Viðskipti innlent

Not­enda­lausnir Origo verða Ofar

Atli Ísleifsson skrifar
Framkvæmdastjórn Ofar: Jón Mikael Jónasson, Sesselja Þórunn Jónsdóttir, Sævar Ólafsson, Sveinn Orri Tryggvason, Birgitta Bjarnadóttir, Ísleifur Örn Guðmundsson.
Framkvæmdastjórn Ofar: Jón Mikael Jónasson, Sesselja Þórunn Jónsdóttir, Sævar Ólafsson, Sveinn Orri Tryggvason, Birgitta Bjarnadóttir, Ísleifur Örn Guðmundsson. Ofar

Origo lausnir ehf., sá hluti Origo sem hefur sérhæft sig í sölu og þjónustu á notendabúnaði og tæknilausnum, hefur fengið nafnið Ofar.

Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að með tilkomu eignarhaldsfélagsins Skyggnis í lok 2024 hafi Origo gengið í gegnum endurskipulagningu og sé tilkoma Ofar liður í henni.

„Hlutverk Ofar er að styðja við fyrirtæki, stofnanir og endursöluaðila með tölvu- og tæknibúnaði frá yfir 150 heimsþekktum vörumerkjum á borð við Lenovo, Canon, Bose og Sony. Fyrirtækið býður einnig upp á framúrskarandi úrval og þjónustu í hljóð- og myndlausnum, prentlausnum, ásamt tæknilausnum fyrir vöruhús, verslanir, veitingastaði og fleira.

Engar breytingar verða gerðar á nafni eða þeirri starfsemi Origo sem snýr að þróun á hugbúnaði, rekstrarþjónustu og innviðum.

Markið alltaf sett ofar

Ofar byggir á traustum grunni sem má upphaflega rekja til Skrifstofuvéla og IBM á Íslandi fram til ársins 1992 þegar Nýherji varð til. Árið 2018 sameinaðist Nýherji félögunum Applicon og TM Software undir nafni Origo,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×