Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar 8. janúar 2025 15:01 Elsku foreldrar. Ekki tala um „megrun“, „átak“ eða „samviskubit“ í tengslum við mataræði i návist minni. Ég er með lítil eyru en ég heyri ansi mikið. Kveðja, börnin. Núna þegar janúar, mánuður matarkúra, æfingaprógramma og samviskubits gengur í garð er vert að muna að börnin okkar og unglingar móta sínar hugmyndir um mat og hreyfingu með því að horfa til okkar, foreldra sinna. Við erum þeirra helstu fyrirmyndir og setjum fordæmi í tengslum við mataræði og hreyfingu. Ef þið eruð að taka ykkur á í mataræðinu, forðast ákveðnar fæðutegundir, í megrun eða fylgja matarkúr er mikilvægt að deila því sem allra minnst með barninu. Óöryggi í tengslum við mat og líkamsímynd getur smitast til barna og viðhaldist í mörg ár. Algengt er að foreldrar tali um mat með miklu samviskubiti t.d. með að „þurfa að taka sig á í ræktinni eftir allt jólaátið“ eða það sé að „svindla“ með því að borða ákveðnar fæðutegundir. Þesskonar umræða getur aukið líkur á að börn muni takmarka fæðuval sitt á einhvern hátt, jafnvel forðast ákveðnar fæðutegundir, upplifi sama samviskubit, verri líkamsímynd og fari að horfa á hreyfingu sem refsingu. Við viljum að þau læri sjálf inn á sinn líkama og þekki sín boð um svengd og seddu ásamt því hvaða matur fer vel í þau og hvaða matur ekki. Mikilvægt er að börn horfi á hreyfingu sem leið til að gera þau hraust og sterk og hún veiti þeim ánægju og gleði. Einnig að þau tengi mat við heilsu og vellíðan. Við erum að móta heilsuvenjur barnanna okkar til framtíðar. Tengjum umræðuna við heilbrigðar lífsvenjur. Verum góðar fyrirmyndir fyrir börnin okkar þegar það kemur að heilbrigðu líferni. Stundum hreyfingu sem okkur finnst skemmtileg og gerir okkur hraust. Tölum vel um allan mat, höfum ekki boð og bönn og of margar reglur í kringum mat. Tölum einnig vel um okkur sjálf og okkar líkama. Leggjum áherslu á að borða reglulega fjölbreyttan og heilsusamlegan mat, því við erum að leggja grunn að framtíð barnanna okkar og við viljum að þau kjósi sjálf heilbrigt líferni þegar þau verða sjálfstæð og stjórna sínum ákvörðunum. Höfundur er næringarfræðingur hjá Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins og doktorsnemi við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Elsku foreldrar. Ekki tala um „megrun“, „átak“ eða „samviskubit“ í tengslum við mataræði i návist minni. Ég er með lítil eyru en ég heyri ansi mikið. Kveðja, börnin. Núna þegar janúar, mánuður matarkúra, æfingaprógramma og samviskubits gengur í garð er vert að muna að börnin okkar og unglingar móta sínar hugmyndir um mat og hreyfingu með því að horfa til okkar, foreldra sinna. Við erum þeirra helstu fyrirmyndir og setjum fordæmi í tengslum við mataræði og hreyfingu. Ef þið eruð að taka ykkur á í mataræðinu, forðast ákveðnar fæðutegundir, í megrun eða fylgja matarkúr er mikilvægt að deila því sem allra minnst með barninu. Óöryggi í tengslum við mat og líkamsímynd getur smitast til barna og viðhaldist í mörg ár. Algengt er að foreldrar tali um mat með miklu samviskubiti t.d. með að „þurfa að taka sig á í ræktinni eftir allt jólaátið“ eða það sé að „svindla“ með því að borða ákveðnar fæðutegundir. Þesskonar umræða getur aukið líkur á að börn muni takmarka fæðuval sitt á einhvern hátt, jafnvel forðast ákveðnar fæðutegundir, upplifi sama samviskubit, verri líkamsímynd og fari að horfa á hreyfingu sem refsingu. Við viljum að þau læri sjálf inn á sinn líkama og þekki sín boð um svengd og seddu ásamt því hvaða matur fer vel í þau og hvaða matur ekki. Mikilvægt er að börn horfi á hreyfingu sem leið til að gera þau hraust og sterk og hún veiti þeim ánægju og gleði. Einnig að þau tengi mat við heilsu og vellíðan. Við erum að móta heilsuvenjur barnanna okkar til framtíðar. Tengjum umræðuna við heilbrigðar lífsvenjur. Verum góðar fyrirmyndir fyrir börnin okkar þegar það kemur að heilbrigðu líferni. Stundum hreyfingu sem okkur finnst skemmtileg og gerir okkur hraust. Tölum vel um allan mat, höfum ekki boð og bönn og of margar reglur í kringum mat. Tölum einnig vel um okkur sjálf og okkar líkama. Leggjum áherslu á að borða reglulega fjölbreyttan og heilsusamlegan mat, því við erum að leggja grunn að framtíð barnanna okkar og við viljum að þau kjósi sjálf heilbrigt líferni þegar þau verða sjálfstæð og stjórna sínum ákvörðunum. Höfundur er næringarfræðingur hjá Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins og doktorsnemi við Háskóla Íslands.
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun