Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. janúar 2025 08:14 Kristersson segir Svía myndu taka þátt í auknu eftirliti með neðansjávarinnviðum. AP/Sergei Grits Svíþjóð er hvorki í stríði né býr það við frið, segir forsætisráðherrann Ulf Kristersson. Hann greindi frá því um helgina að Svíar myndu taka þátt í hertu eftirliti Atlantshafsbandalagsins á Eystrasalti. Svíþjóð mun leggja til allt að þrjú herskip og eina eftirlitsflugvél til að fylgjast með mikilvægum innviðum og „skuggaflota“ Rússa og freista þess að koma í veg fyrir frekari skemmdir. Kristersson sagði á árlegu málþingi um öryggismál um helgina að það væri ekki hægt að útiloka að fjandsamlegar aðgerðir væru orsakavaldur skemmda á hinum ýmsu sæstrengjum síðustu misseri. „Svíþjóð er ekki í stríði en það ríkir heldur ekki friður,“ sagði forsætisráðherrann. „Sannur friður krefst frelsis og lausnar frá alvarlegum átökum milli ríkja. En við og nágrannar okkar sætum blönduðum árásum, ekki vélmanna og hermanna, heldur tölva, fjármuna, upplýsingaóreiðu og hættunni á skemmdarverkum.“ Hann sagði þá sem vildu frið þurfa að vera undirbúna fyrir átök. Kristersson sagði rannsókn á mögulegum skemmdarverkum skipsins Eagle S á sæstrengjum milli Finnlands og Eistlands standa yfir. Svíar myndu ekki saka neinn um skemmdarverk án þess að hafa eitthvað fyrir sér. Hins vegar væru þeir ekki heldur nein kjánaprik og það væri ólíklegt að áhöfn á skipi myndi draga akkeri og 300 metra keðju yfir 100 kílómetra án þess að taka eftir því. Ítarlega frétt um málið má finna hjá Guardian. Svíþjóð Rússland Sæstrengir Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Svíþjóð mun leggja til allt að þrjú herskip og eina eftirlitsflugvél til að fylgjast með mikilvægum innviðum og „skuggaflota“ Rússa og freista þess að koma í veg fyrir frekari skemmdir. Kristersson sagði á árlegu málþingi um öryggismál um helgina að það væri ekki hægt að útiloka að fjandsamlegar aðgerðir væru orsakavaldur skemmda á hinum ýmsu sæstrengjum síðustu misseri. „Svíþjóð er ekki í stríði en það ríkir heldur ekki friður,“ sagði forsætisráðherrann. „Sannur friður krefst frelsis og lausnar frá alvarlegum átökum milli ríkja. En við og nágrannar okkar sætum blönduðum árásum, ekki vélmanna og hermanna, heldur tölva, fjármuna, upplýsingaóreiðu og hættunni á skemmdarverkum.“ Hann sagði þá sem vildu frið þurfa að vera undirbúna fyrir átök. Kristersson sagði rannsókn á mögulegum skemmdarverkum skipsins Eagle S á sæstrengjum milli Finnlands og Eistlands standa yfir. Svíar myndu ekki saka neinn um skemmdarverk án þess að hafa eitthvað fyrir sér. Hins vegar væru þeir ekki heldur nein kjánaprik og það væri ólíklegt að áhöfn á skipi myndi draga akkeri og 300 metra keðju yfir 100 kílómetra án þess að taka eftir því. Ítarlega frétt um málið má finna hjá Guardian.
Svíþjóð Rússland Sæstrengir Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira