Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. janúar 2025 13:06 Donald Trump yngri er mættur til Grænlands. Hann er ekki þar í neinum opinberum erindagjörðum, en heimsókn hans hefur engu að síður vakið gríðarlega athygli í ljósi áhuga föður hans á að Bandaríkin taki yfir stjórn Grænlands. AP/Evan Vucci Sonur Donalds Trump, verðandi Bandaríkjaforseta, er á Grænlandi, við litla hrifningu danskra fjölmiðla. Forsetinn verðandi hefur ítrekað lýst yfir áhuga sínum á því að Grænland fari undir stjórn Bandaríkjanna. Trump yngri er ekki á leið á neina opinbera fundi í Grænlandi, en heimsókn hans er þó talin til marks um eftirfylgni föður hans við áður yfirlýstan áhuga á því að Bandaríkin taki yfir stjórn Grænlands, sem nær aftur ársins 2019. Hann lýsti slíkum áhuga síðast yfir skömmu fyrir áramót, og sagði það nauðsynlegt fyrir þjóðaröryggi Bandaríkjanna og frelsi heimsins að Bandaríkin tækju við stjórn Grænlands. „Ef og þegar Grænland verður hluti þjóðarinnar“ Í gær birti forsetinn verðandi færslu á samfélagsmiðlum þar sem hann sagði Grænland ótrúlegan stað. Ef og þegar Grænland yrði hluti Bandaríkjanna myndi hann vernda það frá grimmilegum umheiminum. „Gerum Grænland frábært aftur,“ segir Trump í lok færslunnar. Múte B. Egede, formaður landsstjórnar Grænlands hefur sagt að Grænland sé ekki falt, og lýst því yfir að á árinu verði tekin stór skref í átt að sjálfstæði Grænlands. Í gær afboðaði hann komu sína á fund með Friðrik 10. Danakonungi, en norrænir fjölmiðlar hafa sett þá ákvörðun í samhengi við heimsókn Trumps yngri, og sagt málið hið vandræðalegasta fyrir konunginn. Danskir fjölmiðlar loga Elín Margrét Böðvarsdóttir fréttamaður er búsett í Danmörku og segir danska miðla einfaldlega loga vegna málsins. Stærstu fjölmiðlar landsins séu með fréttavaktir þar sem greint sé frá öllum vendingum tengdum heimsókn Trump yngri. „Jafnvel þótt ekki sé um opinbera heimsókn að ræða. Þetta hefur vakið gríðarlega athygli.“ Margítrekað hafi verið sagt að Grænland sé ekki til sölu, en málið hafi vakið upp miklar umræður í dönsku þjóðfélagi, rétt eins og á Grænlandi. Grænlandi gert hærra undir höfði á merkinu Elín Margrét segir málið nokkuð snúið fyrir dönsk stjórnvöld og Friðrik konung, en eins og áður sagði aflýsti formaður landsstjórnar Grænlands fundi sínum með honum. „Hann er víst engu að síður á leiðinni til Danmerkur og svörin voru þau að ekki væri pláss fyrir fund með konungi í dagbók formanns landsstjórnarinnar.“ Skjaldamerki Danmerkur fyrir (t.v.) og eftir breytingu. Nú hafa ísbjörninn sem táknar Grænland og hrúturinn sem táknar Færeyjar verið stækkaðir og fengið hvor sinn sess í merkinu, í stað þess að hvíla undir þremur krúnum. Það eina sem liggi fyrir sé að hann muni sækja nýársmóttöku hjá samfélagi Grænlendinga í Kaupmannahöfn á fimmtudag. „Á móti hefur vakið athygli erlendra fjölmiðla að Friðrik Danakonungur hefur látið breyta skjaldarmerkinu, til að endurspegla betur Grænland og Færeyjar,“ segir Elín Margrét. Kallað eftir skýrri afstöðu forsætisráðherrans Þá hafi stjórnarandstaðan á danska þinginu, sem og fjölmiðlar, kallað eftir skýrari afstöðu Mette Frederiksen forsætisráðherra og stjórnar hennar til brambolts þeirra Trump-feðga á norðurslóðum. „Þetta er auðvitað ákveðin jafnvægisleikur sem danska stjórnin þarf að leika í þessu sambandi. Það er auðvitað lítil stemning fyrir því meðal Grænlendinga að dönsk stjórnvöld séu að hlutast of mikið til um innanríkismál á Grænlandi. Grænlendingar hafa kallað eftir auknu sjálfstæði og ákvörðunarrétti um sín eigin mál.“ Grænland Danmörk Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Innlent Fleiri fréttir Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Sjá meira
Trump yngri er ekki á leið á neina opinbera fundi í Grænlandi, en heimsókn hans er þó talin til marks um eftirfylgni föður hans við áður yfirlýstan áhuga á því að Bandaríkin taki yfir stjórn Grænlands, sem nær aftur ársins 2019. Hann lýsti slíkum áhuga síðast yfir skömmu fyrir áramót, og sagði það nauðsynlegt fyrir þjóðaröryggi Bandaríkjanna og frelsi heimsins að Bandaríkin tækju við stjórn Grænlands. „Ef og þegar Grænland verður hluti þjóðarinnar“ Í gær birti forsetinn verðandi færslu á samfélagsmiðlum þar sem hann sagði Grænland ótrúlegan stað. Ef og þegar Grænland yrði hluti Bandaríkjanna myndi hann vernda það frá grimmilegum umheiminum. „Gerum Grænland frábært aftur,“ segir Trump í lok færslunnar. Múte B. Egede, formaður landsstjórnar Grænlands hefur sagt að Grænland sé ekki falt, og lýst því yfir að á árinu verði tekin stór skref í átt að sjálfstæði Grænlands. Í gær afboðaði hann komu sína á fund með Friðrik 10. Danakonungi, en norrænir fjölmiðlar hafa sett þá ákvörðun í samhengi við heimsókn Trumps yngri, og sagt málið hið vandræðalegasta fyrir konunginn. Danskir fjölmiðlar loga Elín Margrét Böðvarsdóttir fréttamaður er búsett í Danmörku og segir danska miðla einfaldlega loga vegna málsins. Stærstu fjölmiðlar landsins séu með fréttavaktir þar sem greint sé frá öllum vendingum tengdum heimsókn Trump yngri. „Jafnvel þótt ekki sé um opinbera heimsókn að ræða. Þetta hefur vakið gríðarlega athygli.“ Margítrekað hafi verið sagt að Grænland sé ekki til sölu, en málið hafi vakið upp miklar umræður í dönsku þjóðfélagi, rétt eins og á Grænlandi. Grænlandi gert hærra undir höfði á merkinu Elín Margrét segir málið nokkuð snúið fyrir dönsk stjórnvöld og Friðrik konung, en eins og áður sagði aflýsti formaður landsstjórnar Grænlands fundi sínum með honum. „Hann er víst engu að síður á leiðinni til Danmerkur og svörin voru þau að ekki væri pláss fyrir fund með konungi í dagbók formanns landsstjórnarinnar.“ Skjaldamerki Danmerkur fyrir (t.v.) og eftir breytingu. Nú hafa ísbjörninn sem táknar Grænland og hrúturinn sem táknar Færeyjar verið stækkaðir og fengið hvor sinn sess í merkinu, í stað þess að hvíla undir þremur krúnum. Það eina sem liggi fyrir sé að hann muni sækja nýársmóttöku hjá samfélagi Grænlendinga í Kaupmannahöfn á fimmtudag. „Á móti hefur vakið athygli erlendra fjölmiðla að Friðrik Danakonungur hefur látið breyta skjaldarmerkinu, til að endurspegla betur Grænland og Færeyjar,“ segir Elín Margrét. Kallað eftir skýrri afstöðu forsætisráðherrans Þá hafi stjórnarandstaðan á danska þinginu, sem og fjölmiðlar, kallað eftir skýrari afstöðu Mette Frederiksen forsætisráðherra og stjórnar hennar til brambolts þeirra Trump-feðga á norðurslóðum. „Þetta er auðvitað ákveðin jafnvægisleikur sem danska stjórnin þarf að leika í þessu sambandi. Það er auðvitað lítil stemning fyrir því meðal Grænlendinga að dönsk stjórnvöld séu að hlutast of mikið til um innanríkismál á Grænlandi. Grænlendingar hafa kallað eftir auknu sjálfstæði og ákvörðunarrétti um sín eigin mál.“
Grænland Danmörk Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Innlent Fleiri fréttir Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Sjá meira