„Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Valur Páll Eiríksson skrifar 8. janúar 2025 07:30 Þórir skilar góðu búi af sér eftir sögulega góðan árangur í starfi. Maja Hitij/Getty Images Hvernig fer maður að því að vinna til 17 verðlauna á stórmótum á 15 árum? Fáir þekkja slíka velgengni en Þórir Hergeirsson gerir það svo sannarlega. Nokkrir þættir þurfa að vera til staðar. Þórir ákvað að láta gott heita eftir nýliðið Evrópumót þar sem Noregur varð Evrópumeistari í sjötta sinn og varð liðið einnig Ólympíumeistari í sumar. Ákvörðun Þóris var ekki léttvæg en hann stendur við hana. „Maður á örugglega, á einhverjum tímapunkti eftir að sjá eftir því, en þetta er ekkert eitthvað sem ég ákvað í flýti. Ég á erfitt með að sjá mig í þessari stöðu eftir fjögur ár á Ólympíuleikum,“ „Þannig að þetta var mjög góður tímapunktur að stoppa og gefa nýjum þjálfara og teymi þann tíma sem það þarf,“ segir Þórir. Þórir Hergeirsson hefur unnið til 17 verðlauna á 15 árum.Vísir/Sara Hann var verðlaunaður fyrir framgang sinn á nýliðnu ári en hann hlaut fálkaorðu frá Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, á nýársdag og var kjörinn þjálfari ársins af Samtökum íþróttafréttamanna um helgina. Þriðji þjálfarinn á 40 árum Óhætt er að segja að eftirmaður Þóris taki við góðu búi. En hver er eiginlega lykillinn að svo lygilegum árangri? „Þetta er auðvitað samfella varðandi þjálfara og teymi. Ég er þriðji þjálfarinn á einhverjum 40 árum,“ „Við vinnum mikla teymisvinnu sem gerir það að verkum að þú nærð út mjög mikilli kunnáttu frá öllum sem eru með. Við gerum það í gegnum teymisvinnu, og gegnum það sem við köllum involvering, að fá þær virkar með okkur í þessu,“ segir Þórir. Býr til heild sem er óháð duttlungum þjálfarans „Síðan er hluti af þessu líka að deila því sem maður kann með hinum og byggja það sem er kallað ægeskap, að þú eigir þetta verkefni sjálf og sjálfar. Það er miklu mikilvægara en eitthvað dæmi sem einhver þjálfari hefur fundið upp og aðrir eigi að fylgja og gera eins og hver og einn þjálfari á hverjum punkti segir,“ „Ef við náum að komast að góðum lausnum innan hópsins, þá skiptir eiginlega engu máli hver á hugmyndirnar. Þannig að við virkjum þær mjög mikið,“ segir Þórir. Um er að ræða brot af heildarviðtalinu við Þóri sem birtur var í Sportpakkanum. Viðtalið í heild þar sem Þórir gerir upp tímann með Noregi og lítur til framtíðar má nálgast í spilaranum af Besta sætinu. Einnig má nálgast viðtalið á öllum helstu hlaðvarpsveitum. EM kvenna í handbolta 2024 Norski handboltinn Mest lesið Sanchez sleppt úr haldi Sport Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Fótbolti Hilmar skoraði 11 stig í sigri Körfubolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Körfubolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Fótbolti Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira
Þórir ákvað að láta gott heita eftir nýliðið Evrópumót þar sem Noregur varð Evrópumeistari í sjötta sinn og varð liðið einnig Ólympíumeistari í sumar. Ákvörðun Þóris var ekki léttvæg en hann stendur við hana. „Maður á örugglega, á einhverjum tímapunkti eftir að sjá eftir því, en þetta er ekkert eitthvað sem ég ákvað í flýti. Ég á erfitt með að sjá mig í þessari stöðu eftir fjögur ár á Ólympíuleikum,“ „Þannig að þetta var mjög góður tímapunktur að stoppa og gefa nýjum þjálfara og teymi þann tíma sem það þarf,“ segir Þórir. Þórir Hergeirsson hefur unnið til 17 verðlauna á 15 árum.Vísir/Sara Hann var verðlaunaður fyrir framgang sinn á nýliðnu ári en hann hlaut fálkaorðu frá Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, á nýársdag og var kjörinn þjálfari ársins af Samtökum íþróttafréttamanna um helgina. Þriðji þjálfarinn á 40 árum Óhætt er að segja að eftirmaður Þóris taki við góðu búi. En hver er eiginlega lykillinn að svo lygilegum árangri? „Þetta er auðvitað samfella varðandi þjálfara og teymi. Ég er þriðji þjálfarinn á einhverjum 40 árum,“ „Við vinnum mikla teymisvinnu sem gerir það að verkum að þú nærð út mjög mikilli kunnáttu frá öllum sem eru með. Við gerum það í gegnum teymisvinnu, og gegnum það sem við köllum involvering, að fá þær virkar með okkur í þessu,“ segir Þórir. Býr til heild sem er óháð duttlungum þjálfarans „Síðan er hluti af þessu líka að deila því sem maður kann með hinum og byggja það sem er kallað ægeskap, að þú eigir þetta verkefni sjálf og sjálfar. Það er miklu mikilvægara en eitthvað dæmi sem einhver þjálfari hefur fundið upp og aðrir eigi að fylgja og gera eins og hver og einn þjálfari á hverjum punkti segir,“ „Ef við náum að komast að góðum lausnum innan hópsins, þá skiptir eiginlega engu máli hver á hugmyndirnar. Þannig að við virkjum þær mjög mikið,“ segir Þórir. Um er að ræða brot af heildarviðtalinu við Þóri sem birtur var í Sportpakkanum. Viðtalið í heild þar sem Þórir gerir upp tímann með Noregi og lítur til framtíðar má nálgast í spilaranum af Besta sætinu. Einnig má nálgast viðtalið á öllum helstu hlaðvarpsveitum.
EM kvenna í handbolta 2024 Norski handboltinn Mest lesið Sanchez sleppt úr haldi Sport Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Fótbolti Hilmar skoraði 11 stig í sigri Körfubolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Körfubolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Fótbolti Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira