Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar 8. janúar 2025 18:33 Heilbrigðiskerfi Íslands stendur frammi fyrir stærri áskorunum en nokkru sinni fyrr. Hækkandi meðalaldur þjóðarinnar eykur þörfina fyrir heilbrigðis- og hjúkrunarþjónustu á sama tíma og mönnunarvandi gerir það að verkum að kerfið nær illa að sinna núverandi eftirspurn. Þetta er áskorun sem við sjáum, finnum fyrir og vitum af svo í raun er hún mjög augljós en oft vill það gleymast að oft er lausnin það líka. . Með skynsamlegri nýtingu á velferðartækni getum við byggt upp sjálfbærara kerfi sem þjónar bæði heilbrigðisstarfsfólki, umönnunaraðilum og notendum betur. Tæknilausnirnar sem standa okkur til boða í dag eru hannaðar til að létta á álagi heilbrigðisstarfsfólks en á sama tíma bæta þjónustu við notendur. Við vitum að tæknin mun ekki koma í stað mannlegra samskipta eða umönnunar en hún getur gegnt lykilhlutverki í að auka afköst starfsfólks og aðstoðað okkur að forgangsraða og leggja meiri fókus á mannlega þáttinn.. Velferðartækni getur til dæmis sinnt og aðstoðað við daglegar heilsufarsmælingar, fylgst með lífsmörkum, komið í veg fyrir byltur og minnt á lyfjainntöku. Allt verkefni sem krefjast þess að brugðist sé strax við þeim áður en skaðinn er skeður og tryggir meðferðarheldni. Með að nýta tæknina geta umönnunaraðilar einbeitt sér að þeim þáttum þjónustunnar sem krefjast mannlegrar nálægðar, eins og persónulegri umönnun og faglegu mati á líðan sinna skjólstæðinga. Á sama tíma getur velferðartækni verið lykillinn að því að styðja við sjálfstæða búsetu aldraðra. KPMG hefur gefið út sjónrænt mælaborð sem varpar ljósi á þörfina fyrir fjölda hjúkrunarrýma næstu 15 árin á Íslandi. Þetta er áskorun sem við vissum af, en með þessu mælaborði sjáum við í hvað stefnir. Ef við höldum áfram með sama hætti munum við þurfa að fjölga hjúkrunarrýmum um 3663 fram til ársins 2040 og þá á eftir að taka inn í myndina hverjir eiga að sinna öllum þessum nýjum rýmum og þeim skjólstæðingum sem þar munu búa. Með velferðartækni í heimahúsum ásamt öflugri heimahjúkrun/heimaþjónustu fá eldri borgarar tækifæri til að búa lengur heima, við aukið öryggi og sjálfstæði. Þetta dregur ekki aðeins úr álagi á hjúkrunarheimili, sem þegar eru fullsetin með langan biðlista, heldur getur þetta veitt einstaklingum meiri lífsgæði. Reynslan af slíkum lausnum, bæði hérlendis og í nágrannalöndum, sýnir að þær geta stórlega bætt þjónustuna og dregið úr óþarfa innlögnum á sjúkrahús þar sem tæknin styður einstaklinginn allansólarhringinn en stoppar ekki bara við þegar tími gefst til eða skaðinn skeður. Öll viljum við búa við öryggi og að okkar nánustu fái þá þjónustu og aðstoð sem þau þurfa á efri árum. Þrátt fyrir augljósan ávinning eru nokkrir lykilþættir sem við verðum að tryggja til að nýta tækifærin til fulls. Í fyrsta lagi þurfum við skýra stefnu, en ekki íþyngjandi, um hvernig tæknin verður samþætt í þjónustuferla heilbrigðiskerfisins. Í öðru lagi þarf fjárfestingu til að koma tæknilausnum í framkvæmd og tryggja að þær verði nýttar sem skyldi enda enginn sér „peningavasi“ sem hægt er að fara í til að innleiða slíkar lausnir í dag. Í þriðja lagi er mikilvægt að starfsfólk og notendur fái nauðsynlega þjálfun og stuðning til að aðlagast nýjum lausnum. Með þessum grunnþáttum tryggjum við að tæknin verði styrkur og veiti heilbrigðiskerfinu og samfélaginu gífurlegan ábata. Ísland er í kjöraðstöðu til að verða leiðandi í notkun á velferðartækni. Lausnirnar eru þegar til staðar, heilbrigðisstarfsfólk og einstaklingar eru opnir fyrir að nýta þær og reynslan frá öðrum löndum sýnir okkur að lausnirnar virka. Með réttum áherslum getum við byggt upp heilbrigðiskerfi sem þjónar þörfum bæði nútíðar og framtíðar og um leið gert Ísland að fyrirmynd í þessum efnum. Á morgun, fimmtudaginn 9. janúar, stendur Icepharma Velferð fyrir ráðstefnunni Snjallar lausnir á mönnunarvanda í heilbrigðiskerfinu. Ráðstefnan fjallar um mönnunarvanda heilbrigðiskerfisins ásamt því hvernig velferðartækni getur stutt heilbrigðisstarfsfólk í starfi og bætt þjónustu við þá sem þurfa á aðstoð að halda. Meðal fyrirlesara er Torben K. Hollmann, yfirmaður heilbrigðismála og aldraðra í Næstved sveitarfélaginu í Danmörku, sem mun flytja erindið Welfare technology must save a collapsed healthcare system. Viðburðurinn mun veita innsýn í hvernig tæknilausnir geta hjálpað til við að leysa þær áskoranir sem heilbrigðiskerfið stendur frammi fyrir og stuðlað að sjálfbærari og skilvirkari þjónustu fyrir framtíðina. Höfundur er deildarstjóri heilbrigðissviðs Icepharma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Heilbrigðiskerfi Íslands stendur frammi fyrir stærri áskorunum en nokkru sinni fyrr. Hækkandi meðalaldur þjóðarinnar eykur þörfina fyrir heilbrigðis- og hjúkrunarþjónustu á sama tíma og mönnunarvandi gerir það að verkum að kerfið nær illa að sinna núverandi eftirspurn. Þetta er áskorun sem við sjáum, finnum fyrir og vitum af svo í raun er hún mjög augljós en oft vill það gleymast að oft er lausnin það líka. . Með skynsamlegri nýtingu á velferðartækni getum við byggt upp sjálfbærara kerfi sem þjónar bæði heilbrigðisstarfsfólki, umönnunaraðilum og notendum betur. Tæknilausnirnar sem standa okkur til boða í dag eru hannaðar til að létta á álagi heilbrigðisstarfsfólks en á sama tíma bæta þjónustu við notendur. Við vitum að tæknin mun ekki koma í stað mannlegra samskipta eða umönnunar en hún getur gegnt lykilhlutverki í að auka afköst starfsfólks og aðstoðað okkur að forgangsraða og leggja meiri fókus á mannlega þáttinn.. Velferðartækni getur til dæmis sinnt og aðstoðað við daglegar heilsufarsmælingar, fylgst með lífsmörkum, komið í veg fyrir byltur og minnt á lyfjainntöku. Allt verkefni sem krefjast þess að brugðist sé strax við þeim áður en skaðinn er skeður og tryggir meðferðarheldni. Með að nýta tæknina geta umönnunaraðilar einbeitt sér að þeim þáttum þjónustunnar sem krefjast mannlegrar nálægðar, eins og persónulegri umönnun og faglegu mati á líðan sinna skjólstæðinga. Á sama tíma getur velferðartækni verið lykillinn að því að styðja við sjálfstæða búsetu aldraðra. KPMG hefur gefið út sjónrænt mælaborð sem varpar ljósi á þörfina fyrir fjölda hjúkrunarrýma næstu 15 árin á Íslandi. Þetta er áskorun sem við vissum af, en með þessu mælaborði sjáum við í hvað stefnir. Ef við höldum áfram með sama hætti munum við þurfa að fjölga hjúkrunarrýmum um 3663 fram til ársins 2040 og þá á eftir að taka inn í myndina hverjir eiga að sinna öllum þessum nýjum rýmum og þeim skjólstæðingum sem þar munu búa. Með velferðartækni í heimahúsum ásamt öflugri heimahjúkrun/heimaþjónustu fá eldri borgarar tækifæri til að búa lengur heima, við aukið öryggi og sjálfstæði. Þetta dregur ekki aðeins úr álagi á hjúkrunarheimili, sem þegar eru fullsetin með langan biðlista, heldur getur þetta veitt einstaklingum meiri lífsgæði. Reynslan af slíkum lausnum, bæði hérlendis og í nágrannalöndum, sýnir að þær geta stórlega bætt þjónustuna og dregið úr óþarfa innlögnum á sjúkrahús þar sem tæknin styður einstaklinginn allansólarhringinn en stoppar ekki bara við þegar tími gefst til eða skaðinn skeður. Öll viljum við búa við öryggi og að okkar nánustu fái þá þjónustu og aðstoð sem þau þurfa á efri árum. Þrátt fyrir augljósan ávinning eru nokkrir lykilþættir sem við verðum að tryggja til að nýta tækifærin til fulls. Í fyrsta lagi þurfum við skýra stefnu, en ekki íþyngjandi, um hvernig tæknin verður samþætt í þjónustuferla heilbrigðiskerfisins. Í öðru lagi þarf fjárfestingu til að koma tæknilausnum í framkvæmd og tryggja að þær verði nýttar sem skyldi enda enginn sér „peningavasi“ sem hægt er að fara í til að innleiða slíkar lausnir í dag. Í þriðja lagi er mikilvægt að starfsfólk og notendur fái nauðsynlega þjálfun og stuðning til að aðlagast nýjum lausnum. Með þessum grunnþáttum tryggjum við að tæknin verði styrkur og veiti heilbrigðiskerfinu og samfélaginu gífurlegan ábata. Ísland er í kjöraðstöðu til að verða leiðandi í notkun á velferðartækni. Lausnirnar eru þegar til staðar, heilbrigðisstarfsfólk og einstaklingar eru opnir fyrir að nýta þær og reynslan frá öðrum löndum sýnir okkur að lausnirnar virka. Með réttum áherslum getum við byggt upp heilbrigðiskerfi sem þjónar þörfum bæði nútíðar og framtíðar og um leið gert Ísland að fyrirmynd í þessum efnum. Á morgun, fimmtudaginn 9. janúar, stendur Icepharma Velferð fyrir ráðstefnunni Snjallar lausnir á mönnunarvanda í heilbrigðiskerfinu. Ráðstefnan fjallar um mönnunarvanda heilbrigðiskerfisins ásamt því hvernig velferðartækni getur stutt heilbrigðisstarfsfólk í starfi og bætt þjónustu við þá sem þurfa á aðstoð að halda. Meðal fyrirlesara er Torben K. Hollmann, yfirmaður heilbrigðismála og aldraðra í Næstved sveitarfélaginu í Danmörku, sem mun flytja erindið Welfare technology must save a collapsed healthcare system. Viðburðurinn mun veita innsýn í hvernig tæknilausnir geta hjálpað til við að leysa þær áskoranir sem heilbrigðiskerfið stendur frammi fyrir og stuðlað að sjálfbærari og skilvirkari þjónustu fyrir framtíðina. Höfundur er deildarstjóri heilbrigðissviðs Icepharma.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun