Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Rafn Ágúst Ragnarsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 10. janúar 2025 19:09 Vísir/Samsett Samgöngustofa hefur tilkynnt ISAVIA að loka skuli annarri tveggja flugbrauta Reykjavíkurflugvallar sem allra fyrst. Borgin hefur ekki fellt tré í Öskjuhlíð, sem Samgöngustofa segir nauðsynlegt til að tryggja flugöryggi. Borgarstjóri segir málið snúast um 1400 tré á svokölluðum hindranafríum aðflugsfleti við aðra flugbraut vallarins sem Samgöngustofa fari fram á að verði felld. Hann segir mikið áhyggjuefni að starfsemi vallarins verði skert en að hann hafi ekki fengið neinn rökstuðning fyrir því að það bæti flugöryggi að skera ljótt skarð í Öskjuhlíðina. Isavia barst erindi frá Samgöngustofu í gær þar sem fram kemur að hætta skuli notkun flugbrautar 31 til lendinga og flugbrautar 13 til flugtaks vegna „afstöðu Reykjavíkurborgar að lúta ekki án frekari tafa gildandi skipulagsreglum hvað varðar hæð trjágróðurs.“ Ekkert formlegt erindi borist Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir þetta koma sér á óvart. „Ég hef ekki fengið neitt formlegt erindi um að fella þessi tré. Við höfum fellt öll þau tré sem fara upp í þennan lögbundna hindrunarflöt sem alþjóðaflugreglur kveða á að sé án hindrana. Við felldum síðast 45 tré í september,“ segir hann. Það hafi þó byggt á gömlum mælingum þannig að óskað var eftir nýjum hæðarmælingum á trjánum. „Þá kom í ljós að það þarf að fella nokkur tré í viðbót og við erum tilbúin að gera það undir eins,“ segir Einar. „En þeirra krafa er að fella 1400 tré sem myndi rjúfa mjög ljótt skarð í þetta fallega græna svæði. Við þurfum að tryggja að ef menn taka þannig ákvarðanir að þær séu þá undirbyggðar rétt. Þetta er stór ákvörðun og við verðum að standa rétt að málum,“ segir hann. Óvæntur æðibunugangur Hvers vegna 1.400? „Fyrst fór Isavia fram á að 3.000 tré yrðu felld. Við vildum vita á hverju það var byggt. Þá voru gerðar þessar mælingar og þá kemur í ljós frá Samgöngustofu að það eru 1.400 tré. Þá er verið að gera svona renning upp eftir Öskjuhlíðinni þar sem engin tré eru. Við höfum ekki fengið neinn rökstuðning á hvernig það tryggir meira flugöryggi af því að hingað til hefur þessi flughindrunarflötur verið talinn nóg,“ segir Einar. „Aðallega finnst mér æðibunugangurinn í þessari stjórnsýslu koma á óvart. Að tilkynna um það að flugbraut verði lokað og okkur hefur ekki gefist tækifæri til að eiga við þau samtal um þetta mál. Ég hef áhyggjur af rekstraröryggi flugvallarins en svo hljótum við að geta leyst úr þessu með þessi tré, sér í lagi þegar borgin hefur sýnt svona mikinn samstarfsvilja.“ Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Fréttir af flugi Tré Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Borgarstjóri segir málið snúast um 1400 tré á svokölluðum hindranafríum aðflugsfleti við aðra flugbraut vallarins sem Samgöngustofa fari fram á að verði felld. Hann segir mikið áhyggjuefni að starfsemi vallarins verði skert en að hann hafi ekki fengið neinn rökstuðning fyrir því að það bæti flugöryggi að skera ljótt skarð í Öskjuhlíðina. Isavia barst erindi frá Samgöngustofu í gær þar sem fram kemur að hætta skuli notkun flugbrautar 31 til lendinga og flugbrautar 13 til flugtaks vegna „afstöðu Reykjavíkurborgar að lúta ekki án frekari tafa gildandi skipulagsreglum hvað varðar hæð trjágróðurs.“ Ekkert formlegt erindi borist Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir þetta koma sér á óvart. „Ég hef ekki fengið neitt formlegt erindi um að fella þessi tré. Við höfum fellt öll þau tré sem fara upp í þennan lögbundna hindrunarflöt sem alþjóðaflugreglur kveða á að sé án hindrana. Við felldum síðast 45 tré í september,“ segir hann. Það hafi þó byggt á gömlum mælingum þannig að óskað var eftir nýjum hæðarmælingum á trjánum. „Þá kom í ljós að það þarf að fella nokkur tré í viðbót og við erum tilbúin að gera það undir eins,“ segir Einar. „En þeirra krafa er að fella 1400 tré sem myndi rjúfa mjög ljótt skarð í þetta fallega græna svæði. Við þurfum að tryggja að ef menn taka þannig ákvarðanir að þær séu þá undirbyggðar rétt. Þetta er stór ákvörðun og við verðum að standa rétt að málum,“ segir hann. Óvæntur æðibunugangur Hvers vegna 1.400? „Fyrst fór Isavia fram á að 3.000 tré yrðu felld. Við vildum vita á hverju það var byggt. Þá voru gerðar þessar mælingar og þá kemur í ljós frá Samgöngustofu að það eru 1.400 tré. Þá er verið að gera svona renning upp eftir Öskjuhlíðinni þar sem engin tré eru. Við höfum ekki fengið neinn rökstuðning á hvernig það tryggir meira flugöryggi af því að hingað til hefur þessi flughindrunarflötur verið talinn nóg,“ segir Einar. „Aðallega finnst mér æðibunugangurinn í þessari stjórnsýslu koma á óvart. Að tilkynna um það að flugbraut verði lokað og okkur hefur ekki gefist tækifæri til að eiga við þau samtal um þetta mál. Ég hef áhyggjur af rekstraröryggi flugvallarins en svo hljótum við að geta leyst úr þessu með þessi tré, sér í lagi þegar borgin hefur sýnt svona mikinn samstarfsvilja.“
Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Fréttir af flugi Tré Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira