítrekað Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Sigurjón Ólafsson, karlmann á sextugsaldri, í átta ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað andlegra fatlaðri konu ítrekað og látið aðra menn sem hann var í samskiptum við nauðga henni. Hann var yfirmaður hennar og neyddi son hennar til að fylgjast með kynferðislegum athöfnum þeirra. 10. janúar 2025 18:12