Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Samúel Karl Ólason skrifar 6. janúar 2025 10:11 Úr myndbandi sem tekið var með rússneskum dróna og sagt er sýna úkraínska hermenn sækja fram í Kúrsk. Úkraínumenn eru sagðir hafa náð tökum á að minnsta kosti þremur þorpum í Kúrskhéraði, eftir skyndisókn sem hófst í gær. Samhliða henni munu Rússar þó hafa gert sína eigin stórsókn gegn Úkraínumönnum annarsstaðar í héraðinu og þykir það benda til þess að Rússar hafi átt von á sókn Úkraínumanna. Þá er mikilvægur bær í Dónetskhéraði fallinn í hendur Rússa eftir umfangsmikla bardaga. Sókn Úkraínumanna í Kúrsk hófst í gærmorgun og er sögð hafa verið gerð í þrjár áttir. Notuðust þeir við nokkurn fjölda bryndreka til að sækja fram til austurs, frá yfirráðasvæði þeirra í Kúrsk. Rússneskir herbloggarar sögðu í gær að rússneskir hermenn hefðu kvartað sérstaklega yfir umfangsmikilli notkun Úkraínumanna á rafbúnaði sem truflar sendingar til sjálfsprengidróna og mun það hafa gert varnir Rússa erfiðari en ella. Úkraínumenn sögðu árásina hafa komið Rússum í opna skjöldu en óljóst er hvort það sé satt. Sjá einnig: Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Ef marka má varnarmálaráðuneyti Rússlands var árás Úkraínumanna stöðvuð tiltölulega fljótt en enn berast fregnir af bardögum af svæðinu, samkvæmt rússneskum herbloggurum. Myndefni sem þeir hafa birt og tekið var upp með rússneskum drónum, hefur sýnt að Úkraínumenn hafa tekið að minnsta kosti þrjú þorp á svæðinu og sótt fram um tæpa þrjá kílómetra gegnum varnir Rússa. Aðrir segja sóknina hafa náð allt að átta kílómetra inn á yfirráðasvæði Rússa. NEW: Ukrainian forces resumed offensive operations in at least three areas within the Ukrainian salient in Kursk Oblast and made tactical advances on January 5. (1/3) pic.twitter.com/WFLEhLH5eY— Institute for the Study of War (@TheStudyofWar) January 6, 2025 Fregnir hafa borist af því að Úkraínumenn hafi í morgun gert árásir á varnir Rússa við þorpið Berdyn í Rússlandi en Rússar segjast hafa stöðvað Úkraínumenn í jaðri þorpsins í gær. Rússar gerðu eigin sókn Samhliða gagnsókn Úkraínumanna eru Rússar sagðir hafa gert umfangsmikla sókn annarsstaðar í Kúrskhéraði í gær. Úkraínskur hermaður sem komið hefur að bardögum í Kúrsk sagði í gær að sókn Rússa væri sú umfangsmesta í Kúrsk frá því í haust. Rússar eru sagðir hafa orðið fyrir einhverju mannfalli þar og hefur nýbirt myndefni sýnt fram á það. Vert er að taka fram að eins og gengur og gerist hafa takmarkaðar fréttir borist af svæðinu enn sem komið er og fátt staðfest af svæðinu. Í einföldu máli segja ráðamenn í Úkraínu að þeim gangi vel en frá Kreml heyrist að Úkraínumönnum gangi illa og Rússum vel. Úkraínumenn réðust fyrst inn í Kúrsk í ágúst og kom sú árás Rússum í opna skjöldu. Stór hluti héraðsins féll í hendur úkraínskra hermanna og margir rússneskir hermenn voru handsamaðir. Síðan þá hafa Rússar sótt fram jafnt og þétt og hafa þeir frelsað tæplega helming þess svæði sem Úkraínumenn tóku í sumar. Sækja enn fram í suðaustri Enn sækja Rússar fram í suðausturhluta Úkraínu, þar sem bærinn Kurakhove féll nýverið í hendur þeirra. Það er nokkuð stór bær og hafa bardagar um hann staðið um nokkuð skeið. Bærinn hefur verið lagður í rúst í þessum bardögum. Sókn Rússa á þessu svæði hefur verið hæg en stöðug undanfarna mánuði og eru Úkraínumenn sagðir glíma við mikla manneklu á þessu svæði en í yfirlýsingu frá varnarmálaráðuneyti Rússlands segir að fall Kurakhove muni gera Rússum kleift að sækja hraðar fram. Allt síðasta ár eru Rússar taldir hafa lagt undir sig um 4.200 ferkílómetra í Úkraínu. Samkvæmt bandarísku hugveitunni Institute for the study of war tóku Rússar helming þess svæðis frá september til nóvember og nánast allt í Dónetskhéraði í suðausturhluta Úkraínu. Rússar stjórna nú um fimmtungi af Úkraínu. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Flutningur á rússnesku gasi í gegnum Úkraínu til Evrópu hefur nú loks stöðvast að fullu. Þrátt fyrir stríðið sem geisað hefur frá innrás Rússa í Úkraínu hafa gasflutningar haldið áfram vegna samnings sem undirritaður var árið 2019. 2. janúar 2025 06:57 Skiptast á 300 föngum Rússland og Úkraína skiptust nýlega á 300 föngum. Þessu greindi varnarmálaráðuneyti Rússlands frá í dag. Sameinuðu arabísku furstadæmin stóðu fyrir milligöngu samningsins á milli ríkjanna en Rússland lét af hendi 150 úkraínska fanga í skiptum fyrir frelsi jafn margra rússneskra fanga. 30. desember 2024 15:41 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira
Þá er mikilvægur bær í Dónetskhéraði fallinn í hendur Rússa eftir umfangsmikla bardaga. Sókn Úkraínumanna í Kúrsk hófst í gærmorgun og er sögð hafa verið gerð í þrjár áttir. Notuðust þeir við nokkurn fjölda bryndreka til að sækja fram til austurs, frá yfirráðasvæði þeirra í Kúrsk. Rússneskir herbloggarar sögðu í gær að rússneskir hermenn hefðu kvartað sérstaklega yfir umfangsmikilli notkun Úkraínumanna á rafbúnaði sem truflar sendingar til sjálfsprengidróna og mun það hafa gert varnir Rússa erfiðari en ella. Úkraínumenn sögðu árásina hafa komið Rússum í opna skjöldu en óljóst er hvort það sé satt. Sjá einnig: Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Ef marka má varnarmálaráðuneyti Rússlands var árás Úkraínumanna stöðvuð tiltölulega fljótt en enn berast fregnir af bardögum af svæðinu, samkvæmt rússneskum herbloggurum. Myndefni sem þeir hafa birt og tekið var upp með rússneskum drónum, hefur sýnt að Úkraínumenn hafa tekið að minnsta kosti þrjú þorp á svæðinu og sótt fram um tæpa þrjá kílómetra gegnum varnir Rússa. Aðrir segja sóknina hafa náð allt að átta kílómetra inn á yfirráðasvæði Rússa. NEW: Ukrainian forces resumed offensive operations in at least three areas within the Ukrainian salient in Kursk Oblast and made tactical advances on January 5. (1/3) pic.twitter.com/WFLEhLH5eY— Institute for the Study of War (@TheStudyofWar) January 6, 2025 Fregnir hafa borist af því að Úkraínumenn hafi í morgun gert árásir á varnir Rússa við þorpið Berdyn í Rússlandi en Rússar segjast hafa stöðvað Úkraínumenn í jaðri þorpsins í gær. Rússar gerðu eigin sókn Samhliða gagnsókn Úkraínumanna eru Rússar sagðir hafa gert umfangsmikla sókn annarsstaðar í Kúrskhéraði í gær. Úkraínskur hermaður sem komið hefur að bardögum í Kúrsk sagði í gær að sókn Rússa væri sú umfangsmesta í Kúrsk frá því í haust. Rússar eru sagðir hafa orðið fyrir einhverju mannfalli þar og hefur nýbirt myndefni sýnt fram á það. Vert er að taka fram að eins og gengur og gerist hafa takmarkaðar fréttir borist af svæðinu enn sem komið er og fátt staðfest af svæðinu. Í einföldu máli segja ráðamenn í Úkraínu að þeim gangi vel en frá Kreml heyrist að Úkraínumönnum gangi illa og Rússum vel. Úkraínumenn réðust fyrst inn í Kúrsk í ágúst og kom sú árás Rússum í opna skjöldu. Stór hluti héraðsins féll í hendur úkraínskra hermanna og margir rússneskir hermenn voru handsamaðir. Síðan þá hafa Rússar sótt fram jafnt og þétt og hafa þeir frelsað tæplega helming þess svæði sem Úkraínumenn tóku í sumar. Sækja enn fram í suðaustri Enn sækja Rússar fram í suðausturhluta Úkraínu, þar sem bærinn Kurakhove féll nýverið í hendur þeirra. Það er nokkuð stór bær og hafa bardagar um hann staðið um nokkuð skeið. Bærinn hefur verið lagður í rúst í þessum bardögum. Sókn Rússa á þessu svæði hefur verið hæg en stöðug undanfarna mánuði og eru Úkraínumenn sagðir glíma við mikla manneklu á þessu svæði en í yfirlýsingu frá varnarmálaráðuneyti Rússlands segir að fall Kurakhove muni gera Rússum kleift að sækja hraðar fram. Allt síðasta ár eru Rússar taldir hafa lagt undir sig um 4.200 ferkílómetra í Úkraínu. Samkvæmt bandarísku hugveitunni Institute for the study of war tóku Rússar helming þess svæðis frá september til nóvember og nánast allt í Dónetskhéraði í suðausturhluta Úkraínu. Rússar stjórna nú um fimmtungi af Úkraínu.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Flutningur á rússnesku gasi í gegnum Úkraínu til Evrópu hefur nú loks stöðvast að fullu. Þrátt fyrir stríðið sem geisað hefur frá innrás Rússa í Úkraínu hafa gasflutningar haldið áfram vegna samnings sem undirritaður var árið 2019. 2. janúar 2025 06:57 Skiptast á 300 föngum Rússland og Úkraína skiptust nýlega á 300 föngum. Þessu greindi varnarmálaráðuneyti Rússlands frá í dag. Sameinuðu arabísku furstadæmin stóðu fyrir milligöngu samningsins á milli ríkjanna en Rússland lét af hendi 150 úkraínska fanga í skiptum fyrir frelsi jafn margra rússneskra fanga. 30. desember 2024 15:41 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira
Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Flutningur á rússnesku gasi í gegnum Úkraínu til Evrópu hefur nú loks stöðvast að fullu. Þrátt fyrir stríðið sem geisað hefur frá innrás Rússa í Úkraínu hafa gasflutningar haldið áfram vegna samnings sem undirritaður var árið 2019. 2. janúar 2025 06:57
Skiptast á 300 föngum Rússland og Úkraína skiptust nýlega á 300 föngum. Þessu greindi varnarmálaráðuneyti Rússlands frá í dag. Sameinuðu arabísku furstadæmin stóðu fyrir milligöngu samningsins á milli ríkjanna en Rússland lét af hendi 150 úkraínska fanga í skiptum fyrir frelsi jafn margra rússneskra fanga. 30. desember 2024 15:41