Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Kjartan Kjartansson skrifar 7. janúar 2025 12:15 Þúsundir gesta skemmtu sér í allt að sex daga á ólöglegu „megareifi“ í Ciudad Real á Spáni frá áramótunum til þrettándans. Vísir/Getty Allir eldar brenna út um síðir, meira að segja sex daga ólöglega „megareifið“ sem hafði staðið samfleytt frá því á gamlársdag í Ciudad Real á Spáni. Um fimm þúsund manns sóttu reifið sem var haldið án nokkurra leyfa en lögregla vogaði sér ekki að leysa upp. Gleðskapurinn hófst á iðnaðarsvæði nærri flugvellinum í Ciudad Real, um 190 kílómetra suður af höfuðborginni Madrid, síðdegis á gamlársdag. Boðað var til hans á samfélagsmiðlum undir heitinu „Big fucking party“. Þúsundir manna dilluðu sér þar við dúndrandi, og stanslausa, teknótónlist við nokkur svið sem voru sett upp þar sem plötusnúðar þeyttu skífum. Þrátt fyrir að reifið væri skipulagt eins og tónlistarhátíð með matar- og sölutjöldum af ýmsu tagi var það haldið án leyfa og í trássi við borgaryfirvöld. Sjónvarpsstöðin Antena 3 segir að skipuleggjendurnir séu óþekktir. Gestir fengu ekki að vita staðsetninguna fyrr en á síðustu stundu í gegnum samfélagsmiðla eins og Telegram og Whatsapp. Fjöldi lögreglumanna fylgdist með úr fjarlægð en yfirvöld kusu að skakka ekki leikinn þrátt fyrir að ómur af tónlistinni bærist allt að fimmtán kílómetra leið og gleðskapurinn stæði yfir í hátt í viku. Lögreglan segir að tíu hafi verið handteknir í tengslum við hátíðina og 65 kærur verið lagðar fram, meðal annars vegna fíkniefna og vopnaburðar. Engin alvarleg mál hafi þó komið upp. Ung kona virðist stíga dansspor á meðan aðrir hátíðargestir kúldrast á útihátðinni Big Fucking Party í Ciudad Real.Vísir/Getty Um fimm þúsund manns sóttu reifið þegar mest lét en hópurinn hafði þynnst töluvert undanfarna daga. Síðustu gestir byrjuðu þó ekki að tínast heim til sín fyrr en í gær, á síðasta degi jóla, að sögn spænsku fréttaveitunnar EFE. Hátíðin hafði þá staðið yfir í 150 klukkustundir samfellt. Þetta var ekki í fyrsta skipti sem „megareifið“ var haldið. Ólöglegar tónlistarhátiðir undir sama nafni voru haldnar í Murcia og Granada síðustu tvenn áramót. Spánn Mest lesið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Miley Cyrus trúlofuð Tónlist Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Fleiri fréttir „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Sjá meira
Gleðskapurinn hófst á iðnaðarsvæði nærri flugvellinum í Ciudad Real, um 190 kílómetra suður af höfuðborginni Madrid, síðdegis á gamlársdag. Boðað var til hans á samfélagsmiðlum undir heitinu „Big fucking party“. Þúsundir manna dilluðu sér þar við dúndrandi, og stanslausa, teknótónlist við nokkur svið sem voru sett upp þar sem plötusnúðar þeyttu skífum. Þrátt fyrir að reifið væri skipulagt eins og tónlistarhátíð með matar- og sölutjöldum af ýmsu tagi var það haldið án leyfa og í trássi við borgaryfirvöld. Sjónvarpsstöðin Antena 3 segir að skipuleggjendurnir séu óþekktir. Gestir fengu ekki að vita staðsetninguna fyrr en á síðustu stundu í gegnum samfélagsmiðla eins og Telegram og Whatsapp. Fjöldi lögreglumanna fylgdist með úr fjarlægð en yfirvöld kusu að skakka ekki leikinn þrátt fyrir að ómur af tónlistinni bærist allt að fimmtán kílómetra leið og gleðskapurinn stæði yfir í hátt í viku. Lögreglan segir að tíu hafi verið handteknir í tengslum við hátíðina og 65 kærur verið lagðar fram, meðal annars vegna fíkniefna og vopnaburðar. Engin alvarleg mál hafi þó komið upp. Ung kona virðist stíga dansspor á meðan aðrir hátíðargestir kúldrast á útihátðinni Big Fucking Party í Ciudad Real.Vísir/Getty Um fimm þúsund manns sóttu reifið þegar mest lét en hópurinn hafði þynnst töluvert undanfarna daga. Síðustu gestir byrjuðu þó ekki að tínast heim til sín fyrr en í gær, á síðasta degi jóla, að sögn spænsku fréttaveitunnar EFE. Hátíðin hafði þá staðið yfir í 150 klukkustundir samfellt. Þetta var ekki í fyrsta skipti sem „megareifið“ var haldið. Ólöglegar tónlistarhátiðir undir sama nafni voru haldnar í Murcia og Granada síðustu tvenn áramót.
Spánn Mest lesið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Miley Cyrus trúlofuð Tónlist Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Fleiri fréttir „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Sjá meira